Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 3. október 2016 17:49 Pólverjar fjölmenntu á mótmæli í dag. MYND/AFP Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata hefur skrifað opið bréf til þingmanna pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar þar í landi sem gerir fóstureyðingar ólöglegar og gengur þannig gróflega gegn mannréttindum. Mikil mótmæli hafa geysað meðal Pólverja í dag vegna frumvarpsins en Íslendingar sýndu Pólverjum samstöðu með mótmælum á Austurvelli í dag. Þrjátíu þingmenn hafa þegar skrifað undir bréfið og koma þeir úr öllum flokkum á Alþingi. Í tilkynningu frá Pírötum segir að fleiri undirskriftir eigi mögulega eftir að bætast við. Í bréfinu eru þingmenn í Póllandi hvattir til þess að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, kvenréttindi og jafnrétti til heibrigðisþjónustu, þar með talið skipulags á fjölskylduhögum. Íslensku þingmennirnir lýsa í bréfinu þungum áhyggjum af lagafrumvarpinu og skora á pólska þingmenn að afturkalla það. „Við viljum minna pólska þingið á hina sameiginlegu alþjóðlegu ábyrgð og skyldu sem bæði Ísland og Pólland bera til þess að útrýma öllu misrétti gagnvart konum,“ segir meðal annars í bréfinu. „...við höfum hug á því að koma á framfæri viðhorfum okkar þess efnis að öruggar fóstureyðingar eru nauðsynlegur þáttur í rétti kvenna til andlegs og líkamlegs sjálfræðis,“ segir enn fremur. Þeir þingmenn sem undirrituðu bréfið voru: Ásta Guðrún Helgadóttir, (P) Svandís Svavarsdóttir, (V) Oddný Harðardóttir, (S) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, (S) Guðmundur Steingrímsson, (A) Björt Ólafsdóttir, (A) Brynhildur Pétursdóttir, (A) Ögmundur Jónasson, (V) Jóhanna María Sigmundsdóttir, (B) Össur Skarphéðinsson, (S) Helgi Hrafn Gunnarsson, (P) Katrín Jakobsdóttir, (V) Óttarr Proppé, (Æ) Birgitta Jónsdóttir, (P) Katrín Júlíusdóttir, (S) Ólína Kjerúlf Þórðardóttir, (S) Árni Páll Árnason, (S) Elsa Lára Arnardóttir, (B) Líneik Anna Sævarsdóttir, (B) Karl Garðarsson, (B) Páll Valur Björnsson, (A) Steinunn Þóra Árnadóttir, (V) Helgi Hjörvar, (S) Róbert Marshall, (A) Birgir Ármansson, (B) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, (V) Steingrímur J. Sigfússon, (V) Silja Dögg Gunnarsdóttir, (B) Kristján L. Möller, (S) Unnur Brá Konráðsdóttir, (D) Tengdar fréttir Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata hefur skrifað opið bréf til þingmanna pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar þar í landi sem gerir fóstureyðingar ólöglegar og gengur þannig gróflega gegn mannréttindum. Mikil mótmæli hafa geysað meðal Pólverja í dag vegna frumvarpsins en Íslendingar sýndu Pólverjum samstöðu með mótmælum á Austurvelli í dag. Þrjátíu þingmenn hafa þegar skrifað undir bréfið og koma þeir úr öllum flokkum á Alþingi. Í tilkynningu frá Pírötum segir að fleiri undirskriftir eigi mögulega eftir að bætast við. Í bréfinu eru þingmenn í Póllandi hvattir til þess að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, kvenréttindi og jafnrétti til heibrigðisþjónustu, þar með talið skipulags á fjölskylduhögum. Íslensku þingmennirnir lýsa í bréfinu þungum áhyggjum af lagafrumvarpinu og skora á pólska þingmenn að afturkalla það. „Við viljum minna pólska þingið á hina sameiginlegu alþjóðlegu ábyrgð og skyldu sem bæði Ísland og Pólland bera til þess að útrýma öllu misrétti gagnvart konum,“ segir meðal annars í bréfinu. „...við höfum hug á því að koma á framfæri viðhorfum okkar þess efnis að öruggar fóstureyðingar eru nauðsynlegur þáttur í rétti kvenna til andlegs og líkamlegs sjálfræðis,“ segir enn fremur. Þeir þingmenn sem undirrituðu bréfið voru: Ásta Guðrún Helgadóttir, (P) Svandís Svavarsdóttir, (V) Oddný Harðardóttir, (S) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, (S) Guðmundur Steingrímsson, (A) Björt Ólafsdóttir, (A) Brynhildur Pétursdóttir, (A) Ögmundur Jónasson, (V) Jóhanna María Sigmundsdóttir, (B) Össur Skarphéðinsson, (S) Helgi Hrafn Gunnarsson, (P) Katrín Jakobsdóttir, (V) Óttarr Proppé, (Æ) Birgitta Jónsdóttir, (P) Katrín Júlíusdóttir, (S) Ólína Kjerúlf Þórðardóttir, (S) Árni Páll Árnason, (S) Elsa Lára Arnardóttir, (B) Líneik Anna Sævarsdóttir, (B) Karl Garðarsson, (B) Páll Valur Björnsson, (A) Steinunn Þóra Árnadóttir, (V) Helgi Hjörvar, (S) Róbert Marshall, (A) Birgir Ármansson, (B) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, (V) Steingrímur J. Sigfússon, (V) Silja Dögg Gunnarsdóttir, (B) Kristján L. Möller, (S) Unnur Brá Konráðsdóttir, (D)
Tengdar fréttir Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13