Glöggt er gests augað Magnús Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2016 11:30 Katalónsk-spænski rithöfundurinn Jordi Pujolá býr og starfar á Íslandi. Saga katalónsk-spænska rithöfundarins Jordi Pujolá er um margt óvenjuleg. Í dag kl. 16.30 til 17.30 ætlar hann að vera á Kaffislipp á Hótel Marina og segja sögu sína og frá fyrstu bók sinni Necesitamos un cambio. El sueno de Islandia eða Við þurfum breytingu. Íslenski draumurinn. „Ég ætla að tala um efni bókarinnar og aðalpersónuna en svo líka þá breytingu sem ég gerði á mínu lífi þegar ég flutti til Íslands á sínum tíma. Á Spáni var ég að vinna á fasteignasölu og var á mjög góðum launum en mín innri rödd sagði mér að ég þyrfti að vera að gera það sem mig langaði raunverulega til þess að gera sem var að skrifa. Það var minn draumur. Dag einn ákvað ég að hætta í vinnunni, selja íbúðina í Barcelona og fína bílinn sem ég átti og svo naut ég þeirra forréttinda að vera kvæntur íslenskri konu. En ég var ekki búinn að segja henni frá þessu uppátæki mínu því við vorum alltaf búin að gera ráð fyrir því að búa áfram í Barcelona og ala upp börnin okkar þar. Þegar ég sagði henni frá þessu þá varð hún afar glöð og við ákváðum að láta verða af þessu. Það var óneitanlega mikil óvissa fólgin í þessu og fólkið sem kalla má nei-ara var mikið á móti þessu en við létum það ekki stoppa okkur. Núna búum við hér og ég er að læra íslensku og skrifa þannig að ég skila nú ekki miklum tekjum til heimilisins en á reyndar enn hlut í fyrirtækinu á Spáni. En það er ekki frábrugðið aðalpersónu bókarinnar sem á það líka sameiginlegt með mér að Gandhi er mikil fyrirmynd í lífinu. Gandhi sagði einmitt: Ef þú vilt breytingar þá skaltu byrja á sjálfum þér. Og það er grunnurinn að þessum breytingum sem ég gerði á lífi mínu. Aðalpersóna bókarinnar fer hins vegar þá leið að fara út í pólitík til þess að ná fram breytingum í lífi sínu og á sínu samfélagi en ég valdi ritstörfin.“ Fyrsta bók Jordi kom út í fyrra og hann vinnur nú að því að ljúka þeirri næstu og segir að þar verði enn sterkari tenging við Ísland. „Titill næstu bókar er Barþjónninn í Reykjavík og ég er nokkuð viss um að hún verði þýdd á íslensku sem skiptir mig auðvitað miklu máli. Þar segir frá lögfræðingi sem kemur frá Spáni og er eins og ég í því ferli að breyta lífi sínu. Ég vona að þetta verði áhugavert fyrir bæði þá sem lesa spænsku og ekki síður Íslendinga. Glöggt er gests augað er að því er mér er sagt vinsælt spakmæli á Íslandi og ég lærði það reyndar af sjálfum borgarstjóranum í Reykjavík. En ég er þó fyrst og fremst ánægður með að hafa látið verða af því að breyta lífi mínu enda er ég afskaplega hamingjusamur og ánægður á Íslandi.“ Menning Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Saga katalónsk-spænska rithöfundarins Jordi Pujolá er um margt óvenjuleg. Í dag kl. 16.30 til 17.30 ætlar hann að vera á Kaffislipp á Hótel Marina og segja sögu sína og frá fyrstu bók sinni Necesitamos un cambio. El sueno de Islandia eða Við þurfum breytingu. Íslenski draumurinn. „Ég ætla að tala um efni bókarinnar og aðalpersónuna en svo líka þá breytingu sem ég gerði á mínu lífi þegar ég flutti til Íslands á sínum tíma. Á Spáni var ég að vinna á fasteignasölu og var á mjög góðum launum en mín innri rödd sagði mér að ég þyrfti að vera að gera það sem mig langaði raunverulega til þess að gera sem var að skrifa. Það var minn draumur. Dag einn ákvað ég að hætta í vinnunni, selja íbúðina í Barcelona og fína bílinn sem ég átti og svo naut ég þeirra forréttinda að vera kvæntur íslenskri konu. En ég var ekki búinn að segja henni frá þessu uppátæki mínu því við vorum alltaf búin að gera ráð fyrir því að búa áfram í Barcelona og ala upp börnin okkar þar. Þegar ég sagði henni frá þessu þá varð hún afar glöð og við ákváðum að láta verða af þessu. Það var óneitanlega mikil óvissa fólgin í þessu og fólkið sem kalla má nei-ara var mikið á móti þessu en við létum það ekki stoppa okkur. Núna búum við hér og ég er að læra íslensku og skrifa þannig að ég skila nú ekki miklum tekjum til heimilisins en á reyndar enn hlut í fyrirtækinu á Spáni. En það er ekki frábrugðið aðalpersónu bókarinnar sem á það líka sameiginlegt með mér að Gandhi er mikil fyrirmynd í lífinu. Gandhi sagði einmitt: Ef þú vilt breytingar þá skaltu byrja á sjálfum þér. Og það er grunnurinn að þessum breytingum sem ég gerði á lífi mínu. Aðalpersóna bókarinnar fer hins vegar þá leið að fara út í pólitík til þess að ná fram breytingum í lífi sínu og á sínu samfélagi en ég valdi ritstörfin.“ Fyrsta bók Jordi kom út í fyrra og hann vinnur nú að því að ljúka þeirri næstu og segir að þar verði enn sterkari tenging við Ísland. „Titill næstu bókar er Barþjónninn í Reykjavík og ég er nokkuð viss um að hún verði þýdd á íslensku sem skiptir mig auðvitað miklu máli. Þar segir frá lögfræðingi sem kemur frá Spáni og er eins og ég í því ferli að breyta lífi sínu. Ég vona að þetta verði áhugavert fyrir bæði þá sem lesa spænsku og ekki síður Íslendinga. Glöggt er gests augað er að því er mér er sagt vinsælt spakmæli á Íslandi og ég lærði það reyndar af sjálfum borgarstjóranum í Reykjavík. En ég er þó fyrst og fremst ánægður með að hafa látið verða af því að breyta lífi mínu enda er ég afskaplega hamingjusamur og ánægður á Íslandi.“
Menning Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira