Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Snærós Sindradóttir skrifar 12. júlí 2016 07:00 Búvörusamningarnir taka til tíu ára og fela í sér mikinn kostnað fyrir íslenska ríkið. Þingmenn hyggjast gera breytingar á samningunum. Visir/Antonbrink Bændur munu ekki taka því þegjandi ef Alþingi gerir grundvallarbreytingar á búvörusamningum. Horft verður fram hjá minniháttar orðalagsbreytingum og afsniði agnúa en verði breytingarnar meiri en svo munu bændur fara fram á að koma aftur að samningaborðinu og jafnvel kjósa að nýju. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert benti til þess að meirihluti væri fyrir búvörusamningum á Alþingi eins og þeir standa nú. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segist munu gera allt sem í hans valdi stendur til að ákveðnar breytingar verði gerðar. Hann hafi áhyggjur af því að búvörusamningar setji hagræðingu síðustu ára í uppnám. „Ef menn sjá eitthvað í samningunum sem er augljóst að þurfi að færa til betri vegar, meðal annars vegna þess að það stenst ekki lög eða slíkt, þá er eðlilegt að það sé skoðað. En grundvallarskipulag og uppsetning samninganna verður að standa að mínu mati,“ segir Sindri. „Það hefur hver og einn bóndi lagt mat á áhrif samninganna gagnvart sér þegar hann tók ákvörðun um hvort hann greiddi atkvæði með eða á móti þeim. Ef menn ætla að gera einhverjar breytingar sem hafa áhrif á það, breytingar sem munu lækka greiðslur eða raska framleiðsluskipulagi þannig að það komi niður á einstaka bændum, þá erum við kominn á þann stað að verið sé að gera of veigamiklar Sindri segir að um grundvallarbreytingu væri að ræða ef Alþingi vill stytta samningstímann. Mörgum hefur blöskrað að samningstíminn sé tíu ár og nái þar með yfir tvö og hálft kjörtímabil. Það er meðal annars þess vegna sem málið er komið í hnút.Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka ÍslandsSindri segir að samningsferlið hafi verið opið þeirra megin allan tímann og bændum kynnt vel hvað stæði til að gera. „Ég held það megi orða það þannig að ef ráðuneyti landbúnaðarmála hefði nú kannski unnið þetta opnara og meira með þinginu þá værum við ekki í þessari stöðu í dag. Þetta er spurning um umboð viðsemjandans hinum megin frá,“ segir Sindri. Tollasamningur Íslands við ESB gengur að sumu leyti í berhöggi við búnaðarsamninga. Sindri segir að starfshópur bænda hafi unnið að því að milda áhrif tollasamningsins. „Við gerðum kröfu um að búvörusamningarnir yrðu kláraðir áður en menn myndu ákveða tollasamning.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Bændur munu ekki taka því þegjandi ef Alþingi gerir grundvallarbreytingar á búvörusamningum. Horft verður fram hjá minniháttar orðalagsbreytingum og afsniði agnúa en verði breytingarnar meiri en svo munu bændur fara fram á að koma aftur að samningaborðinu og jafnvel kjósa að nýju. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert benti til þess að meirihluti væri fyrir búvörusamningum á Alþingi eins og þeir standa nú. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segist munu gera allt sem í hans valdi stendur til að ákveðnar breytingar verði gerðar. Hann hafi áhyggjur af því að búvörusamningar setji hagræðingu síðustu ára í uppnám. „Ef menn sjá eitthvað í samningunum sem er augljóst að þurfi að færa til betri vegar, meðal annars vegna þess að það stenst ekki lög eða slíkt, þá er eðlilegt að það sé skoðað. En grundvallarskipulag og uppsetning samninganna verður að standa að mínu mati,“ segir Sindri. „Það hefur hver og einn bóndi lagt mat á áhrif samninganna gagnvart sér þegar hann tók ákvörðun um hvort hann greiddi atkvæði með eða á móti þeim. Ef menn ætla að gera einhverjar breytingar sem hafa áhrif á það, breytingar sem munu lækka greiðslur eða raska framleiðsluskipulagi þannig að það komi niður á einstaka bændum, þá erum við kominn á þann stað að verið sé að gera of veigamiklar Sindri segir að um grundvallarbreytingu væri að ræða ef Alþingi vill stytta samningstímann. Mörgum hefur blöskrað að samningstíminn sé tíu ár og nái þar með yfir tvö og hálft kjörtímabil. Það er meðal annars þess vegna sem málið er komið í hnút.Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka ÍslandsSindri segir að samningsferlið hafi verið opið þeirra megin allan tímann og bændum kynnt vel hvað stæði til að gera. „Ég held það megi orða það þannig að ef ráðuneyti landbúnaðarmála hefði nú kannski unnið þetta opnara og meira með þinginu þá værum við ekki í þessari stöðu í dag. Þetta er spurning um umboð viðsemjandans hinum megin frá,“ segir Sindri. Tollasamningur Íslands við ESB gengur að sumu leyti í berhöggi við búnaðarsamninga. Sindri segir að starfshópur bænda hafi unnið að því að milda áhrif tollasamningsins. „Við gerðum kröfu um að búvörusamningarnir yrðu kláraðir áður en menn myndu ákveða tollasamning.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira