Almenningur fái að segja hug sinn til stjórnarinnar í kosningum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. mars 2016 18:16 Birgitta Jónsdóttir. vísir/valli „Mér heyrist á Sigmundi Davíð að hann kalli á að vantrauststillaga verði lögð fram því hann telur verk sín svo góð. Úr því að verkin eru svo framúrskarandi þá ætti að vera leikur einn fyrir hann að endurnýja stuðning sinn í almennum kosningum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kímin í samtali við Vísi. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funduðu í dag í ljósi þess sem fram hefur komið á síðustu dögum. Formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna auk varaformanns Sjálfstæðisflokksins tengjast aflandsfélögum og einnig hefur komið á daginn að eiginkona forsætisráðherra átti hundruða milljóna kröfu í slitabú föllnu bankanna. „Á fundinum undirbjuggum við fyrstu viðbrögð fyrir þingfund á mánudaginn. Það fyrsta sem stefnt er að er að boða til opins fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og helst að boða umboðsmann Alþingis á hann,“ segir Birgitta. Hún segir vert að hafa í huga að sé tillaga um vantraust lögð fram þá geti það haft áhrif á umboðsmann Alþingis og þær rannsóknir sem hann getur lagst í. „Við komum okkur saman um á fundinum að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof sem ráðherra verður að framkvæma fáist tillagan samþykkt.“ Þingmaðurinn segir að mikil óánægja sé í samfélaginu og krafan um kosningar og afsögn forsætisráðherra sé hávær. Til að mynda hafi verið boðað til mótmæla þegar þingið kemur saman á ný eftir páskafrí. „Okkur er algjörlega misboðið og við finnum fyrir miklum þrýstingi um að bregðast við. Við teljum þingrofsverkfærið það besta í stöðunni því með því móti fær almenningur að segja hug sinn í almennum kosningum.“ „Framundan er afnám hafta og það hefur verið mikið rætt um einkavæðingu banka ríkisins. Það er einfaldlega algerlega óboðlegt að þetta fólk, sem fer fyrir þessari ríkisstjórn, fái að koma að því ferli eftir það sem hefur komið í ljós síðustu daga,“ segir Birgitta að lokum. Tengdar fréttir 300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Mér heyrist á Sigmundi Davíð að hann kalli á að vantrauststillaga verði lögð fram því hann telur verk sín svo góð. Úr því að verkin eru svo framúrskarandi þá ætti að vera leikur einn fyrir hann að endurnýja stuðning sinn í almennum kosningum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kímin í samtali við Vísi. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funduðu í dag í ljósi þess sem fram hefur komið á síðustu dögum. Formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna auk varaformanns Sjálfstæðisflokksins tengjast aflandsfélögum og einnig hefur komið á daginn að eiginkona forsætisráðherra átti hundruða milljóna kröfu í slitabú föllnu bankanna. „Á fundinum undirbjuggum við fyrstu viðbrögð fyrir þingfund á mánudaginn. Það fyrsta sem stefnt er að er að boða til opins fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og helst að boða umboðsmann Alþingis á hann,“ segir Birgitta. Hún segir vert að hafa í huga að sé tillaga um vantraust lögð fram þá geti það haft áhrif á umboðsmann Alþingis og þær rannsóknir sem hann getur lagst í. „Við komum okkur saman um á fundinum að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof sem ráðherra verður að framkvæma fáist tillagan samþykkt.“ Þingmaðurinn segir að mikil óánægja sé í samfélaginu og krafan um kosningar og afsögn forsætisráðherra sé hávær. Til að mynda hafi verið boðað til mótmæla þegar þingið kemur saman á ný eftir páskafrí. „Okkur er algjörlega misboðið og við finnum fyrir miklum þrýstingi um að bregðast við. Við teljum þingrofsverkfærið það besta í stöðunni því með því móti fær almenningur að segja hug sinn í almennum kosningum.“ „Framundan er afnám hafta og það hefur verið mikið rætt um einkavæðingu banka ríkisins. Það er einfaldlega algerlega óboðlegt að þetta fólk, sem fer fyrir þessari ríkisstjórn, fái að koma að því ferli eftir það sem hefur komið í ljós síðustu daga,“ segir Birgitta að lokum.
Tengdar fréttir 300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53
Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46