Skrifuðu undir samkomulag í umboðsleysi Höskuldur Kári Schram skrifar 20. september 2016 18:45 vísir/vilhelm Fimm stéttarfélög opinberra starfsmanna gagnrýna samkomulag sem undirritað var í gær um jöfnun lífeyrisréttinda. Félag hjúkrunarfræðinga telur að skrifaði hafi verið undir samkomulagið í umboðsleysi og hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra vegna málsins. Samkomulagið felur í veigamiklar breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna en markmiðið er að samræma þau kerfi sem nú eru í gangi hér á landi. Stéttarfélög lögreglumanna, tollvarða, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og sjúkraliða hafa gert athugasemdir við samkomulagið og nú síðasta Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist í fréttum Stöðvar tvö í gær óttast að eftirgjöf á lífeyrisréttindum muni ekki skila sér í hækkun launa líkt og stefnt er að í samkomulaginu. Hjúkrunarfræðingar taka undir þetta og gagnrýna ennfremur samráðsleysi við gerð samkomulagsins. „En það eru greinilega margir sem halda að við séum í BHM. Við vorum það fyrir sjö árum en erum það ekki lengur. Í dag erum við með rúmlega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga sem starfa á vegum ríkisins og það að við séum ekki í aðildarfélagi gefur ekki öðrum eða ríkinu rétt til þess að tala ekki við okkur um kjara-, launa- eða lífeyrismál,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir starfandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún segir að þeir sem skrifuðu undir samkomulagið í gær hafi ekki haft umboð frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Þannig að við lítum svo á að við séum ekki hluti af þessu samkomulagi,“ segir Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar hafa óskað eftir fundi með fjármálaráðherra vegna málsins. „Við erum með stærsta fagstéttarfélagið í heilbrigðisgeiranum. Þannig að það er mjög ankanalegt að við séum ekki höfð með í ráðum um eitthvað sem snertir okkar félagsmenn svona mikið,“ segir Guðbjörg. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Fimm stéttarfélög opinberra starfsmanna gagnrýna samkomulag sem undirritað var í gær um jöfnun lífeyrisréttinda. Félag hjúkrunarfræðinga telur að skrifaði hafi verið undir samkomulagið í umboðsleysi og hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra vegna málsins. Samkomulagið felur í veigamiklar breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna en markmiðið er að samræma þau kerfi sem nú eru í gangi hér á landi. Stéttarfélög lögreglumanna, tollvarða, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og sjúkraliða hafa gert athugasemdir við samkomulagið og nú síðasta Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist í fréttum Stöðvar tvö í gær óttast að eftirgjöf á lífeyrisréttindum muni ekki skila sér í hækkun launa líkt og stefnt er að í samkomulaginu. Hjúkrunarfræðingar taka undir þetta og gagnrýna ennfremur samráðsleysi við gerð samkomulagsins. „En það eru greinilega margir sem halda að við séum í BHM. Við vorum það fyrir sjö árum en erum það ekki lengur. Í dag erum við með rúmlega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga sem starfa á vegum ríkisins og það að við séum ekki í aðildarfélagi gefur ekki öðrum eða ríkinu rétt til þess að tala ekki við okkur um kjara-, launa- eða lífeyrismál,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir starfandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún segir að þeir sem skrifuðu undir samkomulagið í gær hafi ekki haft umboð frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Þannig að við lítum svo á að við séum ekki hluti af þessu samkomulagi,“ segir Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar hafa óskað eftir fundi með fjármálaráðherra vegna málsins. „Við erum með stærsta fagstéttarfélagið í heilbrigðisgeiranum. Þannig að það er mjög ankanalegt að við séum ekki höfð með í ráðum um eitthvað sem snertir okkar félagsmenn svona mikið,“ segir Guðbjörg.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira