Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 3. október 2016 17:49 Pólverjar fjölmenntu á mótmæli í dag. MYND/AFP Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata hefur skrifað opið bréf til þingmanna pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar þar í landi sem gerir fóstureyðingar ólöglegar og gengur þannig gróflega gegn mannréttindum. Mikil mótmæli hafa geysað meðal Pólverja í dag vegna frumvarpsins en Íslendingar sýndu Pólverjum samstöðu með mótmælum á Austurvelli í dag. Þrjátíu þingmenn hafa þegar skrifað undir bréfið og koma þeir úr öllum flokkum á Alþingi. Í tilkynningu frá Pírötum segir að fleiri undirskriftir eigi mögulega eftir að bætast við. Í bréfinu eru þingmenn í Póllandi hvattir til þess að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, kvenréttindi og jafnrétti til heibrigðisþjónustu, þar með talið skipulags á fjölskylduhögum. Íslensku þingmennirnir lýsa í bréfinu þungum áhyggjum af lagafrumvarpinu og skora á pólska þingmenn að afturkalla það. „Við viljum minna pólska þingið á hina sameiginlegu alþjóðlegu ábyrgð og skyldu sem bæði Ísland og Pólland bera til þess að útrýma öllu misrétti gagnvart konum,“ segir meðal annars í bréfinu. „...við höfum hug á því að koma á framfæri viðhorfum okkar þess efnis að öruggar fóstureyðingar eru nauðsynlegur þáttur í rétti kvenna til andlegs og líkamlegs sjálfræðis,“ segir enn fremur. Þeir þingmenn sem undirrituðu bréfið voru: Ásta Guðrún Helgadóttir, (P) Svandís Svavarsdóttir, (V) Oddný Harðardóttir, (S) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, (S) Guðmundur Steingrímsson, (A) Björt Ólafsdóttir, (A) Brynhildur Pétursdóttir, (A) Ögmundur Jónasson, (V) Jóhanna María Sigmundsdóttir, (B) Össur Skarphéðinsson, (S) Helgi Hrafn Gunnarsson, (P) Katrín Jakobsdóttir, (V) Óttarr Proppé, (Æ) Birgitta Jónsdóttir, (P) Katrín Júlíusdóttir, (S) Ólína Kjerúlf Þórðardóttir, (S) Árni Páll Árnason, (S) Elsa Lára Arnardóttir, (B) Líneik Anna Sævarsdóttir, (B) Karl Garðarsson, (B) Páll Valur Björnsson, (A) Steinunn Þóra Árnadóttir, (V) Helgi Hjörvar, (S) Róbert Marshall, (A) Birgir Ármansson, (B) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, (V) Steingrímur J. Sigfússon, (V) Silja Dögg Gunnarsdóttir, (B) Kristján L. Möller, (S) Unnur Brá Konráðsdóttir, (D) Tengdar fréttir Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata hefur skrifað opið bréf til þingmanna pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar þar í landi sem gerir fóstureyðingar ólöglegar og gengur þannig gróflega gegn mannréttindum. Mikil mótmæli hafa geysað meðal Pólverja í dag vegna frumvarpsins en Íslendingar sýndu Pólverjum samstöðu með mótmælum á Austurvelli í dag. Þrjátíu þingmenn hafa þegar skrifað undir bréfið og koma þeir úr öllum flokkum á Alþingi. Í tilkynningu frá Pírötum segir að fleiri undirskriftir eigi mögulega eftir að bætast við. Í bréfinu eru þingmenn í Póllandi hvattir til þess að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, kvenréttindi og jafnrétti til heibrigðisþjónustu, þar með talið skipulags á fjölskylduhögum. Íslensku þingmennirnir lýsa í bréfinu þungum áhyggjum af lagafrumvarpinu og skora á pólska þingmenn að afturkalla það. „Við viljum minna pólska þingið á hina sameiginlegu alþjóðlegu ábyrgð og skyldu sem bæði Ísland og Pólland bera til þess að útrýma öllu misrétti gagnvart konum,“ segir meðal annars í bréfinu. „...við höfum hug á því að koma á framfæri viðhorfum okkar þess efnis að öruggar fóstureyðingar eru nauðsynlegur þáttur í rétti kvenna til andlegs og líkamlegs sjálfræðis,“ segir enn fremur. Þeir þingmenn sem undirrituðu bréfið voru: Ásta Guðrún Helgadóttir, (P) Svandís Svavarsdóttir, (V) Oddný Harðardóttir, (S) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, (S) Guðmundur Steingrímsson, (A) Björt Ólafsdóttir, (A) Brynhildur Pétursdóttir, (A) Ögmundur Jónasson, (V) Jóhanna María Sigmundsdóttir, (B) Össur Skarphéðinsson, (S) Helgi Hrafn Gunnarsson, (P) Katrín Jakobsdóttir, (V) Óttarr Proppé, (Æ) Birgitta Jónsdóttir, (P) Katrín Júlíusdóttir, (S) Ólína Kjerúlf Þórðardóttir, (S) Árni Páll Árnason, (S) Elsa Lára Arnardóttir, (B) Líneik Anna Sævarsdóttir, (B) Karl Garðarsson, (B) Páll Valur Björnsson, (A) Steinunn Þóra Árnadóttir, (V) Helgi Hjörvar, (S) Róbert Marshall, (A) Birgir Ármansson, (B) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, (V) Steingrímur J. Sigfússon, (V) Silja Dögg Gunnarsdóttir, (B) Kristján L. Möller, (S) Unnur Brá Konráðsdóttir, (D)
Tengdar fréttir Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13