Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. janúar 2016 16:30 Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur sem fengið hafa hæli hér á landi koma til landsins á morgun. Sjálfboðaliðar hafa undanfarnar vikur unnið að því að undirbúa komu þeirra, svo allt gangi sem best fyrir sig.Þórir Guðmundsson.Upphaflega stóð til að Sýrlendingarnir kæmu hingað fyrir áramót en komu þeirra seinkaði. Flóttafólkið hóf í desember námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar þar sem markmiðið var að undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem framundan eru og hvers þau mega vænta við búsetu í nýju landi. Rauði krossinn á Íslandi kemur að móttöku flóttafólksins í hverju sveitarfélagi. „Staðan er sú að við erum að undirbúa okkur af fullu kappi,“ segir Þórir Guðmundsson deildarstjóri Rauða krossins. „Á vegum Rauða krossins eru fjölskyldur sem munu vera stuðningsfjölskyldur fyrir flóttafólk. Þær hafa farið á námskeið og eru að setja sig í stellingar við að hjálpa þeim með aðlögun að íslensku samfélagi. Þá er sömuleiðis verið að undirbúa íbúðir þannig að þegar það kemur eftir langa og stranga ferð frá Líbanon þá gengur það beint inn í heimilislegar fullbúnar íbúðir.“ Hver flóttamannafjölskylda verður tengd við þrjár íslenskar fjölskyldur við komuna til landsins og er hugmyndin sú að mynda þannig félagslegt stuðningsnet í aðlögunarferlinu. Fólk á vegum innanríkisráðuneytisins fylgir fólkinu heim og fulltrúar Rauða krossins taka svo á móti þeim í Leifsstöð. „Það er greinilega mikill hugur í landsmönnum og þá sérstaklega í þeim sem gerðust sjálfboðaliðar Rauða krossins til að takast á við þetta mikla verkefni að taka á móti þeim sem stuðningsfjölskyldur,“ segir Þórir. Fjórar af fjölskyldunum sex munu setjast að á Akureyri og tvær í Kópavogi. Þrjár fjölskyldur til viðbótar sem höfðu lýsta áhuga á því að setjast að á Íslandi hættu við að koma. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu segir að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi í samvinnu við íslensk stjórnvöld undirbúið kom hóps í stað þeirra sem komust ekki. Von er á þeim hópi innan fárra vikna og mun fólkið setjast að í Hafnarfirði og Kópavogi. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur sem fengið hafa hæli hér á landi koma til landsins á morgun. Sjálfboðaliðar hafa undanfarnar vikur unnið að því að undirbúa komu þeirra, svo allt gangi sem best fyrir sig.Þórir Guðmundsson.Upphaflega stóð til að Sýrlendingarnir kæmu hingað fyrir áramót en komu þeirra seinkaði. Flóttafólkið hóf í desember námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar þar sem markmiðið var að undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem framundan eru og hvers þau mega vænta við búsetu í nýju landi. Rauði krossinn á Íslandi kemur að móttöku flóttafólksins í hverju sveitarfélagi. „Staðan er sú að við erum að undirbúa okkur af fullu kappi,“ segir Þórir Guðmundsson deildarstjóri Rauða krossins. „Á vegum Rauða krossins eru fjölskyldur sem munu vera stuðningsfjölskyldur fyrir flóttafólk. Þær hafa farið á námskeið og eru að setja sig í stellingar við að hjálpa þeim með aðlögun að íslensku samfélagi. Þá er sömuleiðis verið að undirbúa íbúðir þannig að þegar það kemur eftir langa og stranga ferð frá Líbanon þá gengur það beint inn í heimilislegar fullbúnar íbúðir.“ Hver flóttamannafjölskylda verður tengd við þrjár íslenskar fjölskyldur við komuna til landsins og er hugmyndin sú að mynda þannig félagslegt stuðningsnet í aðlögunarferlinu. Fólk á vegum innanríkisráðuneytisins fylgir fólkinu heim og fulltrúar Rauða krossins taka svo á móti þeim í Leifsstöð. „Það er greinilega mikill hugur í landsmönnum og þá sérstaklega í þeim sem gerðust sjálfboðaliðar Rauða krossins til að takast á við þetta mikla verkefni að taka á móti þeim sem stuðningsfjölskyldur,“ segir Þórir. Fjórar af fjölskyldunum sex munu setjast að á Akureyri og tvær í Kópavogi. Þrjár fjölskyldur til viðbótar sem höfðu lýsta áhuga á því að setjast að á Íslandi hættu við að koma. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu segir að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi í samvinnu við íslensk stjórnvöld undirbúið kom hóps í stað þeirra sem komust ekki. Von er á þeim hópi innan fárra vikna og mun fólkið setjast að í Hafnarfirði og Kópavogi.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00
Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45