Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur sett svip sinn á mannlífið í Reykjavík síðustu daga og mátti sjá mörg þúsund erlenda ferðamenn á götum borgarinnar, einungis til að heimsækja Ísland og verða viðstaddir tónlistarhátíðina.
Vísir hefur verið með ítarlega umfjöllun og Airwaves að þessu sinni og þótti hátíðin heppnast einstaklega vel í ár.
Andri Marínó, ljósmyndari 365, hefur verið á fleygiferð útum allt um helgina og náði hann að fanga stemninguna á nokkrum tónleikastöðum.
Á laugardagskvöldið var hann mættur á Húrra og náði myndum af tónleikagestum sem mættir voru til að sjá $igmund. Því næst fór hann á Hip-Hop kvöld í Valshöllinni þar sem hann myndaði gesti sem mættir voru til að horfa á Tiny, Silvana Imam, Aron Can, Kano, Herra Hnetusmjör, Glacier Mafia, Landaboi$ og Úlfur Úlfur.
Á sunnudeginum myndaði hann síðast tónleika RVKDNB, PJ Harvey og Una Stef en hér að neðan má sjá risastórt myndasafn sem sýnir stemninguna á Airwaves um helgina.
Myndaveisla frá Airwaves: Frábær helgi að baki í Reykjavík
Stefán Árni Pálsson skrifar
