Áhyggjufullir foreldrar neita að láta börn dvelja í sársveltum skóla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Dagur B. Eggertsson tók við ályktun leikskólastjórnenda í gær en mikil samstaða er meðal leikskólastarfsfólks og foreldra. fréttablaðið/anton Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa komið af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á borgaryfirvöld að snúa vörn í sókn í leikskóla- og skólamálum. Fimm hundruð undirskriftir söfnuðust á fyrstu þremur tímunum. „Við neitum að láta börnin í borginni dvelja í sársveltum rekstri og krefjumst þess að forgangsraðað verði á nýjan hátt með aðbúnað þeirra og gæði skólastarfsins að leiðarljósi,“ segir í formála undirskriftasöfnunarinnar. Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. Hún segir marga foreldra lýsa yfir áhyggjum af stöðunni og segjast frekar vilja greiða hærri leikskólagjöld en að svelta leikskólana. „Síðustu þrjá daga hafa átta hundruð manns bæst í hópinn,“ segir hún. „Á síðustu árum hefur niðurskurðurinn sett sitt mark á leikskóla dóttur minnar, það er alltaf sama dótið og allt fullt af klósettrúllum og mjólkurfernum sem er eini efniviðurinn fyrir föndur og annað.“ Formaður foreldrafélags Laugasólar tekur undir orð Brynju en félagið hefur stutt leikskólann með kaupum á leikföngum og öðru. „Við kaupum bækur, útidót, fótboltamörk, hjól og bolta svo eitthvað sé nefnt. Það er eitthvað sem leikskólinn ætti að geta keypt en það er ekki fjármagn. Svo reynum við að gleðja þreytt starfsfólk með ostabökkum og öðru álíka,“ segir Helena Gunnarsdóttir. Í samtali við aðra formenn foreldrafélaga kom í ljós að mörg félög styrkja leikskólana með gjöfum og endurnýjun á húsgögnum eða útidóti í stað þess að nota fjármagn í leiksýningar eða annað uppbrot á daglegu starfi. Í gær afhentu leikskólastjórar borgarinnar borgarstjóra ályktun þar sem niðurskurði í leikskólum er mótmælt. Skora þeir á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til leikskóla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa komið af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á borgaryfirvöld að snúa vörn í sókn í leikskóla- og skólamálum. Fimm hundruð undirskriftir söfnuðust á fyrstu þremur tímunum. „Við neitum að láta börnin í borginni dvelja í sársveltum rekstri og krefjumst þess að forgangsraðað verði á nýjan hátt með aðbúnað þeirra og gæði skólastarfsins að leiðarljósi,“ segir í formála undirskriftasöfnunarinnar. Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. Hún segir marga foreldra lýsa yfir áhyggjum af stöðunni og segjast frekar vilja greiða hærri leikskólagjöld en að svelta leikskólana. „Síðustu þrjá daga hafa átta hundruð manns bæst í hópinn,“ segir hún. „Á síðustu árum hefur niðurskurðurinn sett sitt mark á leikskóla dóttur minnar, það er alltaf sama dótið og allt fullt af klósettrúllum og mjólkurfernum sem er eini efniviðurinn fyrir föndur og annað.“ Formaður foreldrafélags Laugasólar tekur undir orð Brynju en félagið hefur stutt leikskólann með kaupum á leikföngum og öðru. „Við kaupum bækur, útidót, fótboltamörk, hjól og bolta svo eitthvað sé nefnt. Það er eitthvað sem leikskólinn ætti að geta keypt en það er ekki fjármagn. Svo reynum við að gleðja þreytt starfsfólk með ostabökkum og öðru álíka,“ segir Helena Gunnarsdóttir. Í samtali við aðra formenn foreldrafélaga kom í ljós að mörg félög styrkja leikskólana með gjöfum og endurnýjun á húsgögnum eða útidóti í stað þess að nota fjármagn í leiksýningar eða annað uppbrot á daglegu starfi. Í gær afhentu leikskólastjórar borgarinnar borgarstjóra ályktun þar sem niðurskurði í leikskólum er mótmælt. Skora þeir á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til leikskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira