Lögreglan í París: Kim Kardashian mögulega rænd því hún flaggaði skartgripunum á samfélagsmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2016 22:34 Kim Kardashian West ásamt eiginmanni sínum Kanye West. vísir/afp Skartgripum sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West á eða var með í láni var mögulega rænt vegna þess að Kim flaggaði þeim á samfélagsmiðlum sínum. Þetta segir talsmaður lögreglunnar í París í samtali við AP-fréttaveituna en Kardashian dvaldi í lúxusíbúð í borginni þegar þjófar ruddust þar inn, bundu hana niður, læstu inni á baðherbergi og létu greipar sópa um íbúðina. Talið er að þeir hafi stolið skartgripum að verðmæti allt að tíu milljónum dollara en lífvörður Kardashian var ekki á staðnum þegar þjófarnir ruddust inn. Ræningjarnir eru ófundnir en samkvæmt frétt Guardian rannsakar lögreglan nú upptökur úr öryggismyndavélum. Johanna Primevert talsmaður lögreglunnar sagði að ránið væri einsdæmi í París og að mögulega hefði Kardashian ekki gætt nægilega að sér með því að sýna skartgripina á samfélagsmiðlum. Þá velti Primevert því upp að mögulega hafi öryggisgæslunni í byggingunni þar sem Kardashian dvaldi verið ábótavant. Að sögn Primevert hefur ránið ekkert með öryggið á strætum Parísar að gera þar sem þjófarnir höfðu skipulagt ránið vel og einsett sér að ræna raunveruleikastjörnuna. „Það er augljóst að þegar þú ert stjarna eins og Kim Kardashian, með meira en 48 milljón fylgjendur á Twitter... Ég held að þetta gæti alveg hafa gerst annars staðar en í París. Það var í rauninni stjarnan sem þeir voru á eftir en hún var með í fórum sínum ýmis verðmæti sem höfðu sést á samfélagsmiðlum og það var það sem þjófarnir voru á höttunum eftir,“ sagði Primevert. Þessi orð endurómaði fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld þegar hann ræddi við blaðamenn á tískusýningu Chanel í París. „Ég skil ekki hvað hún var að gera á hóteli þar sem ekki var nein öryggisgæsla og með hluti eins og þessa. Ef þú ert fræg og þú birtir myndir af öllum skartgripunum þínum á netinu þá ferðu á hótel þar sem enginn getur komið nálægt herberginu þínu. Þú getur ekki sýnt auð þinn opinberlega og svo verið hissa á að fólk vilji deila honum með þér,“ sagði Lagerfeld. Síðar setti Lagerfeld svo mynd á Instagram til að sýna stuðning sinn við Kardashian. Sjálf hefur Kardashian ekkert látið heyra í sér á samfélagsmiðlum síðan ránið var framið en á meðal þess sem hún hefur birt myndir af á Instagram upp á síðkastið er risastór demantshringur sem talið er fullvíst að hafi verið stolið, ýmsir skartgripir frá Lorraine Schwartz, pelsir frá Givency og barnaföt frá Roberto Cavalli. A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 29, 2016 at 12:40pm PDT A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 27, 2016 at 3:44pm PDT A day before his @chanelofficial show in Paris, @karllagerfeld has a special message for @kimkardashian: 'We are all with you.' A photo posted by V Magazine (@vmagazine) on Oct 3, 2016 at 6:56am PDT Tengdar fréttir Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Skartgripum sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West á eða var með í láni var mögulega rænt vegna þess að Kim flaggaði þeim á samfélagsmiðlum sínum. Þetta segir talsmaður lögreglunnar í París í samtali við AP-fréttaveituna en Kardashian dvaldi í lúxusíbúð í borginni þegar þjófar ruddust þar inn, bundu hana niður, læstu inni á baðherbergi og létu greipar sópa um íbúðina. Talið er að þeir hafi stolið skartgripum að verðmæti allt að tíu milljónum dollara en lífvörður Kardashian var ekki á staðnum þegar þjófarnir ruddust inn. Ræningjarnir eru ófundnir en samkvæmt frétt Guardian rannsakar lögreglan nú upptökur úr öryggismyndavélum. Johanna Primevert talsmaður lögreglunnar sagði að ránið væri einsdæmi í París og að mögulega hefði Kardashian ekki gætt nægilega að sér með því að sýna skartgripina á samfélagsmiðlum. Þá velti Primevert því upp að mögulega hafi öryggisgæslunni í byggingunni þar sem Kardashian dvaldi verið ábótavant. Að sögn Primevert hefur ránið ekkert með öryggið á strætum Parísar að gera þar sem þjófarnir höfðu skipulagt ránið vel og einsett sér að ræna raunveruleikastjörnuna. „Það er augljóst að þegar þú ert stjarna eins og Kim Kardashian, með meira en 48 milljón fylgjendur á Twitter... Ég held að þetta gæti alveg hafa gerst annars staðar en í París. Það var í rauninni stjarnan sem þeir voru á eftir en hún var með í fórum sínum ýmis verðmæti sem höfðu sést á samfélagsmiðlum og það var það sem þjófarnir voru á höttunum eftir,“ sagði Primevert. Þessi orð endurómaði fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld þegar hann ræddi við blaðamenn á tískusýningu Chanel í París. „Ég skil ekki hvað hún var að gera á hóteli þar sem ekki var nein öryggisgæsla og með hluti eins og þessa. Ef þú ert fræg og þú birtir myndir af öllum skartgripunum þínum á netinu þá ferðu á hótel þar sem enginn getur komið nálægt herberginu þínu. Þú getur ekki sýnt auð þinn opinberlega og svo verið hissa á að fólk vilji deila honum með þér,“ sagði Lagerfeld. Síðar setti Lagerfeld svo mynd á Instagram til að sýna stuðning sinn við Kardashian. Sjálf hefur Kardashian ekkert látið heyra í sér á samfélagsmiðlum síðan ránið var framið en á meðal þess sem hún hefur birt myndir af á Instagram upp á síðkastið er risastór demantshringur sem talið er fullvíst að hafi verið stolið, ýmsir skartgripir frá Lorraine Schwartz, pelsir frá Givency og barnaföt frá Roberto Cavalli. A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 29, 2016 at 12:40pm PDT A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 27, 2016 at 3:44pm PDT A day before his @chanelofficial show in Paris, @karllagerfeld has a special message for @kimkardashian: 'We are all with you.' A photo posted by V Magazine (@vmagazine) on Oct 3, 2016 at 6:56am PDT
Tengdar fréttir Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30