Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2016 23:08 „Þetta er betra en kannanir sýndu framan af en svipað og nýjasta könnun Gallup,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, aðspurð um sín viðbrögð við fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum fær Samfylking 7,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi, en 10,6 prósent í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum er Oddný inni, en hún leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Norðausturkjördæmi er kjördæmi Loga Más Einarssonar, varaformanns flokksins. Ljóst er að Samfylking missir mikið fylgi frá fyrri kosningum. Oddný lagði áherslu á að þetta séu fyrstu tölur og að ekki skuli dæma út frá þeim. „Við sjáum hvað setur.“ Oddný viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. „Samfylkingin var búin til um fallega, stóra hugsjón og hún er ekki farin frá okkur.“ Hún segir þó stóru tíðindin vera að ríkisstjórnin er fallinn og stjórnarandstaðan með meirihluta. Samkvæmt fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi fær flokkurinn 5,3 prósent sem þýðir að Árni Páll Árnason, oddviti flokksins í kjördæminu og fyrrverandi formaður, missir sæti sitt á þingi. Í Reykjavíkurkjördæmi suður fær flokkurinn 5,5 prósent atkvæða, sem þýðir að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingar og utanríkisráðherra, missir þingsæti sitt. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Þetta er betra en kannanir sýndu framan af en svipað og nýjasta könnun Gallup,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, aðspurð um sín viðbrögð við fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum fær Samfylking 7,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi, en 10,6 prósent í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum er Oddný inni, en hún leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Norðausturkjördæmi er kjördæmi Loga Más Einarssonar, varaformanns flokksins. Ljóst er að Samfylking missir mikið fylgi frá fyrri kosningum. Oddný lagði áherslu á að þetta séu fyrstu tölur og að ekki skuli dæma út frá þeim. „Við sjáum hvað setur.“ Oddný viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. „Samfylkingin var búin til um fallega, stóra hugsjón og hún er ekki farin frá okkur.“ Hún segir þó stóru tíðindin vera að ríkisstjórnin er fallinn og stjórnarandstaðan með meirihluta. Samkvæmt fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi fær flokkurinn 5,3 prósent sem þýðir að Árni Páll Árnason, oddviti flokksins í kjördæminu og fyrrverandi formaður, missir sæti sitt á þingi. Í Reykjavíkurkjördæmi suður fær flokkurinn 5,5 prósent atkvæða, sem þýðir að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingar og utanríkisráðherra, missir þingsæti sitt.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03