Heilsugæslan ræður ekki við verkefnin Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Til að fá niðurgreidda sérfræðiþjónustu fyrir börn þarf að hafa tilvísun frá heimilislækni. Bið eftir tíma getur þó verið löng og fáir heimilislæknar á lausu. NordicPhotos/Getty Allt að mánaðarbið er eftir lausum tíma hjá heimilislækni á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðis samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Þá heyrir til undantekningar að það sé laus heimilislæknir og því flestir sem flytja nýjir í hverfi borgarinnar skráðir á stöð án heimilislæknis. Einnig hefur reynst erfitt á mörgum heilsugæslustöðvum að manna allar stöður. "Það er ekki gott að fá heimilislækna," segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, yfirlæknir á heilsugæslustöð miðbæjar. "Það er vegna langtíma skorts. Það hefur til að mynda ekki verið settur peningur í að manna námsstöður í langan tíma."Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um sjúkratryggingar kveður á um nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu hefur meðal annars það að markmiði að styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. Þannig þurfa foreldrar að fá tilvísun hjá heimilislækni til að fá niðurgreidda sérfræðiþjónustu. Sigríður segir börn alltaf vera sett í forgang á heilsugæslustöð Miðbæjar. Aðspurð hvort stöðin ráði þó við enn meira álag með tilvísunarkerfi segir hún erfitt að spá fyrir þegar hún hafi ekki forsendurnar. "En nei, ég sé ekki fyrir mér að við ráðum við það eins og staðan er í dag."Enginn greiði við barnafjölskyldur Ólafur Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur segist styðja það fyrirkomulag að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu en það sé nauðsynlegt að efla hana um leið.Ólafur Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur"Það er verið að auka álagið á heilsugæsluna og í stað þess að auka féð í samræmi við það er tekið af henni fé vegna þriggja einkarekinna heilsugæslustöðva. Þetta mun leiða til lengri biðlista og því er þetta enginn greiði við barnafjölskyldur sem þurfa oft hraða þjónustu, vegna eyrnabólgu og annars slíks." Ólafur segir breytingarnar í frumvarpinu ekki trúverðugar. "Heilsugæslan er þegar sprungin og mun hún þá springa meira? Þetta er ekki aðgerð sem er ætlað að skila árangri því það er ekki verið að veita aukið fé í heilsugæsluna til að takast á við nýjar áskoranir og veruleika."Kerfið ekki fært um að veita þjónustuna Þorbjörn Jónsson formaður læknafélags Íslands tekur undir með Ólafi Alexander að heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki við þær breytingar sem eru kynntar í frumvarpinu. „Það er ekki búið að skapa þær forsendur. Heilsugæslan ræður ekki við verkefnið að fullu," segir Þorbjörn sem segir greiðan aðgang fólks að sérfræðiþjónustunni hafa létt á kerfinu hingað til. „Það er þessi greiði aðgangur sem útskýrir hvers vegna við búum að þessari góðu þjónustu. Það er óumdeilt að fyrir þá fjárhæð sem ríkið leggur í sérfræðiþjónustu, þá fær það mikla þjónustu á móti sem heilsugæslukerfið hefur ekki verið fært um að veita og verður ekki fært um að veita.“Þorbjörn jónsson, formaður læknafélags íslandsÞorbjörn segir skort á heimilislæknum standa í vegi breytingum á kerfinu. Þá gagnrýnir hann að tilvísunarkerfi hafi ekki verið skoðað betur. „Það er nauðsynlegt að sérfræðilæknar geti tilvísað sjúklingum sín á milli. Það er ekkert víst að þótt heimilislæknir vísi á lungnasérfræðing þá dugi það til. Lungasérfræðingur gæti séð að það þurfi annars konar sérfræðing eða viljað annað álit.Einfaldast að leggja fjármuni til þeirra veikustu Hann segir góða hugsun í því að létta byrðina á sjúklingum. „Mér líst vel á það markmið að greiðslubyrði þessa hóps sem mikið hefur verið rætt um sé létt. Það hefði samt verið eðlilegast að ríkið leggði einfaldlega aukna fjármuni til þeirra. Það er um það bil milljarður sem ber á milli til þessa hóps.“ Hann segir alltof skamman tíma til stefnu. „Þetta er lykilmál og því alltof skammur tími fyrir okkur að bregðast við. Það þarf að ræða ígrundað um útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu og aðgengi að henni,“ segir Þorbjörn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Allt að mánaðarbið er eftir lausum tíma hjá heimilislækni á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðis samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Þá heyrir til undantekningar að það sé laus heimilislæknir og því flestir sem flytja nýjir í hverfi borgarinnar skráðir á stöð án heimilislæknis. Einnig hefur reynst erfitt á mörgum heilsugæslustöðvum að manna allar stöður. "Það er ekki gott að fá heimilislækna," segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, yfirlæknir á heilsugæslustöð miðbæjar. "Það er vegna langtíma skorts. Það hefur til að mynda ekki verið settur peningur í að manna námsstöður í langan tíma."Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um sjúkratryggingar kveður á um nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu hefur meðal annars það að markmiði að styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. Þannig þurfa foreldrar að fá tilvísun hjá heimilislækni til að fá niðurgreidda sérfræðiþjónustu. Sigríður segir börn alltaf vera sett í forgang á heilsugæslustöð Miðbæjar. Aðspurð hvort stöðin ráði þó við enn meira álag með tilvísunarkerfi segir hún erfitt að spá fyrir þegar hún hafi ekki forsendurnar. "En nei, ég sé ekki fyrir mér að við ráðum við það eins og staðan er í dag."Enginn greiði við barnafjölskyldur Ólafur Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur segist styðja það fyrirkomulag að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu en það sé nauðsynlegt að efla hana um leið.Ólafur Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur"Það er verið að auka álagið á heilsugæsluna og í stað þess að auka féð í samræmi við það er tekið af henni fé vegna þriggja einkarekinna heilsugæslustöðva. Þetta mun leiða til lengri biðlista og því er þetta enginn greiði við barnafjölskyldur sem þurfa oft hraða þjónustu, vegna eyrnabólgu og annars slíks." Ólafur segir breytingarnar í frumvarpinu ekki trúverðugar. "Heilsugæslan er þegar sprungin og mun hún þá springa meira? Þetta er ekki aðgerð sem er ætlað að skila árangri því það er ekki verið að veita aukið fé í heilsugæsluna til að takast á við nýjar áskoranir og veruleika."Kerfið ekki fært um að veita þjónustuna Þorbjörn Jónsson formaður læknafélags Íslands tekur undir með Ólafi Alexander að heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki við þær breytingar sem eru kynntar í frumvarpinu. „Það er ekki búið að skapa þær forsendur. Heilsugæslan ræður ekki við verkefnið að fullu," segir Þorbjörn sem segir greiðan aðgang fólks að sérfræðiþjónustunni hafa létt á kerfinu hingað til. „Það er þessi greiði aðgangur sem útskýrir hvers vegna við búum að þessari góðu þjónustu. Það er óumdeilt að fyrir þá fjárhæð sem ríkið leggur í sérfræðiþjónustu, þá fær það mikla þjónustu á móti sem heilsugæslukerfið hefur ekki verið fært um að veita og verður ekki fært um að veita.“Þorbjörn jónsson, formaður læknafélags íslandsÞorbjörn segir skort á heimilislæknum standa í vegi breytingum á kerfinu. Þá gagnrýnir hann að tilvísunarkerfi hafi ekki verið skoðað betur. „Það er nauðsynlegt að sérfræðilæknar geti tilvísað sjúklingum sín á milli. Það er ekkert víst að þótt heimilislæknir vísi á lungnasérfræðing þá dugi það til. Lungasérfræðingur gæti séð að það þurfi annars konar sérfræðing eða viljað annað álit.Einfaldast að leggja fjármuni til þeirra veikustu Hann segir góða hugsun í því að létta byrðina á sjúklingum. „Mér líst vel á það markmið að greiðslubyrði þessa hóps sem mikið hefur verið rætt um sé létt. Það hefði samt verið eðlilegast að ríkið leggði einfaldlega aukna fjármuni til þeirra. Það er um það bil milljarður sem ber á milli til þessa hóps.“ Hann segir alltof skamman tíma til stefnu. „Þetta er lykilmál og því alltof skammur tími fyrir okkur að bregðast við. Það þarf að ræða ígrundað um útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu og aðgengi að henni,“ segir Þorbjörn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira