Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 11:33 Ísland ætlar sér að vinna eftir tveimur áætlunum í loftlagsmálum Vísir/GettyImages Parísarsamkomulagið á að taka gildi í dag eftir að þrjátíu dagar hafa liðið frá því að yfir 55 lönd hafa gengist undir samkomulagið. 73 lönd hafa nú samþykkt að taka þátt í aðgerðaáætluninni og er Ísland þar á meðal. Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum, en samkomulagið kveður á um að löndin í sameiningu eigi að reyna eftir fremsta megni að ná henni undir 1,5 gráður. Samkomulagið náðist 12. desember 2015 og var það Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindarráðherra sem skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd 22. apríl 2016 og var samhljóða samþykki á Alþingi um fullgildingu hans 19. september að tillögu utanríkisráðherra. Samningurinn er talinn geta orðið vendipunktur í þeim áformum að taka á loftslagsvanda heimsins að alvöru. Eftirfylgni samkomulagsins er þó talin mikilvæg og aðgerðaráætlanir þarfar. Árleg ráðstefna loftlagssamningsins (COP 22) mun fara fram dagana 7. -18. nóvember í Marokkó og mun Ísland senda nokkra fulltrúa frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu auk fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu hafs, vatns og loftlags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að enn sé óvíst með ráðherraþáttöku útaf ástandi ríkisstjórnarmyndunar. Aðspurður út í hvaða áætlanir Ísland ætli sér að taka til að bregðast við hraðri hlýnun jarðar segir Hugi að það hafi verið ákveðið að vinna eftir tveimur áætlunum. „Það er meðal annars aðgerðaráætlun frá 2010 sem stefnir að því að ná markmiðum til 2020 og svo var sett ný áætlun, svokölluð sóknaráætlun sem var sett af ríkisstjórninni fyrir Parísarfundinn.“ Þessi áætlun á að byggja á sextán verkefnum og segir Hugi að meiningin sé að grípa til aðgerða, „sýna í verki, ekki bara orðum.“ Parísarsamkomulagið skyldar þær þjóðir sem skrifuðu undir að vinna saman að þessu markmiði að ná að minnka hlýnun af mannavöldum. Auk þess felur það í sér að stoppa aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda eins fljótt og auðið er og ná jafnvægi milli losunar og bindingar. Samningurinn kveður einnig á um að farið sé yfir stöðu mála á fimm ára fresti og eiga ríki þá að senda endurnýjuð landsmarkmið. Í kjölfar kosninganna í október voru flokkarnir spurðir út í Parísarsamkomulagið og voru fulltrúar flokkana einróma samþykkir honum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun senda út tilkynningu um þessa nýju sóknaráætlun síðar í dag, en samantekt um verkefnin sextán verða þá brátt aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Parísarsamkomulagið á að taka gildi í dag eftir að þrjátíu dagar hafa liðið frá því að yfir 55 lönd hafa gengist undir samkomulagið. 73 lönd hafa nú samþykkt að taka þátt í aðgerðaáætluninni og er Ísland þar á meðal. Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum, en samkomulagið kveður á um að löndin í sameiningu eigi að reyna eftir fremsta megni að ná henni undir 1,5 gráður. Samkomulagið náðist 12. desember 2015 og var það Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindarráðherra sem skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd 22. apríl 2016 og var samhljóða samþykki á Alþingi um fullgildingu hans 19. september að tillögu utanríkisráðherra. Samningurinn er talinn geta orðið vendipunktur í þeim áformum að taka á loftslagsvanda heimsins að alvöru. Eftirfylgni samkomulagsins er þó talin mikilvæg og aðgerðaráætlanir þarfar. Árleg ráðstefna loftlagssamningsins (COP 22) mun fara fram dagana 7. -18. nóvember í Marokkó og mun Ísland senda nokkra fulltrúa frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu auk fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu hafs, vatns og loftlags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að enn sé óvíst með ráðherraþáttöku útaf ástandi ríkisstjórnarmyndunar. Aðspurður út í hvaða áætlanir Ísland ætli sér að taka til að bregðast við hraðri hlýnun jarðar segir Hugi að það hafi verið ákveðið að vinna eftir tveimur áætlunum. „Það er meðal annars aðgerðaráætlun frá 2010 sem stefnir að því að ná markmiðum til 2020 og svo var sett ný áætlun, svokölluð sóknaráætlun sem var sett af ríkisstjórninni fyrir Parísarfundinn.“ Þessi áætlun á að byggja á sextán verkefnum og segir Hugi að meiningin sé að grípa til aðgerða, „sýna í verki, ekki bara orðum.“ Parísarsamkomulagið skyldar þær þjóðir sem skrifuðu undir að vinna saman að þessu markmiði að ná að minnka hlýnun af mannavöldum. Auk þess felur það í sér að stoppa aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda eins fljótt og auðið er og ná jafnvægi milli losunar og bindingar. Samningurinn kveður einnig á um að farið sé yfir stöðu mála á fimm ára fresti og eiga ríki þá að senda endurnýjuð landsmarkmið. Í kjölfar kosninganna í október voru flokkarnir spurðir út í Parísarsamkomulagið og voru fulltrúar flokkana einróma samþykkir honum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun senda út tilkynningu um þessa nýju sóknaráætlun síðar í dag, en samantekt um verkefnin sextán verða þá brátt aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira