Sigurður Ingi undrast illmælgi í garð Framsóknarflokksins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2016 14:06 Sigurður Ingi ræddi málin við Snærós Sindradóttur blaðamann á Fundi fólksins í dag. Vísir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra undrast það hversu illa sé talað um flokk sinn, Framsóknarflokkinn, í samfélaginu. Um sé að ræða elsta flokk landsins sem hafi gert marga góða hluti. Þetta sagði hann á Fundi fólksins, lýðræðishátíð, í dag. Hann sagðist hafa verið spurður að því í viðtali á dögunum hvort honum þyki það sanngjarnt hversu illa sé talað um Framsóknarflokkinn. „Þetta er elsti flokkur landsins. Hann hefur komið mörgum af bestu málum sem hafa verið gerð hér á Íslandi, til dæmis fæðingarorlofssjóði, svo dæmi séu tekin. Af hverju er þá alltaf verið að tala svona neikvætt og niður til Framsóknarflokksins?“ sagði Sigurður. Hann sagði að inni á bloggsíðum sé oftar en ekki talað afar illa um flokkinn, og tók dæmi um síðuna „Framsóknarlaust Ísland“. Sigurður sagði, léttur í bragði, að fylgi Framsóknarflokksins sé lítið, um níu prósent, og því sé jafnvel hægt að tala um flokkinn sem minnihlutahóp. Hann spurði því hvort það yrði viðurkennt að tala með sambærilegum hætti um aðra minnihlutahópa. „Ef þú setur eitthvað annað orð inn fyrir Framsókn. [...] Hvernig myndi það hljóma? Það er um þrettán þúsund manns í þessum flokki, sem er samvinnufólk, sem er félagshyggjufólk, sem er heiðarlegt fólk, hvernig það er talað um það í þessum miðlum. Er það óeðlilegt? Já, ég held það sé óeðlilegt.“ Sigurður var jafnframt spurður út í komandi alþingiskosningar og hvort hann ætli að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hefur áður sagt að hann muni ekki bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, en dró þó heldur í land með þau orð á fundinum í dag þegar hann sagðist ekki útiloka neitt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni. En ég sagði jafnframt að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér,“ sagði hann. Aðspurður hvort þetta Sigmundur Davíð þurfi að hætta við formannsframboð, svo hann bjóði sig fram, sagðist hann ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið dálítið langt í að ráðast hver á annan í forystu flokksins. En það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við fjöllum bara um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera.“Viðtalið við Sigurð Inga á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar um fjórar klukkustundir og sautján mínútur eru liðnar af upptökunni. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra undrast það hversu illa sé talað um flokk sinn, Framsóknarflokkinn, í samfélaginu. Um sé að ræða elsta flokk landsins sem hafi gert marga góða hluti. Þetta sagði hann á Fundi fólksins, lýðræðishátíð, í dag. Hann sagðist hafa verið spurður að því í viðtali á dögunum hvort honum þyki það sanngjarnt hversu illa sé talað um Framsóknarflokkinn. „Þetta er elsti flokkur landsins. Hann hefur komið mörgum af bestu málum sem hafa verið gerð hér á Íslandi, til dæmis fæðingarorlofssjóði, svo dæmi séu tekin. Af hverju er þá alltaf verið að tala svona neikvætt og niður til Framsóknarflokksins?“ sagði Sigurður. Hann sagði að inni á bloggsíðum sé oftar en ekki talað afar illa um flokkinn, og tók dæmi um síðuna „Framsóknarlaust Ísland“. Sigurður sagði, léttur í bragði, að fylgi Framsóknarflokksins sé lítið, um níu prósent, og því sé jafnvel hægt að tala um flokkinn sem minnihlutahóp. Hann spurði því hvort það yrði viðurkennt að tala með sambærilegum hætti um aðra minnihlutahópa. „Ef þú setur eitthvað annað orð inn fyrir Framsókn. [...] Hvernig myndi það hljóma? Það er um þrettán þúsund manns í þessum flokki, sem er samvinnufólk, sem er félagshyggjufólk, sem er heiðarlegt fólk, hvernig það er talað um það í þessum miðlum. Er það óeðlilegt? Já, ég held það sé óeðlilegt.“ Sigurður var jafnframt spurður út í komandi alþingiskosningar og hvort hann ætli að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hefur áður sagt að hann muni ekki bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, en dró þó heldur í land með þau orð á fundinum í dag þegar hann sagðist ekki útiloka neitt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni. En ég sagði jafnframt að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér,“ sagði hann. Aðspurður hvort þetta Sigmundur Davíð þurfi að hætta við formannsframboð, svo hann bjóði sig fram, sagðist hann ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið dálítið langt í að ráðast hver á annan í forystu flokksins. En það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við fjöllum bara um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera.“Viðtalið við Sigurð Inga á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar um fjórar klukkustundir og sautján mínútur eru liðnar af upptökunni.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira