Enn bilar Bombardier-vél Flugfélags Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2016 16:28 Bombardier-vél Flugfélag Íslands bilaði í dag á Akureyrarflugvelli. Vísir/Vilhelm Bombardier-vél Flugfélag Íslands bilaði í dag á Akureyrarflugvelli. Er þetta í fjórða sinn síðan í mars sem Bombardier-vél flugfélagsins bilar. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir að rekstur vélanna gangi vel. Vélin var nýlent á Akureyrarflugvelli í hádeginu í dag þegar leki í vökvakerfi vélarinnar gerði vart við sig. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að einhver röskun á flugáætlun flugfélagsins hafi orðið vegna bilunarinnar. „Þetta hefur nokkrar seinkanir í för með sér. Við erum að athuga hvernig við leysum þetta í þessum töluðu orðum og við sjáum hvort að þetta hafi áhrif á morgun,“ segir Árni. Búið er að senda flugvirkja norður til Akureyrar og er viðgerð hafinn en óvíst er hversu langan tíma viðgerðin tekur, segir Árni það velta á stöðu varahluta.Fjórða bilunin frá því í mars. Í mars neyddist Flugfélag Íslands þrívegis á skömmum tíma til að taka Bombardier-flugvélina úr áætlun vegna bilunar. Í einu tilviki þurfti vélin að lenda í Keflavík vegna þess að vængbörð voru ekki rétt stillt og öðru tilviki þurfti að skipta um rafal í hreyfli. Árni segir að rekstur flugvélanna gangi vel og flugfélagið sé ánægt með flugvélannar. Flugfélag Íslands er með tvær Bombardier-vélar í rekstri og von er á þeirri þriðju á næstu vikum. Raunar hafi ekkert atvik komið upp á frá því að vélarnar biluðu í þrígang með skömmu millibili. „Auðvitað geta þessar vélar bilað eins og aðrar, það eru 450 svona vélar í fullri notkun um allan heim,“ segir Andri. „Að okkar mati eru þetta mjög áreiðanlegar og hagkvæmar vélar og góðar í rekstri.“ Tengdar fréttir Bilun kom upp í hinni Bombardier-vélinni Um þriggja tíma töf varð á ferð Flugfélags Íslands til Egilsstaða. 17. apríl 2016 14:16 Bilanir í Bombardier-vél meiri en búast mátti við Flugfélag Íslands hefur þrívegis á skömmum tíma neyðst til að taka nýju Bombardier-flugvélina úr áætlun vegna bilunar. 29. mars 2016 18:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Bombardier-vél Flugfélag Íslands bilaði í dag á Akureyrarflugvelli. Er þetta í fjórða sinn síðan í mars sem Bombardier-vél flugfélagsins bilar. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir að rekstur vélanna gangi vel. Vélin var nýlent á Akureyrarflugvelli í hádeginu í dag þegar leki í vökvakerfi vélarinnar gerði vart við sig. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að einhver röskun á flugáætlun flugfélagsins hafi orðið vegna bilunarinnar. „Þetta hefur nokkrar seinkanir í för með sér. Við erum að athuga hvernig við leysum þetta í þessum töluðu orðum og við sjáum hvort að þetta hafi áhrif á morgun,“ segir Árni. Búið er að senda flugvirkja norður til Akureyrar og er viðgerð hafinn en óvíst er hversu langan tíma viðgerðin tekur, segir Árni það velta á stöðu varahluta.Fjórða bilunin frá því í mars. Í mars neyddist Flugfélag Íslands þrívegis á skömmum tíma til að taka Bombardier-flugvélina úr áætlun vegna bilunar. Í einu tilviki þurfti vélin að lenda í Keflavík vegna þess að vængbörð voru ekki rétt stillt og öðru tilviki þurfti að skipta um rafal í hreyfli. Árni segir að rekstur flugvélanna gangi vel og flugfélagið sé ánægt með flugvélannar. Flugfélag Íslands er með tvær Bombardier-vélar í rekstri og von er á þeirri þriðju á næstu vikum. Raunar hafi ekkert atvik komið upp á frá því að vélarnar biluðu í þrígang með skömmu millibili. „Auðvitað geta þessar vélar bilað eins og aðrar, það eru 450 svona vélar í fullri notkun um allan heim,“ segir Andri. „Að okkar mati eru þetta mjög áreiðanlegar og hagkvæmar vélar og góðar í rekstri.“
Tengdar fréttir Bilun kom upp í hinni Bombardier-vélinni Um þriggja tíma töf varð á ferð Flugfélags Íslands til Egilsstaða. 17. apríl 2016 14:16 Bilanir í Bombardier-vél meiri en búast mátti við Flugfélag Íslands hefur þrívegis á skömmum tíma neyðst til að taka nýju Bombardier-flugvélina úr áætlun vegna bilunar. 29. mars 2016 18:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Bilun kom upp í hinni Bombardier-vélinni Um þriggja tíma töf varð á ferð Flugfélags Íslands til Egilsstaða. 17. apríl 2016 14:16
Bilanir í Bombardier-vél meiri en búast mátti við Flugfélag Íslands hefur þrívegis á skömmum tíma neyðst til að taka nýju Bombardier-flugvélina úr áætlun vegna bilunar. 29. mars 2016 18:45