Áhyggjufullir foreldrar neita að láta börn dvelja í sársveltum skóla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Dagur B. Eggertsson tók við ályktun leikskólastjórnenda í gær en mikil samstaða er meðal leikskólastarfsfólks og foreldra. fréttablaðið/anton Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa komið af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á borgaryfirvöld að snúa vörn í sókn í leikskóla- og skólamálum. Fimm hundruð undirskriftir söfnuðust á fyrstu þremur tímunum. „Við neitum að láta börnin í borginni dvelja í sársveltum rekstri og krefjumst þess að forgangsraðað verði á nýjan hátt með aðbúnað þeirra og gæði skólastarfsins að leiðarljósi,“ segir í formála undirskriftasöfnunarinnar. Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. Hún segir marga foreldra lýsa yfir áhyggjum af stöðunni og segjast frekar vilja greiða hærri leikskólagjöld en að svelta leikskólana. „Síðustu þrjá daga hafa átta hundruð manns bæst í hópinn,“ segir hún. „Á síðustu árum hefur niðurskurðurinn sett sitt mark á leikskóla dóttur minnar, það er alltaf sama dótið og allt fullt af klósettrúllum og mjólkurfernum sem er eini efniviðurinn fyrir föndur og annað.“ Formaður foreldrafélags Laugasólar tekur undir orð Brynju en félagið hefur stutt leikskólann með kaupum á leikföngum og öðru. „Við kaupum bækur, útidót, fótboltamörk, hjól og bolta svo eitthvað sé nefnt. Það er eitthvað sem leikskólinn ætti að geta keypt en það er ekki fjármagn. Svo reynum við að gleðja þreytt starfsfólk með ostabökkum og öðru álíka,“ segir Helena Gunnarsdóttir. Í samtali við aðra formenn foreldrafélaga kom í ljós að mörg félög styrkja leikskólana með gjöfum og endurnýjun á húsgögnum eða útidóti í stað þess að nota fjármagn í leiksýningar eða annað uppbrot á daglegu starfi. Í gær afhentu leikskólastjórar borgarinnar borgarstjóra ályktun þar sem niðurskurði í leikskólum er mótmælt. Skora þeir á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til leikskóla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa komið af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á borgaryfirvöld að snúa vörn í sókn í leikskóla- og skólamálum. Fimm hundruð undirskriftir söfnuðust á fyrstu þremur tímunum. „Við neitum að láta börnin í borginni dvelja í sársveltum rekstri og krefjumst þess að forgangsraðað verði á nýjan hátt með aðbúnað þeirra og gæði skólastarfsins að leiðarljósi,“ segir í formála undirskriftasöfnunarinnar. Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. Hún segir marga foreldra lýsa yfir áhyggjum af stöðunni og segjast frekar vilja greiða hærri leikskólagjöld en að svelta leikskólana. „Síðustu þrjá daga hafa átta hundruð manns bæst í hópinn,“ segir hún. „Á síðustu árum hefur niðurskurðurinn sett sitt mark á leikskóla dóttur minnar, það er alltaf sama dótið og allt fullt af klósettrúllum og mjólkurfernum sem er eini efniviðurinn fyrir föndur og annað.“ Formaður foreldrafélags Laugasólar tekur undir orð Brynju en félagið hefur stutt leikskólann með kaupum á leikföngum og öðru. „Við kaupum bækur, útidót, fótboltamörk, hjól og bolta svo eitthvað sé nefnt. Það er eitthvað sem leikskólinn ætti að geta keypt en það er ekki fjármagn. Svo reynum við að gleðja þreytt starfsfólk með ostabökkum og öðru álíka,“ segir Helena Gunnarsdóttir. Í samtali við aðra formenn foreldrafélaga kom í ljós að mörg félög styrkja leikskólana með gjöfum og endurnýjun á húsgögnum eða útidóti í stað þess að nota fjármagn í leiksýningar eða annað uppbrot á daglegu starfi. Í gær afhentu leikskólastjórar borgarinnar borgarstjóra ályktun þar sem niðurskurði í leikskólum er mótmælt. Skora þeir á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til leikskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira