Halla með miða á alla leiki Íslands í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2016 12:15 Halla Tómasdóttir mælist með eitt prósent fylgi samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Hún segir ekki mark takandi á könnunum af alvöru fyrr en eftir 21. maí þegar framboðsfrestur rennur út. Vísir/Anton Brink Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi klæddist treyju íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Business and Football ráðstefnunni í morgun. Hún á miða á alla leiki karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar og sagðist í pallborðsumræðum í dag, meira í gríni en alvöru, velta fyrir sér að hætta við framboð sitt og skella sér bara á EM. „Ég fer allavega á Portúgalsleikinn,“ sagði Halla sem mælist með eitt prósent fylgi í skoðanakönnun fréttastofu 365 en niðurstöður voru birtar í morgun. Halla var með 1,7% fylgi í könnun MMR á mánudaginn. Ísland mætir Portúgal í St. Etienne þann 14. júní en um fyrsta leik Íslands í riðlinum er að ræða.Sjá einnig:Kevin Keegan spáir Íslandi sigri á EM Halla var í pallborði með Kevin Keegan, David Moyes og Andra Þór Guðmundssyni hjá Ölgerðinni þar sem til umræðu var hvernig ætti að byggja lið frá grunni. Halla rifjaði upp þegar hún var við háskólanám í Alabama í Bandaríkjunum og tók að sér þjálfun strákaliðsins í fótbolta. „Það voru tvær stjörnur í liðinu, sá sem gat hlaupið rosalega hratt og sá sem skoraði mörkin,“ sagði Halla. Hún hefði áttað sig á því að gera þyrfti breytingar til að ná árangri. Hún fór að sækja leikmenn til skandinavíu og Bretlands. Það hafi ekki verið fyrr en liðið hafi verið orðið jafnara, og treysti ekki lengur á fyrrnefnda tvo leikmenn, sem liðið fór að vinna leiki. Halla sagði trúa því að þegar verið væri að byggja upp lið ætti ekki bara að horfa á hæfileika fólksins sem þú vilt í liðið heldur líka hjartað. Það væri lykillinn að velgengni. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Halla Tómasdóttir segist finna fyrir miklum meðbyr. Skjótt skipist veður í lofti eins og síðustu 24 klukkustundir hafi sýnt. 9. maí 2016 13:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi klæddist treyju íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Business and Football ráðstefnunni í morgun. Hún á miða á alla leiki karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar og sagðist í pallborðsumræðum í dag, meira í gríni en alvöru, velta fyrir sér að hætta við framboð sitt og skella sér bara á EM. „Ég fer allavega á Portúgalsleikinn,“ sagði Halla sem mælist með eitt prósent fylgi í skoðanakönnun fréttastofu 365 en niðurstöður voru birtar í morgun. Halla var með 1,7% fylgi í könnun MMR á mánudaginn. Ísland mætir Portúgal í St. Etienne þann 14. júní en um fyrsta leik Íslands í riðlinum er að ræða.Sjá einnig:Kevin Keegan spáir Íslandi sigri á EM Halla var í pallborði með Kevin Keegan, David Moyes og Andra Þór Guðmundssyni hjá Ölgerðinni þar sem til umræðu var hvernig ætti að byggja lið frá grunni. Halla rifjaði upp þegar hún var við háskólanám í Alabama í Bandaríkjunum og tók að sér þjálfun strákaliðsins í fótbolta. „Það voru tvær stjörnur í liðinu, sá sem gat hlaupið rosalega hratt og sá sem skoraði mörkin,“ sagði Halla. Hún hefði áttað sig á því að gera þyrfti breytingar til að ná árangri. Hún fór að sækja leikmenn til skandinavíu og Bretlands. Það hafi ekki verið fyrr en liðið hafi verið orðið jafnara, og treysti ekki lengur á fyrrnefnda tvo leikmenn, sem liðið fór að vinna leiki. Halla sagði trúa því að þegar verið væri að byggja upp lið ætti ekki bara að horfa á hæfileika fólksins sem þú vilt í liðið heldur líka hjartað. Það væri lykillinn að velgengni.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Halla Tómasdóttir segist finna fyrir miklum meðbyr. Skjótt skipist veður í lofti eins og síðustu 24 klukkustundir hafi sýnt. 9. maí 2016 13:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00
„Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Halla Tómasdóttir segist finna fyrir miklum meðbyr. Skjótt skipist veður í lofti eins og síðustu 24 klukkustundir hafi sýnt. 9. maí 2016 13:00