Finnar ósáttir við sigurmark Íslands: „Ég er svo fúll núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2016 22:15 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann ótrúlegan sigur á Finnum á Laugardalsvelli í kvöld í fyrsta heimleik okkar í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Staðan var 1-2 fyrir Finnum eftir venjulegan leiktíma en það vantaði ekkert upp á dramatíkina í uppbótartímanum þegar strákarnir okkar skoruðu tvö mörk og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið var umdeilt og voru finnsku leikmennirnir afar ósáttir við dómara leiksins en markið stóð. Þá sagði Hans Backe þjálfari Finna á blaðamannafundi eftir leikinn að það væri hneyksli að markið skuli hafa verið dæmt gilt. Á þræði á vefsíðunni Reddit eru Finnar líka óhræddir við að tjá sig um úrslit leiksins og aðrir notendur vefsins segjast finna til með Finnum. Þannig segir einn notandi: „Vá, ef ég væri stuðningsmaður Finnlands myndi ég drekka mig til dauða. Guð minn góður.“ Einn finnskur notandi segir: „Þetta gerist í hverri einustu undankeppni nema að núna var það dómarinn sem klúðraði þessu fyrir okkur en ekki okkar eigin getuleysi eða miklu betri andstæðingur.“ Annar Finni segir að sínir menn hafi að minnsta kosti átt skilið jafntefli: „Þetta átti aldrei að vera mark, markmaðurinn var með boltann. Ég er svo fúll núna, við áttum að minnsta kosti skilið jafntefli.“ Einn Finni til viðbótar veltir því fyrir sér af hverju þjóðin sé yfir höfuð að spila fótbolta. „Ég er svo ógeðslega þreyttur á þessu. Það eru komnar 40 mínútur og ég finn bara ekki neitt. Af hverju að spila yfir höfuð fótbolta? Við gætum bara hætt að spila fótbolta. Ég veit ekki.“Markið umdeilda má sjá í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fleiri fréttir Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann ótrúlegan sigur á Finnum á Laugardalsvelli í kvöld í fyrsta heimleik okkar í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Staðan var 1-2 fyrir Finnum eftir venjulegan leiktíma en það vantaði ekkert upp á dramatíkina í uppbótartímanum þegar strákarnir okkar skoruðu tvö mörk og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið var umdeilt og voru finnsku leikmennirnir afar ósáttir við dómara leiksins en markið stóð. Þá sagði Hans Backe þjálfari Finna á blaðamannafundi eftir leikinn að það væri hneyksli að markið skuli hafa verið dæmt gilt. Á þræði á vefsíðunni Reddit eru Finnar líka óhræddir við að tjá sig um úrslit leiksins og aðrir notendur vefsins segjast finna til með Finnum. Þannig segir einn notandi: „Vá, ef ég væri stuðningsmaður Finnlands myndi ég drekka mig til dauða. Guð minn góður.“ Einn finnskur notandi segir: „Þetta gerist í hverri einustu undankeppni nema að núna var það dómarinn sem klúðraði þessu fyrir okkur en ekki okkar eigin getuleysi eða miklu betri andstæðingur.“ Annar Finni segir að sínir menn hafi að minnsta kosti átt skilið jafntefli: „Þetta átti aldrei að vera mark, markmaðurinn var með boltann. Ég er svo fúll núna, við áttum að minnsta kosti skilið jafntefli.“ Einn Finni til viðbótar veltir því fyrir sér af hverju þjóðin sé yfir höfuð að spila fótbolta. „Ég er svo ógeðslega þreyttur á þessu. Það eru komnar 40 mínútur og ég finn bara ekki neitt. Af hverju að spila yfir höfuð fótbolta? Við gætum bara hætt að spila fótbolta. Ég veit ekki.“Markið umdeilda má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fleiri fréttir Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45
Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07
Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52