Björt framtíð hlakkar til kosninganna Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 12:30 Óttarr Proppé býður sig einn fram til embættis formanns og segist spenntur fyrir kosningunum þótt skoðanakannanir bendi til að flokkurinn gæti þurrkast út. Ársfundur Bjartrar framtíðar hófst nú klukkan ellefu en þar fara fram hefðbundin aðalfundarstörf og grunnurinn lagður fyrir komandi alþingiskosningar í október. Óttarr Proppé sækist eftir því að gegna áfram formennsku í flokknum og er einn í framboði. „Ég upplifi það þannig að maður hafi eitthvað í verkið og það sé allavega nóg af verkefnum framundan, það er nóg rugl í þessu samfélagi sem þarf að reyna að berjast fyrir að koma í betra lag. Ég er til í það,“ segir Óttarr.Ekki í pólitík sjálfs síns vegna Björt framtíð hefur nú sex þingmenn en fylgi við flokkinn hefur dalað mjög í skoðanakönnunum og gangi þær eftir gæti svo farið að flokkurinn nái engum manni á þing. Óttarr ber sig engu að síður vel og segist spenntur fyrir kosningunum enda verða þær til þess að opna á umræðu um stóru myndina í íslensku samfélagi og stjórnmálum, fremur en dægurþras um einstakar persónur. „Kosningabaráttan hún náttúrulega felst í umræðu um prinsipp og grundvallaratriði í pólitík og það er umræða sem þarf að gera og við í Bjartri framtíð hlökkum nú eiginlega bara til þess vegna þess að við höfum mjög sterkar skoðanir og sterka stöðu.“ Sjálfur nýtur Óttarr umtalsverðs persónufylgis. En hefur hann íhugað að ganga til lið svið annan flokk til að auka líkurnar á því að geta verið áfram á þingi? „Nei mér hefur nú ekki dottið það í hug enda er ég nú ekki í pólitík sjálfs míns vegna heldur þvert á móti þá býð ég mína krafta fram til þess að standa fyrir góðum málum og berjast gegn slæmum málum og reyna að koma að einhverju gagn í þessu samfélagi. Þannig að mín persóna þjónar í sjálfum sér engum tilgangi nema þá bara sem eitthvað tæki."Berjast gegn fúski í samfélaginu Á fundinum í dag verður umræðu um áherslur flokksins og helstu baráttumál í kosningunum. Óttarr segist ekki eiga von á neinum grundvallarbreytingum þar. „Við höfum auvðitað verið með mikla áherslu á að berjast fyrir auknu réttlæti og minna fúski í íslensku samfélagi. Berjast gegn svona lokuðum hagsmunum og klíkuhagsmunum, eins og kom í ljós í afstöðu okkar við búvörulögin. Og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin. Heilbrigðismál og málefni ungs fólks verða örugglega hátt uppi hjá okkur. En ég held að grundvallarumræðan verði um þær kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Kosningar 2016 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Ársfundur Bjartrar framtíðar hófst nú klukkan ellefu en þar fara fram hefðbundin aðalfundarstörf og grunnurinn lagður fyrir komandi alþingiskosningar í október. Óttarr Proppé sækist eftir því að gegna áfram formennsku í flokknum og er einn í framboði. „Ég upplifi það þannig að maður hafi eitthvað í verkið og það sé allavega nóg af verkefnum framundan, það er nóg rugl í þessu samfélagi sem þarf að reyna að berjast fyrir að koma í betra lag. Ég er til í það,“ segir Óttarr.Ekki í pólitík sjálfs síns vegna Björt framtíð hefur nú sex þingmenn en fylgi við flokkinn hefur dalað mjög í skoðanakönnunum og gangi þær eftir gæti svo farið að flokkurinn nái engum manni á þing. Óttarr ber sig engu að síður vel og segist spenntur fyrir kosningunum enda verða þær til þess að opna á umræðu um stóru myndina í íslensku samfélagi og stjórnmálum, fremur en dægurþras um einstakar persónur. „Kosningabaráttan hún náttúrulega felst í umræðu um prinsipp og grundvallaratriði í pólitík og það er umræða sem þarf að gera og við í Bjartri framtíð hlökkum nú eiginlega bara til þess vegna þess að við höfum mjög sterkar skoðanir og sterka stöðu.“ Sjálfur nýtur Óttarr umtalsverðs persónufylgis. En hefur hann íhugað að ganga til lið svið annan flokk til að auka líkurnar á því að geta verið áfram á þingi? „Nei mér hefur nú ekki dottið það í hug enda er ég nú ekki í pólitík sjálfs míns vegna heldur þvert á móti þá býð ég mína krafta fram til þess að standa fyrir góðum málum og berjast gegn slæmum málum og reyna að koma að einhverju gagn í þessu samfélagi. Þannig að mín persóna þjónar í sjálfum sér engum tilgangi nema þá bara sem eitthvað tæki."Berjast gegn fúski í samfélaginu Á fundinum í dag verður umræðu um áherslur flokksins og helstu baráttumál í kosningunum. Óttarr segist ekki eiga von á neinum grundvallarbreytingum þar. „Við höfum auvðitað verið með mikla áherslu á að berjast fyrir auknu réttlæti og minna fúski í íslensku samfélagi. Berjast gegn svona lokuðum hagsmunum og klíkuhagsmunum, eins og kom í ljós í afstöðu okkar við búvörulögin. Og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin. Heilbrigðismál og málefni ungs fólks verða örugglega hátt uppi hjá okkur. En ég held að grundvallarumræðan verði um þær kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Kosningar 2016 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira