Lífið

Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kanye West og Kim Kardashian.
Kanye West og Kim Kardashian. Vísir/getty
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á.

Ljóst er að ræningjarnir komust í burtu með skartgripi sem metnir eru á hundruð milljóna og er þeirra leitað. Margt er á huldu varðandi ránið en fréttasíðan TMZ hefur heimildir fyrir því að lögreglan í París sé að rannsaka hvort starfsfólk tengt stjörnunni hafi komið nálægt ráninu.

Heimildarmaður síðunnar segir að bæði lögreglan og Kardashian fjölskyldan telji það ótrúverðugt að akkúrat þegar ránið á sér stað hafi vantað einn lífvörð sem var þá fjarverandi að sinna öðrum störfum. Lögreglan telur að ræningjarnir hafi fengið ábendingu um rétta tímasetningu hvenær væri best að láta til skara skríða.

Um er að ræða mjög stuttan tíma og sagt er að það sé í raun sé útilokað að ræningjarnir hafi akkúrat hitt á þann tíma án þess að hafa fengið upplýsingar um veru lífvarðanna.

Einn lífvarðanna yfirgaf hótelið til að fylgja systrunum Kourtney Kardashian og Kendall Jenner á næturklúbb í hverfinu. Þá hafi ræningjarnir ráðist vopnaðir inn á hótelið. Þeir komust í burtu með skartgripi að verðmæti 6,7 milljónir dollara og einn hring sem er metin á fjórar milljónir dollara. Samtals er um að ræða muni að verðmæti 1,2 milljörðum íslenskra króna.

Í frétt TMZ segir að Kardashians fjölskyldan gruni ekki að lífverðirnir hafi gerst sekir um trúnaðarbrest. En þau telja ljóst að einhver sem hafði nægilega vitneskju um ferðahagi fjölskyldunnar hafi gefið ræningjunum ábendingar.


Tengdar fréttir

Kim Kardashian rænd: Hvað gerðist í París?

Ljóst er að ræningjarnir komust í burtu með skargripi sem metnir eru á hundruð milljóna og er þeirra leitað. Margt er á huldu varðandi ránið en hér er farið yfir það sem er vitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×