Flugmódel af Geysi flýgur í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2016 19:45 Eftirlíking af Loftleiðavélinni Geysi, sem brotlenti á Vatnajökli árið 1950, þykir eitt glæsilegasta flugmódel sem smíðað hefur verið hérlendis. Það þykir svo dýrmætt að reyndur módelflugmaður var fenginn sérstaklega frá Bretlandi til að fljúga því í fyrsta sinn á dögunum. Módelsmiðurinn Birgir Sigurðsson segir að fyrsta flugið laugardaginn 13. ágúst hafi verið ein af stóru stundunum í lífi sínu. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2 og myndir sýndar af fyrsta fluginu. Undanförnum þrettán árum, frá 2003, er hann búinn að verja í að smíða nákvæma eftirlíkingu af einni frægustu flugvél íslenskrar flugsögu, Skymaster-vélinni Geysi, sem brotlenti á Bárðarbungu þann 14. september 1950. Þegar sex manna áhöfn vélarinnar fannst öll á lífi fjórum dögum síðar gekk gleðibylgja yfir Ísland. Módelið er nærri fjögurra metra langt, einn áttundi af stærð fyrirmyndarinnar. „Þegar maður byrjar að smíða flugmódel, og þú ferð með það út á flugvöll og ferð að fljúga, þá ertu búinn að gera þér grein fyrir því að næstu tvær þrjár sekúndur, þegar hún er komin í loftið, geta verið örlög vélarinnar,“ segir Birgir. Stóra stundin runnin upp. Birgir undirbýr flugvélina fyrir fyrsta flugtak laugardaginn 13. ágúst á flugvellinum í Mosfellsbæ..Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Sverrir Gunnlaugsson flugmódelmaður, sem tók myndir sem birtust í frétt Stöðvar 2 af fyrsta fluginu, segir hiklaust að þetta sé glæsilegasta flugmódel landsins og þótt víðar væri leitað. Fyrsta reynsluflugið gekk eins og í sögu, hjólin fóru upp og niður aftur og flapsarnir virkuðu eðlilega. Spurður hvernig tilfinning það hafi verið, eftir allan þennan smíðatíma, að sjá hana taka á loft, svarar Birgir: „Það var náttúrlega bara eitt bros, - var í nokkra daga á eftir.“ Birgir hefur smíðað fjölda flugmódela undanfarin fjörutíu ár og er með vinnustofu á heimili sínu. Hann flýgur flestum sjálfur en valdi þó að fá reyndan módelflugmann frá Bretlandi, Steve Holland, til að fljúga Geysi í fyrsta sinn, taldi það öruggara. „Sumir hafa bara miklu meiri æfingu en maður sjálfur, það er ekkert öðruvísi.“Geysir kominn á loft í Mosfellsbæ.Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Flugvélin er svo stór að Birgir þarf að taka hana í sundur og geyma hana í sérsmíðuðum vagni milli flugferða. Hann smíðaði flugvélina sjálfur frá grunni, notaði krossvið og furulista og klæddi hana utan með áli. Kunningi hans smíðaði hjólabúnaðinn en hreyflana keypti hann að utan, smíðaði þó sjálfur hlífarnar utan um þá. Þegar rýnt er í smáatriðin sést hversu mikil listasmíð þetta er, hnoðin sjást í skrokknum en hann smíðaði sérstök verkfæri til að ná þeim fram. Birgir, sem er lærður bílasmiður, segist ekki hafa tölu á öllum þeim vinnustundum sem fóru í verkið en það hafi veitt sér hugarró í glímu við sjúkdóm sem leitt hafi til fötlunar frá unga aldri. „Þetta er pottþétt gefandi, og sérstaklega fyrir menn eins og mig. Þetta hjálpar sálartetrinu að glíma við aðra erfiðleika,“ segir Birgir Sigurðsson. Myndband Sverris Gunnlaugsssonar af fyrsta fluginu má sjá hér. Fréttir af flugi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Eftirlíking af Loftleiðavélinni Geysi, sem brotlenti á Vatnajökli árið 1950, þykir eitt glæsilegasta flugmódel sem smíðað hefur verið hérlendis. Það þykir svo dýrmætt að reyndur módelflugmaður var fenginn sérstaklega frá Bretlandi til að fljúga því í fyrsta sinn á dögunum. Módelsmiðurinn Birgir Sigurðsson segir að fyrsta flugið laugardaginn 13. ágúst hafi verið ein af stóru stundunum í lífi sínu. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2 og myndir sýndar af fyrsta fluginu. Undanförnum þrettán árum, frá 2003, er hann búinn að verja í að smíða nákvæma eftirlíkingu af einni frægustu flugvél íslenskrar flugsögu, Skymaster-vélinni Geysi, sem brotlenti á Bárðarbungu þann 14. september 1950. Þegar sex manna áhöfn vélarinnar fannst öll á lífi fjórum dögum síðar gekk gleðibylgja yfir Ísland. Módelið er nærri fjögurra metra langt, einn áttundi af stærð fyrirmyndarinnar. „Þegar maður byrjar að smíða flugmódel, og þú ferð með það út á flugvöll og ferð að fljúga, þá ertu búinn að gera þér grein fyrir því að næstu tvær þrjár sekúndur, þegar hún er komin í loftið, geta verið örlög vélarinnar,“ segir Birgir. Stóra stundin runnin upp. Birgir undirbýr flugvélina fyrir fyrsta flugtak laugardaginn 13. ágúst á flugvellinum í Mosfellsbæ..Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Sverrir Gunnlaugsson flugmódelmaður, sem tók myndir sem birtust í frétt Stöðvar 2 af fyrsta fluginu, segir hiklaust að þetta sé glæsilegasta flugmódel landsins og þótt víðar væri leitað. Fyrsta reynsluflugið gekk eins og í sögu, hjólin fóru upp og niður aftur og flapsarnir virkuðu eðlilega. Spurður hvernig tilfinning það hafi verið, eftir allan þennan smíðatíma, að sjá hana taka á loft, svarar Birgir: „Það var náttúrlega bara eitt bros, - var í nokkra daga á eftir.“ Birgir hefur smíðað fjölda flugmódela undanfarin fjörutíu ár og er með vinnustofu á heimili sínu. Hann flýgur flestum sjálfur en valdi þó að fá reyndan módelflugmann frá Bretlandi, Steve Holland, til að fljúga Geysi í fyrsta sinn, taldi það öruggara. „Sumir hafa bara miklu meiri æfingu en maður sjálfur, það er ekkert öðruvísi.“Geysir kominn á loft í Mosfellsbæ.Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Flugvélin er svo stór að Birgir þarf að taka hana í sundur og geyma hana í sérsmíðuðum vagni milli flugferða. Hann smíðaði flugvélina sjálfur frá grunni, notaði krossvið og furulista og klæddi hana utan með áli. Kunningi hans smíðaði hjólabúnaðinn en hreyflana keypti hann að utan, smíðaði þó sjálfur hlífarnar utan um þá. Þegar rýnt er í smáatriðin sést hversu mikil listasmíð þetta er, hnoðin sjást í skrokknum en hann smíðaði sérstök verkfæri til að ná þeim fram. Birgir, sem er lærður bílasmiður, segist ekki hafa tölu á öllum þeim vinnustundum sem fóru í verkið en það hafi veitt sér hugarró í glímu við sjúkdóm sem leitt hafi til fötlunar frá unga aldri. „Þetta er pottþétt gefandi, og sérstaklega fyrir menn eins og mig. Þetta hjálpar sálartetrinu að glíma við aðra erfiðleika,“ segir Birgir Sigurðsson. Myndband Sverris Gunnlaugsssonar af fyrsta fluginu má sjá hér.
Fréttir af flugi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels