Segir vísbendingum um sakleysi Sævars vísvitandi hafa verið ýtt til hliðar Una Sighvatsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 18:59 Jón Daníelsson var blaðamaður á Helgarpóstinum árið 1997, þegar Sævar Cicielski krafðist þess að mál hans yrði endurupptekið. Þá kviknaði áhugi hans á því að leggjast yfir hið gríðarlega gagnamagn sem tengdist Guðmundar -og Geirfinnsmálunum og er sú tómstundaiðja nú orðin að bók þar sem Jón gerir ítarlega grein fyrir rannsókn málanna.Vísbendingar hrönnuðust upp „Það væri rangt að segja að rannsóknin hafi ekki skilað neinu, þvert á móti þá hrönnuðust upp vísbendingar. Sumar svo öflugar að þær það jaðraði við að væri hægt að kalla sönnunargögn, en allar þessar vísbendingar áttu það sameiginilegt að þær bentu í öfugu átt. Þær bentu til þess að sakborningar væru saklausir og þessu var öllu saman vísvitandi ýtt til hliðar,“ segir Jón. Meðal þessara vísbendinga er bréf sem Sævar skrifaði sjálfur, þar sem hann lýsir erlendri fréttaskýringu sem hann segist hafa horft á í sjónvarpinu kvöldið sem honum var ætlað að hafa myrt Geirfinn. Frásögn Sævars var aldrei sannreynd af lögreglu, en grúsk Jóns mörgum árum síðar leiddi hann að blaði í skjalasafni Ríkisútvarpsins. Það sýnir að á dagskránni þetta kvöld var þáttur um rauðvínshneyksli í Frakklandi sem samræmist frásögn Sævars.Jón Daníelsson hefur unnið markvisst að bók um Guðmundar- og Geirfinnsmálin undanfarin 5 ár.RIGHTStendur ekki steinn yfir steini „Þetta bréf sem Sævar skrifaði til dómsins í september 1977, það í sjálfu sér sannar ekki neitt eitt út af fyrir sig. En þetta blað sem fannst í Efstaleitinu það í rauninni finnst mér taka af öll tvímæli. Þessi mynd var sýnd þetta kvöld nákvæmlega eins og segir í þessu bréfi. Og þetta bréf Sævars hefur legið þarna í tæp 40 ár." Mál Guðmundar og Geirfinns hafa legið eins og mara á íslensku þjóðinni í áratugi. Jón segir þótt hvörf þeirra verði eflaust aldrei upplýst megi þó líta svo á að ákveðin niðurstaða sé komin í málin. „Mín niðurstaða er allavega sú að það stendur ekki steinn yfir steini í þessum rannsóknum, það er alveg óhætt að fullyrða að sakborningarnir voru allir saklausir og dómarnir voru rangir." Bók Jóns, Sá sem flýr undan dýri, er væntanleg í haust en Jón ákvað að gefa hana út á eigin vegum og safnar fyrir útgáfunni á síðunni Karolinafund. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Jón Daníelsson var blaðamaður á Helgarpóstinum árið 1997, þegar Sævar Cicielski krafðist þess að mál hans yrði endurupptekið. Þá kviknaði áhugi hans á því að leggjast yfir hið gríðarlega gagnamagn sem tengdist Guðmundar -og Geirfinnsmálunum og er sú tómstundaiðja nú orðin að bók þar sem Jón gerir ítarlega grein fyrir rannsókn málanna.Vísbendingar hrönnuðust upp „Það væri rangt að segja að rannsóknin hafi ekki skilað neinu, þvert á móti þá hrönnuðust upp vísbendingar. Sumar svo öflugar að þær það jaðraði við að væri hægt að kalla sönnunargögn, en allar þessar vísbendingar áttu það sameiginilegt að þær bentu í öfugu átt. Þær bentu til þess að sakborningar væru saklausir og þessu var öllu saman vísvitandi ýtt til hliðar,“ segir Jón. Meðal þessara vísbendinga er bréf sem Sævar skrifaði sjálfur, þar sem hann lýsir erlendri fréttaskýringu sem hann segist hafa horft á í sjónvarpinu kvöldið sem honum var ætlað að hafa myrt Geirfinn. Frásögn Sævars var aldrei sannreynd af lögreglu, en grúsk Jóns mörgum árum síðar leiddi hann að blaði í skjalasafni Ríkisútvarpsins. Það sýnir að á dagskránni þetta kvöld var þáttur um rauðvínshneyksli í Frakklandi sem samræmist frásögn Sævars.Jón Daníelsson hefur unnið markvisst að bók um Guðmundar- og Geirfinnsmálin undanfarin 5 ár.RIGHTStendur ekki steinn yfir steini „Þetta bréf sem Sævar skrifaði til dómsins í september 1977, það í sjálfu sér sannar ekki neitt eitt út af fyrir sig. En þetta blað sem fannst í Efstaleitinu það í rauninni finnst mér taka af öll tvímæli. Þessi mynd var sýnd þetta kvöld nákvæmlega eins og segir í þessu bréfi. Og þetta bréf Sævars hefur legið þarna í tæp 40 ár." Mál Guðmundar og Geirfinns hafa legið eins og mara á íslensku þjóðinni í áratugi. Jón segir þótt hvörf þeirra verði eflaust aldrei upplýst megi þó líta svo á að ákveðin niðurstaða sé komin í málin. „Mín niðurstaða er allavega sú að það stendur ekki steinn yfir steini í þessum rannsóknum, það er alveg óhætt að fullyrða að sakborningarnir voru allir saklausir og dómarnir voru rangir." Bók Jóns, Sá sem flýr undan dýri, er væntanleg í haust en Jón ákvað að gefa hana út á eigin vegum og safnar fyrir útgáfunni á síðunni Karolinafund.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira