Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 08:45 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, segir það ekki hafa freistað sín að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Bjarni hafði samband við Benedikt í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. Hann segir það hafa legið í orðum Bjarna að hann væri einungis að bjóða Viðreisn að ganga í samstarf, en ekki Bjartri framtíð sem Viðreisn hefur verið í bandalagi með í stjórnarmyndunarviðræðum. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við vorum í annars konar spjalli við Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma og náttúrulega vel þekkt að við höfum verið í bandalagi við Bjarta framtíð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Daginn áður höfðu Benedikt og Bjarni fundað ásamt Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, um mögulegt samstarf flokkanna þriggja. Benedikt segir það ekki hafa freistað að ganga úr bandalaginu við Bjarta framtíð til að taka þátt í ríkisstjórn með sitjandi ríkisstjórnarflokkum. „Það freistaði ekki, enda væri það mjög úr karakter að vera í einum viðræðum og fara svo að samþykkja þátttöku í allt öðru mynstri.“ Hann segist enn standa við það að Viðreisn fari ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.Sjá einnig: Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við SjálfstæðisflokkinnBenedikt segir jafnframt að flokkurinn muni halda í bandalag sitt við Bjarta framtíð. Hann slær þó ekki út af borðinu að Viðreisn og Björt framtíð ræði við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn, en Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson funduðu í gær um mögulegt samstarf flokkanna tveggja. „Við höfum sagt það að við munum halda þessu bandalagi við Bjarta framtíð. Svo þarf náttúrulega alltaf að fara yfir á hvaða forsendum það er. En við værum alveg til í að spjalla við þau.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43 Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Katrín Jakobsdóttir er ekki stressuð yfir því að ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, rúmum mánuði eftir kosningar. 29. nóvember 2016 13:18 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, segir það ekki hafa freistað sín að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Bjarni hafði samband við Benedikt í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. Hann segir það hafa legið í orðum Bjarna að hann væri einungis að bjóða Viðreisn að ganga í samstarf, en ekki Bjartri framtíð sem Viðreisn hefur verið í bandalagi með í stjórnarmyndunarviðræðum. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við vorum í annars konar spjalli við Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma og náttúrulega vel þekkt að við höfum verið í bandalagi við Bjarta framtíð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Daginn áður höfðu Benedikt og Bjarni fundað ásamt Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, um mögulegt samstarf flokkanna þriggja. Benedikt segir það ekki hafa freistað að ganga úr bandalaginu við Bjarta framtíð til að taka þátt í ríkisstjórn með sitjandi ríkisstjórnarflokkum. „Það freistaði ekki, enda væri það mjög úr karakter að vera í einum viðræðum og fara svo að samþykkja þátttöku í allt öðru mynstri.“ Hann segist enn standa við það að Viðreisn fari ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.Sjá einnig: Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við SjálfstæðisflokkinnBenedikt segir jafnframt að flokkurinn muni halda í bandalag sitt við Bjarta framtíð. Hann slær þó ekki út af borðinu að Viðreisn og Björt framtíð ræði við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn, en Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson funduðu í gær um mögulegt samstarf flokkanna tveggja. „Við höfum sagt það að við munum halda þessu bandalagi við Bjarta framtíð. Svo þarf náttúrulega alltaf að fara yfir á hvaða forsendum það er. En við værum alveg til í að spjalla við þau.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43 Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Katrín Jakobsdóttir er ekki stressuð yfir því að ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, rúmum mánuði eftir kosningar. 29. nóvember 2016 13:18 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43
Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16
Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Katrín Jakobsdóttir er ekki stressuð yfir því að ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, rúmum mánuði eftir kosningar. 29. nóvember 2016 13:18