Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins: „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 19:22 Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins í dag þegar borgarstjóra var afhent áskorun um að bregðast skjótt við fólksflótta úr stéttinni og lítilli nýliðun, vegna bágra kjara grunnskólakennara. Á þremur dögum skrifuðu ríflega þrjú þúsund kennarar undir áskorunina, eða tæplega sjötíu prósent allra grunnskólakennara á landinu. Félag grunnskólakennara fundaði í dag með Sambandi sveitarfélaga en engar fregnir hafa borist um að samningar hafi náðst. Grunnskólakennarar krefjast þess að sveitarfélögin bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna lélegra launa stéttarinnar en samningar kennara hafa verið lausir frá því í september. Ef ekki verði gripið í taumana sé ljóst grunnþjónustan muni bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum og íslenskt menntakerfi er komið að þolmörkum. Það þarf að bregðast við þessum vanda,” segir Erla Súsanna Þórisdóttir, kennari. „Það þarf fyrir það fyrsta að bæta laun kennara í samræmi við menntun og ábyrgð. Einnig að skoða kennaranámið í heild sinni því aðsóknin í kennaranámið er dapurleg. Það þarf líka meira fjármagn í skólana til að styðja við nemendur og starfið í heild sinni.“ Þriðjungur kennaranema á Íslandi skrifuðu einnig undir lista sem var afhentur borgarstjóra til að styðja við kröfur kennara en fáir nýnemar í kennaranámi eru mikið áhyggjuefni. Á tíu árum hefur til að mynda orðið sjötíu prósent fækkun nýnema í kennaranámi við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Nú eru eingöngu áttatíu kennaranemar á fyrsta ári. Reynslan sýnir að um helmingur kennaranema skilar sér í kennarastarfið þannig að gera má ráð fyrir að fjörutíu kennarar menntaðir við HÍ hefji störf á ári hverju. Þess má þó geta að kennaramenntun er einnig við Háskólann á Akureyri. Á sama tíma er kennarastéttin að eldast og á næstu árum munu um 113 kennarar fara á eftirlaun á ári. Hér eru kennarar sem hverfa til annarra starfa ekki teknir með en þeir eru fjölmargir og fer fjölgandi. Þetta þýðir að óhjákvæmilega muni sveitarfélögin þurfa að ráða ómenntað fólk til starfa í grunnskólunum á næstu árum. Borgarstjóri tekur undir að staðan sé alvarleg og telur kröfur kennara vera eitt dæmi af mörgum um hvernig úrskurður kjararáðs hefur hleypt illu blóði í kjaradeilur. „Ég tek bara undir það. Það hlýtur að vera eitt fyrsta verkefni Alþingis að grípa inn í og tryggja að þetta verði ekki. Það getur ekki gengið að það gangi eitt yfir toppana í samfélaginu og annað um þá sem eru að semja um kaup og kjör,” segir Dagur. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Sjá meira
Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins í dag þegar borgarstjóra var afhent áskorun um að bregðast skjótt við fólksflótta úr stéttinni og lítilli nýliðun, vegna bágra kjara grunnskólakennara. Á þremur dögum skrifuðu ríflega þrjú þúsund kennarar undir áskorunina, eða tæplega sjötíu prósent allra grunnskólakennara á landinu. Félag grunnskólakennara fundaði í dag með Sambandi sveitarfélaga en engar fregnir hafa borist um að samningar hafi náðst. Grunnskólakennarar krefjast þess að sveitarfélögin bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna lélegra launa stéttarinnar en samningar kennara hafa verið lausir frá því í september. Ef ekki verði gripið í taumana sé ljóst grunnþjónustan muni bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum og íslenskt menntakerfi er komið að þolmörkum. Það þarf að bregðast við þessum vanda,” segir Erla Súsanna Þórisdóttir, kennari. „Það þarf fyrir það fyrsta að bæta laun kennara í samræmi við menntun og ábyrgð. Einnig að skoða kennaranámið í heild sinni því aðsóknin í kennaranámið er dapurleg. Það þarf líka meira fjármagn í skólana til að styðja við nemendur og starfið í heild sinni.“ Þriðjungur kennaranema á Íslandi skrifuðu einnig undir lista sem var afhentur borgarstjóra til að styðja við kröfur kennara en fáir nýnemar í kennaranámi eru mikið áhyggjuefni. Á tíu árum hefur til að mynda orðið sjötíu prósent fækkun nýnema í kennaranámi við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Nú eru eingöngu áttatíu kennaranemar á fyrsta ári. Reynslan sýnir að um helmingur kennaranema skilar sér í kennarastarfið þannig að gera má ráð fyrir að fjörutíu kennarar menntaðir við HÍ hefji störf á ári hverju. Þess má þó geta að kennaramenntun er einnig við Háskólann á Akureyri. Á sama tíma er kennarastéttin að eldast og á næstu árum munu um 113 kennarar fara á eftirlaun á ári. Hér eru kennarar sem hverfa til annarra starfa ekki teknir með en þeir eru fjölmargir og fer fjölgandi. Þetta þýðir að óhjákvæmilega muni sveitarfélögin þurfa að ráða ómenntað fólk til starfa í grunnskólunum á næstu árum. Borgarstjóri tekur undir að staðan sé alvarleg og telur kröfur kennara vera eitt dæmi af mörgum um hvernig úrskurður kjararáðs hefur hleypt illu blóði í kjaradeilur. „Ég tek bara undir það. Það hlýtur að vera eitt fyrsta verkefni Alþingis að grípa inn í og tryggja að þetta verði ekki. Það getur ekki gengið að það gangi eitt yfir toppana í samfélaginu og annað um þá sem eru að semja um kaup og kjör,” segir Dagur.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Sjá meira