Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. október 2016 15:20 Vésteinn Valgarðsson mætti í Kosningaspjall Vísis. vísir/stefán Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að ekki sé hægt að tala um flokkinn sem kommúnistaflokk, en um er að ræða vinstri sinnaðasta framboðið að þessu sinni. Vésteinn segir markmið flokksins ekki endilega að koma manni á þing heldur að koma málstað hans á framfæri. „Við erum ekki kommúnistaflokkur. Ég er kommúnisti og Þorvaldur Þorvaldsson, formaður flokksins, er líka kommúnisti, en flokkurinn er ekki kommúnistaflokkur. Það er vegna þess að ef við tölum um merkingarbæra merkingu þess orðs þá er kommúnistaflokkur miklu strangara fyrirbæri sem gerir meiri kröfur um sömu lífsskoðunina, sömu lífssýnina og mun djúpstæðari hugmyndafræðilega samheldni en Alþýðufylkingin er með,“ sagði Vésteinn í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun.Alþýðufylkingin er í framboði í þriðja sinn. Flokkurinn bauð fyrst fram í alþingiskosningum árið 2013 og fékk innan við eitt prósent atkvæða, og sömuleiðis þegar hann bauð fram í borgarstjórnarkosningum 2014. Alþýðufylkingin mældist með 2,2 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og 0,3 prósent í könnun Morgunblaðsins. Vésteinn segir það vel raunhæft að flokkurinn nái manni inn á þing. „Við skerum okkur úr frá öðrum flokkum því tilvera okkar hangir ekki á því hvort við erum inni á þingi eða ekki. Við höfum starfað frá 2013, fyrir utan þings allan þann tíma, en samt starfað ótrauð. Við höfum bara byggt okkur upp og sótt í okkur veðrið og ef við fáum ekki fólk kjörið inn á þing þá fáum við það bara næst. Við stefnum allavega að því og að ná fólki kjörnu inn á þing er auk þess ekki nema hluti af takmarki okkar. Það er líka að koma málstað okkar fyrir augu og eyru kjósenda.“ Viðtalið við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má einnig sjá færsluna af Facebook-síðu Vísis þar sem lesendur gátu spurt spurninga.Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Íslenska þjóðfylkingin verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.Kosningaspjall Vísis: AlþýðufylkinginVésteinn Valgarðsson oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður mætti í beina útsendingu í fyrsta þætti Kosningaspjalls Vísis. Útsending hefst þegar um 16:30 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu hér að neðan.Posted by Vísir.is on Monday, October 10, 2016 Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 7. október 2016 10:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira
Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að ekki sé hægt að tala um flokkinn sem kommúnistaflokk, en um er að ræða vinstri sinnaðasta framboðið að þessu sinni. Vésteinn segir markmið flokksins ekki endilega að koma manni á þing heldur að koma málstað hans á framfæri. „Við erum ekki kommúnistaflokkur. Ég er kommúnisti og Þorvaldur Þorvaldsson, formaður flokksins, er líka kommúnisti, en flokkurinn er ekki kommúnistaflokkur. Það er vegna þess að ef við tölum um merkingarbæra merkingu þess orðs þá er kommúnistaflokkur miklu strangara fyrirbæri sem gerir meiri kröfur um sömu lífsskoðunina, sömu lífssýnina og mun djúpstæðari hugmyndafræðilega samheldni en Alþýðufylkingin er með,“ sagði Vésteinn í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun.Alþýðufylkingin er í framboði í þriðja sinn. Flokkurinn bauð fyrst fram í alþingiskosningum árið 2013 og fékk innan við eitt prósent atkvæða, og sömuleiðis þegar hann bauð fram í borgarstjórnarkosningum 2014. Alþýðufylkingin mældist með 2,2 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og 0,3 prósent í könnun Morgunblaðsins. Vésteinn segir það vel raunhæft að flokkurinn nái manni inn á þing. „Við skerum okkur úr frá öðrum flokkum því tilvera okkar hangir ekki á því hvort við erum inni á þingi eða ekki. Við höfum starfað frá 2013, fyrir utan þings allan þann tíma, en samt starfað ótrauð. Við höfum bara byggt okkur upp og sótt í okkur veðrið og ef við fáum ekki fólk kjörið inn á þing þá fáum við það bara næst. Við stefnum allavega að því og að ná fólki kjörnu inn á þing er auk þess ekki nema hluti af takmarki okkar. Það er líka að koma málstað okkar fyrir augu og eyru kjósenda.“ Viðtalið við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má einnig sjá færsluna af Facebook-síðu Vísis þar sem lesendur gátu spurt spurninga.Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Íslenska þjóðfylkingin verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.Kosningaspjall Vísis: AlþýðufylkinginVésteinn Valgarðsson oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður mætti í beina útsendingu í fyrsta þætti Kosningaspjalls Vísis. Útsending hefst þegar um 16:30 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu hér að neðan.Posted by Vísir.is on Monday, October 10, 2016
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 7. október 2016 10:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 7. október 2016 10:00