Lögreglan í París: Kim Kardashian mögulega rænd því hún flaggaði skartgripunum á samfélagsmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2016 22:34 Kim Kardashian West ásamt eiginmanni sínum Kanye West. vísir/afp Skartgripum sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West á eða var með í láni var mögulega rænt vegna þess að Kim flaggaði þeim á samfélagsmiðlum sínum. Þetta segir talsmaður lögreglunnar í París í samtali við AP-fréttaveituna en Kardashian dvaldi í lúxusíbúð í borginni þegar þjófar ruddust þar inn, bundu hana niður, læstu inni á baðherbergi og létu greipar sópa um íbúðina. Talið er að þeir hafi stolið skartgripum að verðmæti allt að tíu milljónum dollara en lífvörður Kardashian var ekki á staðnum þegar þjófarnir ruddust inn. Ræningjarnir eru ófundnir en samkvæmt frétt Guardian rannsakar lögreglan nú upptökur úr öryggismyndavélum. Johanna Primevert talsmaður lögreglunnar sagði að ránið væri einsdæmi í París og að mögulega hefði Kardashian ekki gætt nægilega að sér með því að sýna skartgripina á samfélagsmiðlum. Þá velti Primevert því upp að mögulega hafi öryggisgæslunni í byggingunni þar sem Kardashian dvaldi verið ábótavant. Að sögn Primevert hefur ránið ekkert með öryggið á strætum Parísar að gera þar sem þjófarnir höfðu skipulagt ránið vel og einsett sér að ræna raunveruleikastjörnuna. „Það er augljóst að þegar þú ert stjarna eins og Kim Kardashian, með meira en 48 milljón fylgjendur á Twitter... Ég held að þetta gæti alveg hafa gerst annars staðar en í París. Það var í rauninni stjarnan sem þeir voru á eftir en hún var með í fórum sínum ýmis verðmæti sem höfðu sést á samfélagsmiðlum og það var það sem þjófarnir voru á höttunum eftir,“ sagði Primevert. Þessi orð endurómaði fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld þegar hann ræddi við blaðamenn á tískusýningu Chanel í París. „Ég skil ekki hvað hún var að gera á hóteli þar sem ekki var nein öryggisgæsla og með hluti eins og þessa. Ef þú ert fræg og þú birtir myndir af öllum skartgripunum þínum á netinu þá ferðu á hótel þar sem enginn getur komið nálægt herberginu þínu. Þú getur ekki sýnt auð þinn opinberlega og svo verið hissa á að fólk vilji deila honum með þér,“ sagði Lagerfeld. Síðar setti Lagerfeld svo mynd á Instagram til að sýna stuðning sinn við Kardashian. Sjálf hefur Kardashian ekkert látið heyra í sér á samfélagsmiðlum síðan ránið var framið en á meðal þess sem hún hefur birt myndir af á Instagram upp á síðkastið er risastór demantshringur sem talið er fullvíst að hafi verið stolið, ýmsir skartgripir frá Lorraine Schwartz, pelsir frá Givency og barnaföt frá Roberto Cavalli. A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 29, 2016 at 12:40pm PDT A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 27, 2016 at 3:44pm PDT A day before his @chanelofficial show in Paris, @karllagerfeld has a special message for @kimkardashian: 'We are all with you.' A photo posted by V Magazine (@vmagazine) on Oct 3, 2016 at 6:56am PDT Tengdar fréttir Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Skartgripum sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West á eða var með í láni var mögulega rænt vegna þess að Kim flaggaði þeim á samfélagsmiðlum sínum. Þetta segir talsmaður lögreglunnar í París í samtali við AP-fréttaveituna en Kardashian dvaldi í lúxusíbúð í borginni þegar þjófar ruddust þar inn, bundu hana niður, læstu inni á baðherbergi og létu greipar sópa um íbúðina. Talið er að þeir hafi stolið skartgripum að verðmæti allt að tíu milljónum dollara en lífvörður Kardashian var ekki á staðnum þegar þjófarnir ruddust inn. Ræningjarnir eru ófundnir en samkvæmt frétt Guardian rannsakar lögreglan nú upptökur úr öryggismyndavélum. Johanna Primevert talsmaður lögreglunnar sagði að ránið væri einsdæmi í París og að mögulega hefði Kardashian ekki gætt nægilega að sér með því að sýna skartgripina á samfélagsmiðlum. Þá velti Primevert því upp að mögulega hafi öryggisgæslunni í byggingunni þar sem Kardashian dvaldi verið ábótavant. Að sögn Primevert hefur ránið ekkert með öryggið á strætum Parísar að gera þar sem þjófarnir höfðu skipulagt ránið vel og einsett sér að ræna raunveruleikastjörnuna. „Það er augljóst að þegar þú ert stjarna eins og Kim Kardashian, með meira en 48 milljón fylgjendur á Twitter... Ég held að þetta gæti alveg hafa gerst annars staðar en í París. Það var í rauninni stjarnan sem þeir voru á eftir en hún var með í fórum sínum ýmis verðmæti sem höfðu sést á samfélagsmiðlum og það var það sem þjófarnir voru á höttunum eftir,“ sagði Primevert. Þessi orð endurómaði fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld þegar hann ræddi við blaðamenn á tískusýningu Chanel í París. „Ég skil ekki hvað hún var að gera á hóteli þar sem ekki var nein öryggisgæsla og með hluti eins og þessa. Ef þú ert fræg og þú birtir myndir af öllum skartgripunum þínum á netinu þá ferðu á hótel þar sem enginn getur komið nálægt herberginu þínu. Þú getur ekki sýnt auð þinn opinberlega og svo verið hissa á að fólk vilji deila honum með þér,“ sagði Lagerfeld. Síðar setti Lagerfeld svo mynd á Instagram til að sýna stuðning sinn við Kardashian. Sjálf hefur Kardashian ekkert látið heyra í sér á samfélagsmiðlum síðan ránið var framið en á meðal þess sem hún hefur birt myndir af á Instagram upp á síðkastið er risastór demantshringur sem talið er fullvíst að hafi verið stolið, ýmsir skartgripir frá Lorraine Schwartz, pelsir frá Givency og barnaföt frá Roberto Cavalli. A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 29, 2016 at 12:40pm PDT A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 27, 2016 at 3:44pm PDT A day before his @chanelofficial show in Paris, @karllagerfeld has a special message for @kimkardashian: 'We are all with you.' A photo posted by V Magazine (@vmagazine) on Oct 3, 2016 at 6:56am PDT
Tengdar fréttir Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30