Kári Árna: Að fá á sig vítið það besta sem gat gerst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2016 21:59 Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason fagna sigrinum á Englendingum í kvöld. Vísir/Getty Kári Árnason, miðvörður íslenska liðsins, var afar ánægður með spilamennsku liðsins í kvöld. Hann þakkaði vítinu sem Englendingar skoruðu úr snemma leiks fyrir það. „Eftir á að hyggja var þetta það besta sem gat gerst. Okkur óx fiskur um hrygg þegar við fáum vítið á okkur, þurfum að gefa aðeins í þetta og spiluðum af meira frelsi. Jöfnuðum strax sem var frábært. Þá var þetta game on. Svo eigum við bestu sókn mótisns þegar Kolli skorar,“ sagði Kári.Átta leikmenn Íslands komu við boltnan í aðdraganda marksins þar sem níu sendingar fóru á milli manna áður en Kolbeinn sendi boltann framhjá Joe Hart. Þvílík stund.„Svo var þetta bara nokkuð safe. Við héldum þeim frá því að skapa sénsa,“ sagði Kári og hrósaði liðsfélaga sínum í hjarta varnarinnar. Það væri ólýsanlegt að spila við hlið hans„Raggi er náttúrulega að mínu mati eins besti miðvörður í Evrópu. Hann er með allt sem til þarf. Stór, fljótur og góðu í loftinu, teknískur og það er heiður fyrir mig að spila með honum.“Kári minntist á að það hefði verið mikið til nauðvörn hingað til í leikjum Íslands, en ekki í kvöld. „Nú fannst mér liðið verjast betur og við (Ragnar) gerum það sem við eigum að gera. Sjá um það sem kemur inn á teiginn. Við bökkuðum hvorn annan fullkomlega upp í þessum leik.“Pétur Marteinsson hjá Símanum spurði Kára hvort íslenska liðið ætti séns í framhaldinu.„Já, séns á hverju? Við tökum bara einn leik í einu og erum ekkert að fara fram úr okkur að ætla að vinna þetta mót. Við ætlum að vinna Frakkland. Það verður erfitt en ef við getum unnið England getum við unnið Frakkland.“ Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska liðsins, var afar ánægður með spilamennsku liðsins í kvöld. Hann þakkaði vítinu sem Englendingar skoruðu úr snemma leiks fyrir það. „Eftir á að hyggja var þetta það besta sem gat gerst. Okkur óx fiskur um hrygg þegar við fáum vítið á okkur, þurfum að gefa aðeins í þetta og spiluðum af meira frelsi. Jöfnuðum strax sem var frábært. Þá var þetta game on. Svo eigum við bestu sókn mótisns þegar Kolli skorar,“ sagði Kári.Átta leikmenn Íslands komu við boltnan í aðdraganda marksins þar sem níu sendingar fóru á milli manna áður en Kolbeinn sendi boltann framhjá Joe Hart. Þvílík stund.„Svo var þetta bara nokkuð safe. Við héldum þeim frá því að skapa sénsa,“ sagði Kári og hrósaði liðsfélaga sínum í hjarta varnarinnar. Það væri ólýsanlegt að spila við hlið hans„Raggi er náttúrulega að mínu mati eins besti miðvörður í Evrópu. Hann er með allt sem til þarf. Stór, fljótur og góðu í loftinu, teknískur og það er heiður fyrir mig að spila með honum.“Kári minntist á að það hefði verið mikið til nauðvörn hingað til í leikjum Íslands, en ekki í kvöld. „Nú fannst mér liðið verjast betur og við (Ragnar) gerum það sem við eigum að gera. Sjá um það sem kemur inn á teiginn. Við bökkuðum hvorn annan fullkomlega upp í þessum leik.“Pétur Marteinsson hjá Símanum spurði Kára hvort íslenska liðið ætti séns í framhaldinu.„Já, séns á hverju? Við tökum bara einn leik í einu og erum ekkert að fara fram úr okkur að ætla að vinna þetta mót. Við ætlum að vinna Frakkland. Það verður erfitt en ef við getum unnið England getum við unnið Frakkland.“
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira