Hatursorðræða í fjölmiðlum: „Orð eru til alls fyrst, og þeim fylgir ábyrgð“ Birta Svavarsdóttir skrifar 2. september 2016 16:49 Áslaug Arna og Ugla Stefanía. Vísir Á pallborðsumræðu um hatursorðræðu í fjölmiðlum í dag var meðal annars fjallað um mikilvægi þess að ræða hatursorðræðu opinskátt, svo taka mætti á henni. Umræðan fór fram á Fundi Fólksins í Norræna húsinu seinni partinn í dag.Misskilningur um það hvað flokkast sem tjáningarfrelsi Ugla Stefanía, fræðslustjóri Samtakanna 78 og formaður Trans-Ísland sagði að það væri óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vera opinber manneskja að fólk hefði opinbera skoðun á manni. Ugla tók sem dæmi YouTube myndband sem hán setti inn á YouTube með maka sínum og varð gróðrastía fyrir ógeðsleg og hatursfull ummæli, en Vísir fjallaði um málið á sínum tíma.Sjá einnig:Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook„Það er líka svona orðræða viðhöfð á Íslandi,“ sagði Ugla. „Oft þegar fjallað er um hatursoræðu þá berst talið að tjáningarfrelsi sem margir vilja meina að snúist um það að þú megir segja hvað sem er. Mér finnst þar liggja mikill grundvallarmisskilningur um það hvað tjáningarfrelsi gengur út á. Í mínum huga gengur lagalegt tjáningarfrelsi út á það að það eigi að vernda einstaklinga fyrir því að yfirvöld geti þaggað niður í þeim og ritskoðað þegar verið er að gagnrýna þeirra stefnur og störf. Tjáningarfrelsi er ekki það að mega segja fólki að drepa sig. Það er ekkert annað en hatursorðræða og það þurfa að vera afleiðingar þegar fólk lætur eitthvað svoleiðis út úr sér á opinberum vettvangi.“ Sagði Ugla að það að leyfa svona hatursorðræðu að grassera hefði mikil áhrif, nærtækt dæmi um það væri seinni heimsstyrjöldin. „Fólk talar sín á milli í litlum hópum, sem færist svo út í samfélagið. Það má ekki gleyma að orð eru til alls fyrst, og þeim fylgir ábyrgð,“ sagði Ugla Stefanía að lokum.Erfitt að ákvarða hvar setja eigi lagaramma um hatursorðræðu Áslaug Arna, ritari Sjálfstæðisflokksins og laganemi, segist vissulega vera til í að umræðan væri á hærra plani, sérstaklega svo að fólk gæfi frekar kost á sér í stjórnmálum, en telur ekki skrítið að margir taki ekki þátt þar sem orðræða í garð stjórnmálafólks á oft til að einkennast af illmælgi og persónuníði. „Það er fréttnæmt ef það kemur frétt um mig og það eru ekki níðingskomment þar undir,“ segir Áslaug. „Þetta var alltaf inni á kaffistofunum. Það hafa alltaf verið athugasemdir og haturskomment en núna eru kaffistofurnar bara opnar öllum.“ Áslaug telur erfitt að ákvarða hvar draga eigi línuna í sandinn varðandi hatursfull ummæli, og því sé snúið að meta hversu langt eigi að ganga í löggjöf gagnvart hatursorðræðu. Versti óvinur hatursorðræðu sé opinská og upplýst umræða, og þess vegna sé svo mikilvægt að þagga hana ekki niður. Lausnin felist ekki í ekki að þagga niður „vondar og fordómafullar skoðanir“, heldur á að ræða þær opinskátt og takast þannig á við þær. „Ég hef alltaf talið mjög mikilvægt að vekja athygli á ummælunum, á móti kemur að maður vill ekki alltaf vera fórnarlambið, því þá er umræðan alltaf bara um kommentin en ekki það sem maður er raunverulega að segja,“ sagði Áslaug. Í BA ritgerð sinni í lögfræði fjallaði Áslaug um hatursorðræðu meðal stjórnmálamanna og tók til dæmi frá Norðurlöndunum, en löggjöf gagnvart hatursorðræðu er svipuð þar og hérlendis. Til glöggvunar tók hún sem dæmi tvö mál þar sem annars vegar var stjórnmálakona sýknuð fyrir það að birta ummæli á persónulegri Facebook síðu sinni, en hins vegar voru fulltrúar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokks sakfelldir fyrir að nota hatursfull ummæli í auglýsingu á vegum hreyfingarinnar.Umræðuna um hatursorðræðu á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hún hefst þegar um sex klukkustundir og tíu mínútur eru liðnar af upptökunni. Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Á pallborðsumræðu um hatursorðræðu í fjölmiðlum í dag var meðal annars fjallað um mikilvægi þess að ræða hatursorðræðu opinskátt, svo taka mætti á henni. Umræðan fór fram á Fundi Fólksins í Norræna húsinu seinni partinn í dag.Misskilningur um það hvað flokkast sem tjáningarfrelsi Ugla Stefanía, fræðslustjóri Samtakanna 78 og formaður Trans-Ísland sagði að það væri óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vera opinber manneskja að fólk hefði opinbera skoðun á manni. Ugla tók sem dæmi YouTube myndband sem hán setti inn á YouTube með maka sínum og varð gróðrastía fyrir ógeðsleg og hatursfull ummæli, en Vísir fjallaði um málið á sínum tíma.Sjá einnig:Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook„Það er líka svona orðræða viðhöfð á Íslandi,“ sagði Ugla. „Oft þegar fjallað er um hatursoræðu þá berst talið að tjáningarfrelsi sem margir vilja meina að snúist um það að þú megir segja hvað sem er. Mér finnst þar liggja mikill grundvallarmisskilningur um það hvað tjáningarfrelsi gengur út á. Í mínum huga gengur lagalegt tjáningarfrelsi út á það að það eigi að vernda einstaklinga fyrir því að yfirvöld geti þaggað niður í þeim og ritskoðað þegar verið er að gagnrýna þeirra stefnur og störf. Tjáningarfrelsi er ekki það að mega segja fólki að drepa sig. Það er ekkert annað en hatursorðræða og það þurfa að vera afleiðingar þegar fólk lætur eitthvað svoleiðis út úr sér á opinberum vettvangi.“ Sagði Ugla að það að leyfa svona hatursorðræðu að grassera hefði mikil áhrif, nærtækt dæmi um það væri seinni heimsstyrjöldin. „Fólk talar sín á milli í litlum hópum, sem færist svo út í samfélagið. Það má ekki gleyma að orð eru til alls fyrst, og þeim fylgir ábyrgð,“ sagði Ugla Stefanía að lokum.Erfitt að ákvarða hvar setja eigi lagaramma um hatursorðræðu Áslaug Arna, ritari Sjálfstæðisflokksins og laganemi, segist vissulega vera til í að umræðan væri á hærra plani, sérstaklega svo að fólk gæfi frekar kost á sér í stjórnmálum, en telur ekki skrítið að margir taki ekki þátt þar sem orðræða í garð stjórnmálafólks á oft til að einkennast af illmælgi og persónuníði. „Það er fréttnæmt ef það kemur frétt um mig og það eru ekki níðingskomment þar undir,“ segir Áslaug. „Þetta var alltaf inni á kaffistofunum. Það hafa alltaf verið athugasemdir og haturskomment en núna eru kaffistofurnar bara opnar öllum.“ Áslaug telur erfitt að ákvarða hvar draga eigi línuna í sandinn varðandi hatursfull ummæli, og því sé snúið að meta hversu langt eigi að ganga í löggjöf gagnvart hatursorðræðu. Versti óvinur hatursorðræðu sé opinská og upplýst umræða, og þess vegna sé svo mikilvægt að þagga hana ekki niður. Lausnin felist ekki í ekki að þagga niður „vondar og fordómafullar skoðanir“, heldur á að ræða þær opinskátt og takast þannig á við þær. „Ég hef alltaf talið mjög mikilvægt að vekja athygli á ummælunum, á móti kemur að maður vill ekki alltaf vera fórnarlambið, því þá er umræðan alltaf bara um kommentin en ekki það sem maður er raunverulega að segja,“ sagði Áslaug. Í BA ritgerð sinni í lögfræði fjallaði Áslaug um hatursorðræðu meðal stjórnmálamanna og tók til dæmi frá Norðurlöndunum, en löggjöf gagnvart hatursorðræðu er svipuð þar og hérlendis. Til glöggvunar tók hún sem dæmi tvö mál þar sem annars vegar var stjórnmálakona sýknuð fyrir það að birta ummæli á persónulegri Facebook síðu sinni, en hins vegar voru fulltrúar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokks sakfelldir fyrir að nota hatursfull ummæli í auglýsingu á vegum hreyfingarinnar.Umræðuna um hatursorðræðu á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hún hefst þegar um sex klukkustundir og tíu mínútur eru liðnar af upptökunni.
Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00
Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00