Rally-aksturinn er skemmtilegt fjölskylduáhugamál Sara McMahon skrifar 24. september 2016 10:00 Árdís Telma Jóhannesdóttir ásamt vinkonum sínum eftir síðustu keppni. Þar hafnaði hún í fjórða sæti. Mynd/Aðsend Rally og rallycross hafa verið fjölskylduhobbí hjá okkur í mörg ár. Ég keppi í rallycross en foreldrar mínir, eldri bróðir, frænka og föðurbróðir keppa í rally,“ segir Árdís Telma Jóhannesdóttir, sextán ára rallycross ökumaður úr Hafnarfirðinum. Hún tók þátt í rallycross-keppni um síðustu helgi og hafnaði í fjórða sæti. Árdís Telma hefur æft íþróttina í um ár og keppir í unglingaflokki, en í þeim flokki þarf keppandi hafa náð 15 ára aldri. Við 17 ára aldur er keppandi ekki lengur löglegur í unglingaflokki en má þá keppa í fullorðinsflokki. Í rallycross er ekið á lokaðri braut sem er bæði með bundnu slitlagi og möl og keyra nokkrir í einu. Sá sigrar sem fyrstur kemur í mark. Í rally er aftur á móti keyrt á vegum, aðstoðarökumaður er með í bílnum sem les leiðina fyrir ökumanninn og besti tíminn sker úr um sigurvegara.Árdís Telma að keppni lokinni. Bíllinn er af gerðinni Honda Civic og hefur verið í eigu Árdísar Telmu í um ár.Aðspurð segir hún hraðann og útrásina vera það skemmtilegasta við sportið, en tekur fram að það sé margt nytsamlegt sem lærist líka. „Við keyrum bæði á malarvegi og malbiki og maður lærir að hafa stjórn á bílnum við alls konar aðstæður, eins og í mikilli rigningu og bleytu. Ég var til dæmis ekkert stressuð þegar ég fór í fyrsta ökutímann minn því ég kann á bíla og hef tilfinningu fyrir þeim og það veitir mér öryggi. Svo er líka bara gaman að keyra hratt og fá útrás,“ segir hún og bætir við: „Það er líka gaman að eiga áhugamál með fjölskyldunni. Þegar bróðir minn keppir þá fer öll fjölskyldan saman til að horfa og aðstoða sem er mjög skemmtilegt. Eini gallinn er að við tölum auðvitað eiginlega bara um bíla.“ Hún segir vinkonur sínar sýna áhugamálinu mikla athygli og að þær mæti gjarnan á keppnir til að hvetja hana áfram. „Þeim finnst þetta svolítið spennandi og koma á keppnir þegar þær geta. Þegar ég segi fólki frá því að ég keppi í rallycross þá verður það oftast hissa en finnst það líka spennandi.“ Árdís Telma fyllir 17 ár á næsta ári og verður þá gjaldgeng í fullorðinsflokk. Hún segir samkeppnina í þeim flokki harða enda mikið um eldri og vanari ökumenn, eins og bróður hennar. Hún hlakkar þó til að fá að keppa við hann og foreldra sína. „Það stendur til að við keyrum öll á okkar bíl í rallinu á næsta ári. Bróðir minn er samt langbestur af okkur og í þessu til að vinna,“ segir hún að lokum. Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Rally og rallycross hafa verið fjölskylduhobbí hjá okkur í mörg ár. Ég keppi í rallycross en foreldrar mínir, eldri bróðir, frænka og föðurbróðir keppa í rally,“ segir Árdís Telma Jóhannesdóttir, sextán ára rallycross ökumaður úr Hafnarfirðinum. Hún tók þátt í rallycross-keppni um síðustu helgi og hafnaði í fjórða sæti. Árdís Telma hefur æft íþróttina í um ár og keppir í unglingaflokki, en í þeim flokki þarf keppandi hafa náð 15 ára aldri. Við 17 ára aldur er keppandi ekki lengur löglegur í unglingaflokki en má þá keppa í fullorðinsflokki. Í rallycross er ekið á lokaðri braut sem er bæði með bundnu slitlagi og möl og keyra nokkrir í einu. Sá sigrar sem fyrstur kemur í mark. Í rally er aftur á móti keyrt á vegum, aðstoðarökumaður er með í bílnum sem les leiðina fyrir ökumanninn og besti tíminn sker úr um sigurvegara.Árdís Telma að keppni lokinni. Bíllinn er af gerðinni Honda Civic og hefur verið í eigu Árdísar Telmu í um ár.Aðspurð segir hún hraðann og útrásina vera það skemmtilegasta við sportið, en tekur fram að það sé margt nytsamlegt sem lærist líka. „Við keyrum bæði á malarvegi og malbiki og maður lærir að hafa stjórn á bílnum við alls konar aðstæður, eins og í mikilli rigningu og bleytu. Ég var til dæmis ekkert stressuð þegar ég fór í fyrsta ökutímann minn því ég kann á bíla og hef tilfinningu fyrir þeim og það veitir mér öryggi. Svo er líka bara gaman að keyra hratt og fá útrás,“ segir hún og bætir við: „Það er líka gaman að eiga áhugamál með fjölskyldunni. Þegar bróðir minn keppir þá fer öll fjölskyldan saman til að horfa og aðstoða sem er mjög skemmtilegt. Eini gallinn er að við tölum auðvitað eiginlega bara um bíla.“ Hún segir vinkonur sínar sýna áhugamálinu mikla athygli og að þær mæti gjarnan á keppnir til að hvetja hana áfram. „Þeim finnst þetta svolítið spennandi og koma á keppnir þegar þær geta. Þegar ég segi fólki frá því að ég keppi í rallycross þá verður það oftast hissa en finnst það líka spennandi.“ Árdís Telma fyllir 17 ár á næsta ári og verður þá gjaldgeng í fullorðinsflokk. Hún segir samkeppnina í þeim flokki harða enda mikið um eldri og vanari ökumenn, eins og bróður hennar. Hún hlakkar þó til að fá að keppa við hann og foreldra sína. „Það stendur til að við keyrum öll á okkar bíl í rallinu á næsta ári. Bróðir minn er samt langbestur af okkur og í þessu til að vinna,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira