Tveggja alda afmæli bókmenntafélags fagnað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 13:00 Egill er lærður setjari og starfar meðal annars sem umbrotsmaður. Hann situr jafnan aðalfundi Hins íslenska bókmenntafélags. Vísir/Eyþór Árnason Reykjavíkurborg efndi til dagskrár í Ráðhúsinu í tilefni 200 afmælis Hins íslenska bókmenntafélags um liðna helgi. „?Þetta var virkilega falleg stund,?“ segir Egill Baldursson, einn félagsmanna. „?Það voru leiklesnir þættir úr sögu félagsins og tónlistaratriði á milli. Kristinn Sigmundsson söng til dæmis lög frá 1816. Það var glæsilegt,“? lýsir hann. Eitt af því sem fagnað var á afmælisfundinum var útgáfa ellefta og síðasta bindis Sögu Íslands. „?Það verkefni hefur staðið frá þjóðhátíðarárinu 1974 og er mikið afrek,“? segir Egill og getur þess að Sigurður Líndal prófessor og Pétur Hrafn Árnason sagnfræðingur séu ritstjórar þessa bindis en Sigurður hafi stýrt útgáfunni frá upphafi. Bókmenntafélagið var stofnað að undirlagi málfræðingsins Rasmusar Kristjáns Rask sem taldi að íslensk tunga myndi líða undir lok að 200 árum liðnum ef ekkert yrði að gert. Þetta var árið 1816. Egill telur það meðal annars félaginu að þakka hversu gott mál við tölum enn í dag og vitnar þar til orða Þorkels Jóhannessonar prófessors, í Sögu Íslendinga VII, um að gagnger umskipti hafi orðið á viðhorfi fólks til íslenskrar tungu við stofnun félagsins. Þó telur Egill enn vá fyrir dyrum vegna enskunnar sem flæðir gegnum netið. „?Þegar krakkar niður í fimm ára, jafnvel yngri, nota spjaldtölvur sem tala við þau á ensku og fólk les nýútkomnar erlendar bækur á netinu þá er íslenskunni hætt,“? segir hann. ?„En það má sporna við þessu með því að leggja fé í þýðingar á forritum svo tölvan skilji og tali íslensku.?“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Reykjavíkurborg efndi til dagskrár í Ráðhúsinu í tilefni 200 afmælis Hins íslenska bókmenntafélags um liðna helgi. „?Þetta var virkilega falleg stund,?“ segir Egill Baldursson, einn félagsmanna. „?Það voru leiklesnir þættir úr sögu félagsins og tónlistaratriði á milli. Kristinn Sigmundsson söng til dæmis lög frá 1816. Það var glæsilegt,“? lýsir hann. Eitt af því sem fagnað var á afmælisfundinum var útgáfa ellefta og síðasta bindis Sögu Íslands. „?Það verkefni hefur staðið frá þjóðhátíðarárinu 1974 og er mikið afrek,“? segir Egill og getur þess að Sigurður Líndal prófessor og Pétur Hrafn Árnason sagnfræðingur séu ritstjórar þessa bindis en Sigurður hafi stýrt útgáfunni frá upphafi. Bókmenntafélagið var stofnað að undirlagi málfræðingsins Rasmusar Kristjáns Rask sem taldi að íslensk tunga myndi líða undir lok að 200 árum liðnum ef ekkert yrði að gert. Þetta var árið 1816. Egill telur það meðal annars félaginu að þakka hversu gott mál við tölum enn í dag og vitnar þar til orða Þorkels Jóhannessonar prófessors, í Sögu Íslendinga VII, um að gagnger umskipti hafi orðið á viðhorfi fólks til íslenskrar tungu við stofnun félagsins. Þó telur Egill enn vá fyrir dyrum vegna enskunnar sem flæðir gegnum netið. „?Þegar krakkar niður í fimm ára, jafnvel yngri, nota spjaldtölvur sem tala við þau á ensku og fólk les nýútkomnar erlendar bækur á netinu þá er íslenskunni hætt,“? segir hann. ?„En það má sporna við þessu með því að leggja fé í þýðingar á forritum svo tölvan skilji og tali íslensku.?“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira