Úr drullunni verður fegurðin til Magnús Guðmundsson skrifar 6. október 2016 11:15 Tolli og aðstoðarmaður hans voru í óða önn við að hengja upp myndir vítt og breytt um Kringluna í gær. Visir/GVA Það vakti með mörgum hneykslan í heimi listarinnar þegar myndlistarmaðurinn Tolli opnaði sýningu á olíumálverkum í Kringlunni fyrir rúmum tuttugu árum. Hann lét það þó það allt sem vind um eyru þjóta og hefur haldið ótrauður áfram að færa listina til almennings með ýmsum hætti og í dag opnar hann að nýju sýningu í Kringlunni. „Þetta er auðvitað það sem ábyrgir aðilar eiga að sinna. Það er allt gott um það að segja að vera með listasöfn og gallerí en við eigum að vera í því að brjóta landamæri. Þegar það er gert á þennan hátt, sem er bara fokking snilld, þá bara býr maður til gallerí inni á torginu þar sem fólkið er. Þetta er meiri snertiflötur við samfélagið en það er nokkurn tíma hægt að ná í galleríi. Auðvitað sýnir maður líka í galleríi og ég er ekkert að setja út á það. En ég vil nýta svona tækifæri og fara í áttina að fólki frekar en frá því.“ Tolli segir að það sé ekki laust við að sýning í rými á borð við Kringluna sé hugsuð aðeins öðruvísi en til að mynda sýning í galleríi. „Ég er til að mynda hér með seríu af portrettmyndum af fólki að hugleiða sem er sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu. Mig langaði til þess að koma með þetta andrúmsloft inn í þennan asa sem er hérna og þetta er reyndar þemaskipt sýning en allir kaflarnir hafa þó að gera með hugann. Ég er með náttúruna, móður jörð, í landslagsmyndum sem hafa verið mínar ær og kýr. Svo kemur tilvistin og þá kemur íslenska eyðibýlið inn, en það hefur verið svona ákveðin þráhyggja hjá mér. Í einsemd sinni endurspeglar eyðibýlið hverfulleika lífsins. Þú fæðist, eldist og deyrð. Það er ákveðin fegurð í því. Svo er ég með abstrakt, expressjónískar myndir sem er óreiða hugans og að lokum myndir af Búdda en búnar til úr alls konar drasli. Þetta er magnað stöff þar sem maður er að leika sér með goðsögnina um lótusblómið og forina; úr drullunni verður fegurðin til. Við þroskumst í andstreyminu. Síðan er ég með þessar myndir af fólki að hugleiða sem vísa til þess að það er öllum eðlilegt og náttúrulegt að hugleiða. Og það er líka eins gott að við gerum það því þetta er öflugasta leiðin til þess að díla við það að sitja uppi með heila eins og við erum með. Undirrót allra vandræða okkar. Við mannkynið erum í vandræðum í dag og það er ekki út af kapítalisma eða kommúnisma heldur út af huganum. Hitt er bara afleiðing og þar er hugleiðing beisik hlutur. Ég er því að spá í að hugleiða hér í hádeginu alla daga á meðan á sýningunni stendur. Nú er ég að opna á morgun og þá byrja ég strax að vera á staðnum og ráfa hér um eins og draugur í rauðum slopp með nátthúfu.“ Segir Tolli og skellihlær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. október. Menning Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira
Það vakti með mörgum hneykslan í heimi listarinnar þegar myndlistarmaðurinn Tolli opnaði sýningu á olíumálverkum í Kringlunni fyrir rúmum tuttugu árum. Hann lét það þó það allt sem vind um eyru þjóta og hefur haldið ótrauður áfram að færa listina til almennings með ýmsum hætti og í dag opnar hann að nýju sýningu í Kringlunni. „Þetta er auðvitað það sem ábyrgir aðilar eiga að sinna. Það er allt gott um það að segja að vera með listasöfn og gallerí en við eigum að vera í því að brjóta landamæri. Þegar það er gert á þennan hátt, sem er bara fokking snilld, þá bara býr maður til gallerí inni á torginu þar sem fólkið er. Þetta er meiri snertiflötur við samfélagið en það er nokkurn tíma hægt að ná í galleríi. Auðvitað sýnir maður líka í galleríi og ég er ekkert að setja út á það. En ég vil nýta svona tækifæri og fara í áttina að fólki frekar en frá því.“ Tolli segir að það sé ekki laust við að sýning í rými á borð við Kringluna sé hugsuð aðeins öðruvísi en til að mynda sýning í galleríi. „Ég er til að mynda hér með seríu af portrettmyndum af fólki að hugleiða sem er sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu. Mig langaði til þess að koma með þetta andrúmsloft inn í þennan asa sem er hérna og þetta er reyndar þemaskipt sýning en allir kaflarnir hafa þó að gera með hugann. Ég er með náttúruna, móður jörð, í landslagsmyndum sem hafa verið mínar ær og kýr. Svo kemur tilvistin og þá kemur íslenska eyðibýlið inn, en það hefur verið svona ákveðin þráhyggja hjá mér. Í einsemd sinni endurspeglar eyðibýlið hverfulleika lífsins. Þú fæðist, eldist og deyrð. Það er ákveðin fegurð í því. Svo er ég með abstrakt, expressjónískar myndir sem er óreiða hugans og að lokum myndir af Búdda en búnar til úr alls konar drasli. Þetta er magnað stöff þar sem maður er að leika sér með goðsögnina um lótusblómið og forina; úr drullunni verður fegurðin til. Við þroskumst í andstreyminu. Síðan er ég með þessar myndir af fólki að hugleiða sem vísa til þess að það er öllum eðlilegt og náttúrulegt að hugleiða. Og það er líka eins gott að við gerum það því þetta er öflugasta leiðin til þess að díla við það að sitja uppi með heila eins og við erum með. Undirrót allra vandræða okkar. Við mannkynið erum í vandræðum í dag og það er ekki út af kapítalisma eða kommúnisma heldur út af huganum. Hitt er bara afleiðing og þar er hugleiðing beisik hlutur. Ég er því að spá í að hugleiða hér í hádeginu alla daga á meðan á sýningunni stendur. Nú er ég að opna á morgun og þá byrja ég strax að vera á staðnum og ráfa hér um eins og draugur í rauðum slopp með nátthúfu.“ Segir Tolli og skellihlær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. október.
Menning Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira