Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 11:33 Ísland ætlar sér að vinna eftir tveimur áætlunum í loftlagsmálum Vísir/GettyImages Parísarsamkomulagið á að taka gildi í dag eftir að þrjátíu dagar hafa liðið frá því að yfir 55 lönd hafa gengist undir samkomulagið. 73 lönd hafa nú samþykkt að taka þátt í aðgerðaáætluninni og er Ísland þar á meðal. Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum, en samkomulagið kveður á um að löndin í sameiningu eigi að reyna eftir fremsta megni að ná henni undir 1,5 gráður. Samkomulagið náðist 12. desember 2015 og var það Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindarráðherra sem skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd 22. apríl 2016 og var samhljóða samþykki á Alþingi um fullgildingu hans 19. september að tillögu utanríkisráðherra. Samningurinn er talinn geta orðið vendipunktur í þeim áformum að taka á loftslagsvanda heimsins að alvöru. Eftirfylgni samkomulagsins er þó talin mikilvæg og aðgerðaráætlanir þarfar. Árleg ráðstefna loftlagssamningsins (COP 22) mun fara fram dagana 7. -18. nóvember í Marokkó og mun Ísland senda nokkra fulltrúa frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu auk fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu hafs, vatns og loftlags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að enn sé óvíst með ráðherraþáttöku útaf ástandi ríkisstjórnarmyndunar. Aðspurður út í hvaða áætlanir Ísland ætli sér að taka til að bregðast við hraðri hlýnun jarðar segir Hugi að það hafi verið ákveðið að vinna eftir tveimur áætlunum. „Það er meðal annars aðgerðaráætlun frá 2010 sem stefnir að því að ná markmiðum til 2020 og svo var sett ný áætlun, svokölluð sóknaráætlun sem var sett af ríkisstjórninni fyrir Parísarfundinn.“ Þessi áætlun á að byggja á sextán verkefnum og segir Hugi að meiningin sé að grípa til aðgerða, „sýna í verki, ekki bara orðum.“ Parísarsamkomulagið skyldar þær þjóðir sem skrifuðu undir að vinna saman að þessu markmiði að ná að minnka hlýnun af mannavöldum. Auk þess felur það í sér að stoppa aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda eins fljótt og auðið er og ná jafnvægi milli losunar og bindingar. Samningurinn kveður einnig á um að farið sé yfir stöðu mála á fimm ára fresti og eiga ríki þá að senda endurnýjuð landsmarkmið. Í kjölfar kosninganna í október voru flokkarnir spurðir út í Parísarsamkomulagið og voru fulltrúar flokkana einróma samþykkir honum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun senda út tilkynningu um þessa nýju sóknaráætlun síðar í dag, en samantekt um verkefnin sextán verða þá brátt aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Parísarsamkomulagið á að taka gildi í dag eftir að þrjátíu dagar hafa liðið frá því að yfir 55 lönd hafa gengist undir samkomulagið. 73 lönd hafa nú samþykkt að taka þátt í aðgerðaáætluninni og er Ísland þar á meðal. Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum, en samkomulagið kveður á um að löndin í sameiningu eigi að reyna eftir fremsta megni að ná henni undir 1,5 gráður. Samkomulagið náðist 12. desember 2015 og var það Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindarráðherra sem skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd 22. apríl 2016 og var samhljóða samþykki á Alþingi um fullgildingu hans 19. september að tillögu utanríkisráðherra. Samningurinn er talinn geta orðið vendipunktur í þeim áformum að taka á loftslagsvanda heimsins að alvöru. Eftirfylgni samkomulagsins er þó talin mikilvæg og aðgerðaráætlanir þarfar. Árleg ráðstefna loftlagssamningsins (COP 22) mun fara fram dagana 7. -18. nóvember í Marokkó og mun Ísland senda nokkra fulltrúa frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu auk fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu hafs, vatns og loftlags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að enn sé óvíst með ráðherraþáttöku útaf ástandi ríkisstjórnarmyndunar. Aðspurður út í hvaða áætlanir Ísland ætli sér að taka til að bregðast við hraðri hlýnun jarðar segir Hugi að það hafi verið ákveðið að vinna eftir tveimur áætlunum. „Það er meðal annars aðgerðaráætlun frá 2010 sem stefnir að því að ná markmiðum til 2020 og svo var sett ný áætlun, svokölluð sóknaráætlun sem var sett af ríkisstjórninni fyrir Parísarfundinn.“ Þessi áætlun á að byggja á sextán verkefnum og segir Hugi að meiningin sé að grípa til aðgerða, „sýna í verki, ekki bara orðum.“ Parísarsamkomulagið skyldar þær þjóðir sem skrifuðu undir að vinna saman að þessu markmiði að ná að minnka hlýnun af mannavöldum. Auk þess felur það í sér að stoppa aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda eins fljótt og auðið er og ná jafnvægi milli losunar og bindingar. Samningurinn kveður einnig á um að farið sé yfir stöðu mála á fimm ára fresti og eiga ríki þá að senda endurnýjuð landsmarkmið. Í kjölfar kosninganna í október voru flokkarnir spurðir út í Parísarsamkomulagið og voru fulltrúar flokkana einróma samþykkir honum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun senda út tilkynningu um þessa nýju sóknaráætlun síðar í dag, en samantekt um verkefnin sextán verða þá brátt aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira