Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Albert Guðmundsson Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki hafa haldið því fram á Sprengisandi að Hagar hafi haft aðkomu að áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar. Kári segist hafa rekist á þingmann Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn í Kringlunni og átt við hann samtal um frumvarpið. „Ég spurði hann hvort það væri virkilega svo að allur þingflokkurinn ætlaði að greiða með þessu heimskulega frumvarpi,“ segir Kári. „Þá sagði hann: „Nei, nei, ég hef ekki tekið afstöðu með þessu frumvarpi, þess utan voru það Hagar sem skrifuðu þetta frumvarp en ekki Vilhjálmur.“ Kári segir það ekki rétt líkt og komið hafi fram í fjölmiðlum að hann tryði þessari kenningu. „Ein af þeim ástæðum að ég gaf þessari kenningu þá virðingu mína að minnast á hana er sú að fleiri höfðu haldið þessu fram á þingi og Vilhjálmur fékk tækifæri til að svara þessu og hann gerði það ágætlega,“ segir hann. Kári segir kenninguna um Haga ekki röksemdir gegn frumvarpinu. „Hins vegar er það sem skiptir máli, að ef þetta frumvarp verður að lögum eykur það áfengisneyslu í íslensku samfélagi sem við höfum ekki efni á.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi fjölmiðlum fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að Hagar hefðu ekki komið nálægt gerð frumvarpsins. Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, undrast orð þessa þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er allt í góðu að fólk hafi sínar skoðanir á þessu en það er ótækt að þarna sé einhver starfsbróðir Vilhjálms að draga heilindi hans í efa, að vera á mála hjá einhverjum aðilum og koma hagsmunum þeirra á framfæri,“ segir Albert. Albert segir að þingmaðurinn sem um ræðir eigi að gera grein fyrir sér. „Ef hann er ósammála frumvarpinu þá viljum við endilega heyra hans sjónarmið og vita hvort það séu skiptar skoðanir í þingflokknum. Annars held ég nú að þingflokkurinn styðji þetta frumvarp heils hugar,“ segir hann.Kári Stefánsson segir frumvarpið koma til með að valda skaða sem við höfum ekki efni á.Fréttablaðið/GVAVilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var einnig gestur í Sprengisandi og sagði sjálfan sig hafa samið frumvarpið ásamt nefndarritara Alþingis. Hann segir að fólk sem grípi til röksemdar af þeim toga sem kenningin um Haga er sé það orðið rökþrota í málinu. Hann vonast til að frumvarpið komist aftur á dagskrá þingsins en hann telur málið eiga lýðræðislega heimtingu á að komast í atkvæðagreiðslu. „Frumvarpið er fullrætt. það hefur fengið umræðu á tveimur þingum í röð og hefur fengið meiri umræðu en losun fjármagnshafta í hvort skipti. Fyrst að það er orðið fullrætt og öll sjónarmið komin fram hlýtur það að vera lýðræðisleg krafa að málið fari í atkvæðagreiðslu,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki hafa haldið því fram á Sprengisandi að Hagar hafi haft aðkomu að áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar. Kári segist hafa rekist á þingmann Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn í Kringlunni og átt við hann samtal um frumvarpið. „Ég spurði hann hvort það væri virkilega svo að allur þingflokkurinn ætlaði að greiða með þessu heimskulega frumvarpi,“ segir Kári. „Þá sagði hann: „Nei, nei, ég hef ekki tekið afstöðu með þessu frumvarpi, þess utan voru það Hagar sem skrifuðu þetta frumvarp en ekki Vilhjálmur.“ Kári segir það ekki rétt líkt og komið hafi fram í fjölmiðlum að hann tryði þessari kenningu. „Ein af þeim ástæðum að ég gaf þessari kenningu þá virðingu mína að minnast á hana er sú að fleiri höfðu haldið þessu fram á þingi og Vilhjálmur fékk tækifæri til að svara þessu og hann gerði það ágætlega,“ segir hann. Kári segir kenninguna um Haga ekki röksemdir gegn frumvarpinu. „Hins vegar er það sem skiptir máli, að ef þetta frumvarp verður að lögum eykur það áfengisneyslu í íslensku samfélagi sem við höfum ekki efni á.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi fjölmiðlum fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að Hagar hefðu ekki komið nálægt gerð frumvarpsins. Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, undrast orð þessa þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er allt í góðu að fólk hafi sínar skoðanir á þessu en það er ótækt að þarna sé einhver starfsbróðir Vilhjálms að draga heilindi hans í efa, að vera á mála hjá einhverjum aðilum og koma hagsmunum þeirra á framfæri,“ segir Albert. Albert segir að þingmaðurinn sem um ræðir eigi að gera grein fyrir sér. „Ef hann er ósammála frumvarpinu þá viljum við endilega heyra hans sjónarmið og vita hvort það séu skiptar skoðanir í þingflokknum. Annars held ég nú að þingflokkurinn styðji þetta frumvarp heils hugar,“ segir hann.Kári Stefánsson segir frumvarpið koma til með að valda skaða sem við höfum ekki efni á.Fréttablaðið/GVAVilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var einnig gestur í Sprengisandi og sagði sjálfan sig hafa samið frumvarpið ásamt nefndarritara Alþingis. Hann segir að fólk sem grípi til röksemdar af þeim toga sem kenningin um Haga er sé það orðið rökþrota í málinu. Hann vonast til að frumvarpið komist aftur á dagskrá þingsins en hann telur málið eiga lýðræðislega heimtingu á að komast í atkvæðagreiðslu. „Frumvarpið er fullrætt. það hefur fengið umræðu á tveimur þingum í röð og hefur fengið meiri umræðu en losun fjármagnshafta í hvort skipti. Fyrst að það er orðið fullrætt og öll sjónarmið komin fram hlýtur það að vera lýðræðisleg krafa að málið fari í atkvæðagreiðslu,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira