Heilsugæslan ræður ekki við verkefnin Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Til að fá niðurgreidda sérfræðiþjónustu fyrir börn þarf að hafa tilvísun frá heimilislækni. Bið eftir tíma getur þó verið löng og fáir heimilislæknar á lausu. NordicPhotos/Getty Allt að mánaðarbið er eftir lausum tíma hjá heimilislækni á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðis samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Þá heyrir til undantekningar að það sé laus heimilislæknir og því flestir sem flytja nýjir í hverfi borgarinnar skráðir á stöð án heimilislæknis. Einnig hefur reynst erfitt á mörgum heilsugæslustöðvum að manna allar stöður. "Það er ekki gott að fá heimilislækna," segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, yfirlæknir á heilsugæslustöð miðbæjar. "Það er vegna langtíma skorts. Það hefur til að mynda ekki verið settur peningur í að manna námsstöður í langan tíma."Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um sjúkratryggingar kveður á um nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu hefur meðal annars það að markmiði að styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. Þannig þurfa foreldrar að fá tilvísun hjá heimilislækni til að fá niðurgreidda sérfræðiþjónustu. Sigríður segir börn alltaf vera sett í forgang á heilsugæslustöð Miðbæjar. Aðspurð hvort stöðin ráði þó við enn meira álag með tilvísunarkerfi segir hún erfitt að spá fyrir þegar hún hafi ekki forsendurnar. "En nei, ég sé ekki fyrir mér að við ráðum við það eins og staðan er í dag."Enginn greiði við barnafjölskyldur Ólafur Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur segist styðja það fyrirkomulag að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu en það sé nauðsynlegt að efla hana um leið.Ólafur Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur"Það er verið að auka álagið á heilsugæsluna og í stað þess að auka féð í samræmi við það er tekið af henni fé vegna þriggja einkarekinna heilsugæslustöðva. Þetta mun leiða til lengri biðlista og því er þetta enginn greiði við barnafjölskyldur sem þurfa oft hraða þjónustu, vegna eyrnabólgu og annars slíks." Ólafur segir breytingarnar í frumvarpinu ekki trúverðugar. "Heilsugæslan er þegar sprungin og mun hún þá springa meira? Þetta er ekki aðgerð sem er ætlað að skila árangri því það er ekki verið að veita aukið fé í heilsugæsluna til að takast á við nýjar áskoranir og veruleika."Kerfið ekki fært um að veita þjónustuna Þorbjörn Jónsson formaður læknafélags Íslands tekur undir með Ólafi Alexander að heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki við þær breytingar sem eru kynntar í frumvarpinu. „Það er ekki búið að skapa þær forsendur. Heilsugæslan ræður ekki við verkefnið að fullu," segir Þorbjörn sem segir greiðan aðgang fólks að sérfræðiþjónustunni hafa létt á kerfinu hingað til. „Það er þessi greiði aðgangur sem útskýrir hvers vegna við búum að þessari góðu þjónustu. Það er óumdeilt að fyrir þá fjárhæð sem ríkið leggur í sérfræðiþjónustu, þá fær það mikla þjónustu á móti sem heilsugæslukerfið hefur ekki verið fært um að veita og verður ekki fært um að veita.“Þorbjörn jónsson, formaður læknafélags íslandsÞorbjörn segir skort á heimilislæknum standa í vegi breytingum á kerfinu. Þá gagnrýnir hann að tilvísunarkerfi hafi ekki verið skoðað betur. „Það er nauðsynlegt að sérfræðilæknar geti tilvísað sjúklingum sín á milli. Það er ekkert víst að þótt heimilislæknir vísi á lungnasérfræðing þá dugi það til. Lungasérfræðingur gæti séð að það þurfi annars konar sérfræðing eða viljað annað álit.Einfaldast að leggja fjármuni til þeirra veikustu Hann segir góða hugsun í því að létta byrðina á sjúklingum. „Mér líst vel á það markmið að greiðslubyrði þessa hóps sem mikið hefur verið rætt um sé létt. Það hefði samt verið eðlilegast að ríkið leggði einfaldlega aukna fjármuni til þeirra. Það er um það bil milljarður sem ber á milli til þessa hóps.“ Hann segir alltof skamman tíma til stefnu. „Þetta er lykilmál og því alltof skammur tími fyrir okkur að bregðast við. Það þarf að ræða ígrundað um útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu og aðgengi að henni,“ segir Þorbjörn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Allt að mánaðarbið er eftir lausum tíma hjá heimilislækni á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðis samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Þá heyrir til undantekningar að það sé laus heimilislæknir og því flestir sem flytja nýjir í hverfi borgarinnar skráðir á stöð án heimilislæknis. Einnig hefur reynst erfitt á mörgum heilsugæslustöðvum að manna allar stöður. "Það er ekki gott að fá heimilislækna," segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, yfirlæknir á heilsugæslustöð miðbæjar. "Það er vegna langtíma skorts. Það hefur til að mynda ekki verið settur peningur í að manna námsstöður í langan tíma."Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um sjúkratryggingar kveður á um nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu hefur meðal annars það að markmiði að styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. Þannig þurfa foreldrar að fá tilvísun hjá heimilislækni til að fá niðurgreidda sérfræðiþjónustu. Sigríður segir börn alltaf vera sett í forgang á heilsugæslustöð Miðbæjar. Aðspurð hvort stöðin ráði þó við enn meira álag með tilvísunarkerfi segir hún erfitt að spá fyrir þegar hún hafi ekki forsendurnar. "En nei, ég sé ekki fyrir mér að við ráðum við það eins og staðan er í dag."Enginn greiði við barnafjölskyldur Ólafur Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur segist styðja það fyrirkomulag að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu en það sé nauðsynlegt að efla hana um leið.Ólafur Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur"Það er verið að auka álagið á heilsugæsluna og í stað þess að auka féð í samræmi við það er tekið af henni fé vegna þriggja einkarekinna heilsugæslustöðva. Þetta mun leiða til lengri biðlista og því er þetta enginn greiði við barnafjölskyldur sem þurfa oft hraða þjónustu, vegna eyrnabólgu og annars slíks." Ólafur segir breytingarnar í frumvarpinu ekki trúverðugar. "Heilsugæslan er þegar sprungin og mun hún þá springa meira? Þetta er ekki aðgerð sem er ætlað að skila árangri því það er ekki verið að veita aukið fé í heilsugæsluna til að takast á við nýjar áskoranir og veruleika."Kerfið ekki fært um að veita þjónustuna Þorbjörn Jónsson formaður læknafélags Íslands tekur undir með Ólafi Alexander að heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki við þær breytingar sem eru kynntar í frumvarpinu. „Það er ekki búið að skapa þær forsendur. Heilsugæslan ræður ekki við verkefnið að fullu," segir Þorbjörn sem segir greiðan aðgang fólks að sérfræðiþjónustunni hafa létt á kerfinu hingað til. „Það er þessi greiði aðgangur sem útskýrir hvers vegna við búum að þessari góðu þjónustu. Það er óumdeilt að fyrir þá fjárhæð sem ríkið leggur í sérfræðiþjónustu, þá fær það mikla þjónustu á móti sem heilsugæslukerfið hefur ekki verið fært um að veita og verður ekki fært um að veita.“Þorbjörn jónsson, formaður læknafélags íslandsÞorbjörn segir skort á heimilislæknum standa í vegi breytingum á kerfinu. Þá gagnrýnir hann að tilvísunarkerfi hafi ekki verið skoðað betur. „Það er nauðsynlegt að sérfræðilæknar geti tilvísað sjúklingum sín á milli. Það er ekkert víst að þótt heimilislæknir vísi á lungnasérfræðing þá dugi það til. Lungasérfræðingur gæti séð að það þurfi annars konar sérfræðing eða viljað annað álit.Einfaldast að leggja fjármuni til þeirra veikustu Hann segir góða hugsun í því að létta byrðina á sjúklingum. „Mér líst vel á það markmið að greiðslubyrði þessa hóps sem mikið hefur verið rætt um sé létt. Það hefði samt verið eðlilegast að ríkið leggði einfaldlega aukna fjármuni til þeirra. Það er um það bil milljarður sem ber á milli til þessa hóps.“ Hann segir alltof skamman tíma til stefnu. „Þetta er lykilmál og því alltof skammur tími fyrir okkur að bregðast við. Það þarf að ræða ígrundað um útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu og aðgengi að henni,“ segir Þorbjörn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira