Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Svavar Hávarðsson skrifar 1. apríl 2016 07:00 Stóra-Laxá í Hreppum er einn 11 nýrra virkjunarkosta í biðflokki Rammans að óbreyttu. vísir/bh Vatnasvið Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna og þar með stóru Jökulsánna í Skagafirði falla í verndarflokk Rammaáætlunar að óbreyttu. Sjö nýir virkjunarkostir falla í nýtingarflokk til viðbótar við þá níu sem fyrir voru, og þar á meðal tveir mjög svo umdeildir í neðri hluta Þjórsár – Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þetta kemur fram í drögum að lokaskýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar sem lögð var fram í gær. Í skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða, sem Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnarinnar, gerði grein fyrir á kynningarfundi í Hörpu í gær. Upphaflega voru gögn vegna 81 virkjunarkosts á borði verkefnastjórnarinnar þegar allt er talið. Þar af eru 47 virkjunarkostir í vatnsafli og 33 í jarðvarma. Verkefnisstjórn ákvað snemma árs 2015 að vísa aðeins rúmum fjórðungi til faglegrar umfjöllunar hjá faghópum. Í hnotskurn má segja að fyrstu viðbrögð viðmælenda Fréttablaðsins við niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar séu blendin en þó í stórum dráttum jákvæð – og hvort sem horft er til talsmanna náttúruverndar eða þeirra sem vilja ganga lengra í nýtingu. Stóra þrætueplinu á undanförnum árum, virkjunum í neðri hluta Þjórsár, hefur nú að nýju verið skipað í nýtingarflokk. Þó er stórum spurningum vegna stofna laxfiska í ánni enn ósvarað, en óvissan um afdrif stofnanna urðu til þess að Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun voru færðar tímabundið í biðflokk. Verkefnisstjórnin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hún gæti ekki gengið lengra við að velta þessum einstaka þætti fyrir sér og vísar málinu áfram. Um þetta verður deilt á næstu mánuðum og árum – það liggur fyrir. Þeir sjö virkjunarkostir sem bætast við þá níu sem fyrir voru í nýtingarflokki gefa rúmlega 600 megavött (MW) ef svo fer að þeir verði allir nýttir, en það er með öllu óvíst í dag. Þá eru innan nýtingarflokks 17 virkjunarkostir og möguleiki á 1.376 MW viðbót við orkuöflun hérlendis til næstu ára og áratuga. Með því að flokka vatnasvið stóránna Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna í verndarflokk hefur hins vegar verið stigið risaskref í náttúruvernd – um það er einhugur og varðar það ekki síst hugmyndir náttúruverndarsamtaka og ferðaþjónustunnar um hálendisþjóðgarð sem kynntar voru fyrir skemmstu. Umsagnarferli um tillögur verkefnisstjórnarinnar um flokkun virkjunarkosta hefst 11. maí Það stendur í til og með 3. ágúst. Þá mun verkefnisstjórnin ganga frá tillögum sínum til ráðherra og afhenda þær 1. september. Ráðherra gengur í framhaldi af því frá tillögu til Alþingis um þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun – eða nýja Rammaáætlun. Neðri-Þjórsá öll í nýtingarflokkÍ skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða: Í nýtingarflokk: Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Austurengjar, Hverahlíð II, Þverárdalur og Blöndulundur. Í verndarflokk fari fjögur svæði: Héraðsvötn (Villinganesvirkjun, Skatastaðavirkjanir C og D), Skjálfandafljót (Fljótshnúksvirkjun og Hrafnabjargavirkjanir A, B og C), Skaftá (Búlandsvirkjun) og Þjórsá vestur (Kjalölduveita). Í biðflokk: Hólmsá (við Atley og án miðlunar), Búðartunguvirkjun, Hagavatnsvirkjun, Stóra-Laxá, Trölladyngja, Innstidalur, Hágönguvirkjun, Fremrinámar, Búrfellslundur og Austurgilsvirkjun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Tengdar fréttir Fagnar tillögum um virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis fagnar þeirri ákvörðun verkefnisstjórnar rammaáætlunar að setja virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nýtingarflokk. 31. mars 2016 18:45 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Vatnasvið Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna og þar með stóru Jökulsánna í Skagafirði falla í verndarflokk Rammaáætlunar að óbreyttu. Sjö nýir virkjunarkostir falla í nýtingarflokk til viðbótar við þá níu sem fyrir voru, og þar á meðal tveir mjög svo umdeildir í neðri hluta Þjórsár – Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þetta kemur fram í drögum að lokaskýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar sem lögð var fram í gær. Í skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða, sem Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnarinnar, gerði grein fyrir á kynningarfundi í Hörpu í gær. Upphaflega voru gögn vegna 81 virkjunarkosts á borði verkefnastjórnarinnar þegar allt er talið. Þar af eru 47 virkjunarkostir í vatnsafli og 33 í jarðvarma. Verkefnisstjórn ákvað snemma árs 2015 að vísa aðeins rúmum fjórðungi til faglegrar umfjöllunar hjá faghópum. Í hnotskurn má segja að fyrstu viðbrögð viðmælenda Fréttablaðsins við niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar séu blendin en þó í stórum dráttum jákvæð – og hvort sem horft er til talsmanna náttúruverndar eða þeirra sem vilja ganga lengra í nýtingu. Stóra þrætueplinu á undanförnum árum, virkjunum í neðri hluta Þjórsár, hefur nú að nýju verið skipað í nýtingarflokk. Þó er stórum spurningum vegna stofna laxfiska í ánni enn ósvarað, en óvissan um afdrif stofnanna urðu til þess að Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun voru færðar tímabundið í biðflokk. Verkefnisstjórnin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hún gæti ekki gengið lengra við að velta þessum einstaka þætti fyrir sér og vísar málinu áfram. Um þetta verður deilt á næstu mánuðum og árum – það liggur fyrir. Þeir sjö virkjunarkostir sem bætast við þá níu sem fyrir voru í nýtingarflokki gefa rúmlega 600 megavött (MW) ef svo fer að þeir verði allir nýttir, en það er með öllu óvíst í dag. Þá eru innan nýtingarflokks 17 virkjunarkostir og möguleiki á 1.376 MW viðbót við orkuöflun hérlendis til næstu ára og áratuga. Með því að flokka vatnasvið stóránna Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna í verndarflokk hefur hins vegar verið stigið risaskref í náttúruvernd – um það er einhugur og varðar það ekki síst hugmyndir náttúruverndarsamtaka og ferðaþjónustunnar um hálendisþjóðgarð sem kynntar voru fyrir skemmstu. Umsagnarferli um tillögur verkefnisstjórnarinnar um flokkun virkjunarkosta hefst 11. maí Það stendur í til og með 3. ágúst. Þá mun verkefnisstjórnin ganga frá tillögum sínum til ráðherra og afhenda þær 1. september. Ráðherra gengur í framhaldi af því frá tillögu til Alþingis um þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun – eða nýja Rammaáætlun. Neðri-Þjórsá öll í nýtingarflokkÍ skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða: Í nýtingarflokk: Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Austurengjar, Hverahlíð II, Þverárdalur og Blöndulundur. Í verndarflokk fari fjögur svæði: Héraðsvötn (Villinganesvirkjun, Skatastaðavirkjanir C og D), Skjálfandafljót (Fljótshnúksvirkjun og Hrafnabjargavirkjanir A, B og C), Skaftá (Búlandsvirkjun) og Þjórsá vestur (Kjalölduveita). Í biðflokk: Hólmsá (við Atley og án miðlunar), Búðartunguvirkjun, Hagavatnsvirkjun, Stóra-Laxá, Trölladyngja, Innstidalur, Hágönguvirkjun, Fremrinámar, Búrfellslundur og Austurgilsvirkjun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Tengdar fréttir Fagnar tillögum um virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis fagnar þeirri ákvörðun verkefnisstjórnar rammaáætlunar að setja virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nýtingarflokk. 31. mars 2016 18:45 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Fagnar tillögum um virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis fagnar þeirri ákvörðun verkefnisstjórnar rammaáætlunar að setja virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nýtingarflokk. 31. mars 2016 18:45
Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49