Rally-aksturinn er skemmtilegt fjölskylduáhugamál Sara McMahon skrifar 24. september 2016 10:00 Árdís Telma Jóhannesdóttir ásamt vinkonum sínum eftir síðustu keppni. Þar hafnaði hún í fjórða sæti. Mynd/Aðsend Rally og rallycross hafa verið fjölskylduhobbí hjá okkur í mörg ár. Ég keppi í rallycross en foreldrar mínir, eldri bróðir, frænka og föðurbróðir keppa í rally,“ segir Árdís Telma Jóhannesdóttir, sextán ára rallycross ökumaður úr Hafnarfirðinum. Hún tók þátt í rallycross-keppni um síðustu helgi og hafnaði í fjórða sæti. Árdís Telma hefur æft íþróttina í um ár og keppir í unglingaflokki, en í þeim flokki þarf keppandi hafa náð 15 ára aldri. Við 17 ára aldur er keppandi ekki lengur löglegur í unglingaflokki en má þá keppa í fullorðinsflokki. Í rallycross er ekið á lokaðri braut sem er bæði með bundnu slitlagi og möl og keyra nokkrir í einu. Sá sigrar sem fyrstur kemur í mark. Í rally er aftur á móti keyrt á vegum, aðstoðarökumaður er með í bílnum sem les leiðina fyrir ökumanninn og besti tíminn sker úr um sigurvegara.Árdís Telma að keppni lokinni. Bíllinn er af gerðinni Honda Civic og hefur verið í eigu Árdísar Telmu í um ár.Aðspurð segir hún hraðann og útrásina vera það skemmtilegasta við sportið, en tekur fram að það sé margt nytsamlegt sem lærist líka. „Við keyrum bæði á malarvegi og malbiki og maður lærir að hafa stjórn á bílnum við alls konar aðstæður, eins og í mikilli rigningu og bleytu. Ég var til dæmis ekkert stressuð þegar ég fór í fyrsta ökutímann minn því ég kann á bíla og hef tilfinningu fyrir þeim og það veitir mér öryggi. Svo er líka bara gaman að keyra hratt og fá útrás,“ segir hún og bætir við: „Það er líka gaman að eiga áhugamál með fjölskyldunni. Þegar bróðir minn keppir þá fer öll fjölskyldan saman til að horfa og aðstoða sem er mjög skemmtilegt. Eini gallinn er að við tölum auðvitað eiginlega bara um bíla.“ Hún segir vinkonur sínar sýna áhugamálinu mikla athygli og að þær mæti gjarnan á keppnir til að hvetja hana áfram. „Þeim finnst þetta svolítið spennandi og koma á keppnir þegar þær geta. Þegar ég segi fólki frá því að ég keppi í rallycross þá verður það oftast hissa en finnst það líka spennandi.“ Árdís Telma fyllir 17 ár á næsta ári og verður þá gjaldgeng í fullorðinsflokk. Hún segir samkeppnina í þeim flokki harða enda mikið um eldri og vanari ökumenn, eins og bróður hennar. Hún hlakkar þó til að fá að keppa við hann og foreldra sína. „Það stendur til að við keyrum öll á okkar bíl í rallinu á næsta ári. Bróðir minn er samt langbestur af okkur og í þessu til að vinna,“ segir hún að lokum. Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Rally og rallycross hafa verið fjölskylduhobbí hjá okkur í mörg ár. Ég keppi í rallycross en foreldrar mínir, eldri bróðir, frænka og föðurbróðir keppa í rally,“ segir Árdís Telma Jóhannesdóttir, sextán ára rallycross ökumaður úr Hafnarfirðinum. Hún tók þátt í rallycross-keppni um síðustu helgi og hafnaði í fjórða sæti. Árdís Telma hefur æft íþróttina í um ár og keppir í unglingaflokki, en í þeim flokki þarf keppandi hafa náð 15 ára aldri. Við 17 ára aldur er keppandi ekki lengur löglegur í unglingaflokki en má þá keppa í fullorðinsflokki. Í rallycross er ekið á lokaðri braut sem er bæði með bundnu slitlagi og möl og keyra nokkrir í einu. Sá sigrar sem fyrstur kemur í mark. Í rally er aftur á móti keyrt á vegum, aðstoðarökumaður er með í bílnum sem les leiðina fyrir ökumanninn og besti tíminn sker úr um sigurvegara.Árdís Telma að keppni lokinni. Bíllinn er af gerðinni Honda Civic og hefur verið í eigu Árdísar Telmu í um ár.Aðspurð segir hún hraðann og útrásina vera það skemmtilegasta við sportið, en tekur fram að það sé margt nytsamlegt sem lærist líka. „Við keyrum bæði á malarvegi og malbiki og maður lærir að hafa stjórn á bílnum við alls konar aðstæður, eins og í mikilli rigningu og bleytu. Ég var til dæmis ekkert stressuð þegar ég fór í fyrsta ökutímann minn því ég kann á bíla og hef tilfinningu fyrir þeim og það veitir mér öryggi. Svo er líka bara gaman að keyra hratt og fá útrás,“ segir hún og bætir við: „Það er líka gaman að eiga áhugamál með fjölskyldunni. Þegar bróðir minn keppir þá fer öll fjölskyldan saman til að horfa og aðstoða sem er mjög skemmtilegt. Eini gallinn er að við tölum auðvitað eiginlega bara um bíla.“ Hún segir vinkonur sínar sýna áhugamálinu mikla athygli og að þær mæti gjarnan á keppnir til að hvetja hana áfram. „Þeim finnst þetta svolítið spennandi og koma á keppnir þegar þær geta. Þegar ég segi fólki frá því að ég keppi í rallycross þá verður það oftast hissa en finnst það líka spennandi.“ Árdís Telma fyllir 17 ár á næsta ári og verður þá gjaldgeng í fullorðinsflokk. Hún segir samkeppnina í þeim flokki harða enda mikið um eldri og vanari ökumenn, eins og bróður hennar. Hún hlakkar þó til að fá að keppa við hann og foreldra sína. „Það stendur til að við keyrum öll á okkar bíl í rallinu á næsta ári. Bróðir minn er samt langbestur af okkur og í þessu til að vinna,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira