Björt framtíð hlakkar til kosninganna Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 12:30 Óttarr Proppé býður sig einn fram til embættis formanns og segist spenntur fyrir kosningunum þótt skoðanakannanir bendi til að flokkurinn gæti þurrkast út. Ársfundur Bjartrar framtíðar hófst nú klukkan ellefu en þar fara fram hefðbundin aðalfundarstörf og grunnurinn lagður fyrir komandi alþingiskosningar í október. Óttarr Proppé sækist eftir því að gegna áfram formennsku í flokknum og er einn í framboði. „Ég upplifi það þannig að maður hafi eitthvað í verkið og það sé allavega nóg af verkefnum framundan, það er nóg rugl í þessu samfélagi sem þarf að reyna að berjast fyrir að koma í betra lag. Ég er til í það,“ segir Óttarr.Ekki í pólitík sjálfs síns vegna Björt framtíð hefur nú sex þingmenn en fylgi við flokkinn hefur dalað mjög í skoðanakönnunum og gangi þær eftir gæti svo farið að flokkurinn nái engum manni á þing. Óttarr ber sig engu að síður vel og segist spenntur fyrir kosningunum enda verða þær til þess að opna á umræðu um stóru myndina í íslensku samfélagi og stjórnmálum, fremur en dægurþras um einstakar persónur. „Kosningabaráttan hún náttúrulega felst í umræðu um prinsipp og grundvallaratriði í pólitík og það er umræða sem þarf að gera og við í Bjartri framtíð hlökkum nú eiginlega bara til þess vegna þess að við höfum mjög sterkar skoðanir og sterka stöðu.“ Sjálfur nýtur Óttarr umtalsverðs persónufylgis. En hefur hann íhugað að ganga til lið svið annan flokk til að auka líkurnar á því að geta verið áfram á þingi? „Nei mér hefur nú ekki dottið það í hug enda er ég nú ekki í pólitík sjálfs míns vegna heldur þvert á móti þá býð ég mína krafta fram til þess að standa fyrir góðum málum og berjast gegn slæmum málum og reyna að koma að einhverju gagn í þessu samfélagi. Þannig að mín persóna þjónar í sjálfum sér engum tilgangi nema þá bara sem eitthvað tæki."Berjast gegn fúski í samfélaginu Á fundinum í dag verður umræðu um áherslur flokksins og helstu baráttumál í kosningunum. Óttarr segist ekki eiga von á neinum grundvallarbreytingum þar. „Við höfum auvðitað verið með mikla áherslu á að berjast fyrir auknu réttlæti og minna fúski í íslensku samfélagi. Berjast gegn svona lokuðum hagsmunum og klíkuhagsmunum, eins og kom í ljós í afstöðu okkar við búvörulögin. Og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin. Heilbrigðismál og málefni ungs fólks verða örugglega hátt uppi hjá okkur. En ég held að grundvallarumræðan verði um þær kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Kosningar 2016 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Ársfundur Bjartrar framtíðar hófst nú klukkan ellefu en þar fara fram hefðbundin aðalfundarstörf og grunnurinn lagður fyrir komandi alþingiskosningar í október. Óttarr Proppé sækist eftir því að gegna áfram formennsku í flokknum og er einn í framboði. „Ég upplifi það þannig að maður hafi eitthvað í verkið og það sé allavega nóg af verkefnum framundan, það er nóg rugl í þessu samfélagi sem þarf að reyna að berjast fyrir að koma í betra lag. Ég er til í það,“ segir Óttarr.Ekki í pólitík sjálfs síns vegna Björt framtíð hefur nú sex þingmenn en fylgi við flokkinn hefur dalað mjög í skoðanakönnunum og gangi þær eftir gæti svo farið að flokkurinn nái engum manni á þing. Óttarr ber sig engu að síður vel og segist spenntur fyrir kosningunum enda verða þær til þess að opna á umræðu um stóru myndina í íslensku samfélagi og stjórnmálum, fremur en dægurþras um einstakar persónur. „Kosningabaráttan hún náttúrulega felst í umræðu um prinsipp og grundvallaratriði í pólitík og það er umræða sem þarf að gera og við í Bjartri framtíð hlökkum nú eiginlega bara til þess vegna þess að við höfum mjög sterkar skoðanir og sterka stöðu.“ Sjálfur nýtur Óttarr umtalsverðs persónufylgis. En hefur hann íhugað að ganga til lið svið annan flokk til að auka líkurnar á því að geta verið áfram á þingi? „Nei mér hefur nú ekki dottið það í hug enda er ég nú ekki í pólitík sjálfs míns vegna heldur þvert á móti þá býð ég mína krafta fram til þess að standa fyrir góðum málum og berjast gegn slæmum málum og reyna að koma að einhverju gagn í þessu samfélagi. Þannig að mín persóna þjónar í sjálfum sér engum tilgangi nema þá bara sem eitthvað tæki."Berjast gegn fúski í samfélaginu Á fundinum í dag verður umræðu um áherslur flokksins og helstu baráttumál í kosningunum. Óttarr segist ekki eiga von á neinum grundvallarbreytingum þar. „Við höfum auvðitað verið með mikla áherslu á að berjast fyrir auknu réttlæti og minna fúski í íslensku samfélagi. Berjast gegn svona lokuðum hagsmunum og klíkuhagsmunum, eins og kom í ljós í afstöðu okkar við búvörulögin. Og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin. Heilbrigðismál og málefni ungs fólks verða örugglega hátt uppi hjá okkur. En ég held að grundvallarumræðan verði um þær kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Kosningar 2016 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira