Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins: „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 19:22 Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins í dag þegar borgarstjóra var afhent áskorun um að bregðast skjótt við fólksflótta úr stéttinni og lítilli nýliðun, vegna bágra kjara grunnskólakennara. Á þremur dögum skrifuðu ríflega þrjú þúsund kennarar undir áskorunina, eða tæplega sjötíu prósent allra grunnskólakennara á landinu. Félag grunnskólakennara fundaði í dag með Sambandi sveitarfélaga en engar fregnir hafa borist um að samningar hafi náðst. Grunnskólakennarar krefjast þess að sveitarfélögin bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna lélegra launa stéttarinnar en samningar kennara hafa verið lausir frá því í september. Ef ekki verði gripið í taumana sé ljóst grunnþjónustan muni bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum og íslenskt menntakerfi er komið að þolmörkum. Það þarf að bregðast við þessum vanda,” segir Erla Súsanna Þórisdóttir, kennari. „Það þarf fyrir það fyrsta að bæta laun kennara í samræmi við menntun og ábyrgð. Einnig að skoða kennaranámið í heild sinni því aðsóknin í kennaranámið er dapurleg. Það þarf líka meira fjármagn í skólana til að styðja við nemendur og starfið í heild sinni.“ Þriðjungur kennaranema á Íslandi skrifuðu einnig undir lista sem var afhentur borgarstjóra til að styðja við kröfur kennara en fáir nýnemar í kennaranámi eru mikið áhyggjuefni. Á tíu árum hefur til að mynda orðið sjötíu prósent fækkun nýnema í kennaranámi við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Nú eru eingöngu áttatíu kennaranemar á fyrsta ári. Reynslan sýnir að um helmingur kennaranema skilar sér í kennarastarfið þannig að gera má ráð fyrir að fjörutíu kennarar menntaðir við HÍ hefji störf á ári hverju. Þess má þó geta að kennaramenntun er einnig við Háskólann á Akureyri. Á sama tíma er kennarastéttin að eldast og á næstu árum munu um 113 kennarar fara á eftirlaun á ári. Hér eru kennarar sem hverfa til annarra starfa ekki teknir með en þeir eru fjölmargir og fer fjölgandi. Þetta þýðir að óhjákvæmilega muni sveitarfélögin þurfa að ráða ómenntað fólk til starfa í grunnskólunum á næstu árum. Borgarstjóri tekur undir að staðan sé alvarleg og telur kröfur kennara vera eitt dæmi af mörgum um hvernig úrskurður kjararáðs hefur hleypt illu blóði í kjaradeilur. „Ég tek bara undir það. Það hlýtur að vera eitt fyrsta verkefni Alþingis að grípa inn í og tryggja að þetta verði ekki. Það getur ekki gengið að það gangi eitt yfir toppana í samfélaginu og annað um þá sem eru að semja um kaup og kjör,” segir Dagur. Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins í dag þegar borgarstjóra var afhent áskorun um að bregðast skjótt við fólksflótta úr stéttinni og lítilli nýliðun, vegna bágra kjara grunnskólakennara. Á þremur dögum skrifuðu ríflega þrjú þúsund kennarar undir áskorunina, eða tæplega sjötíu prósent allra grunnskólakennara á landinu. Félag grunnskólakennara fundaði í dag með Sambandi sveitarfélaga en engar fregnir hafa borist um að samningar hafi náðst. Grunnskólakennarar krefjast þess að sveitarfélögin bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna lélegra launa stéttarinnar en samningar kennara hafa verið lausir frá því í september. Ef ekki verði gripið í taumana sé ljóst grunnþjónustan muni bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum og íslenskt menntakerfi er komið að þolmörkum. Það þarf að bregðast við þessum vanda,” segir Erla Súsanna Þórisdóttir, kennari. „Það þarf fyrir það fyrsta að bæta laun kennara í samræmi við menntun og ábyrgð. Einnig að skoða kennaranámið í heild sinni því aðsóknin í kennaranámið er dapurleg. Það þarf líka meira fjármagn í skólana til að styðja við nemendur og starfið í heild sinni.“ Þriðjungur kennaranema á Íslandi skrifuðu einnig undir lista sem var afhentur borgarstjóra til að styðja við kröfur kennara en fáir nýnemar í kennaranámi eru mikið áhyggjuefni. Á tíu árum hefur til að mynda orðið sjötíu prósent fækkun nýnema í kennaranámi við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Nú eru eingöngu áttatíu kennaranemar á fyrsta ári. Reynslan sýnir að um helmingur kennaranema skilar sér í kennarastarfið þannig að gera má ráð fyrir að fjörutíu kennarar menntaðir við HÍ hefji störf á ári hverju. Þess má þó geta að kennaramenntun er einnig við Háskólann á Akureyri. Á sama tíma er kennarastéttin að eldast og á næstu árum munu um 113 kennarar fara á eftirlaun á ári. Hér eru kennarar sem hverfa til annarra starfa ekki teknir með en þeir eru fjölmargir og fer fjölgandi. Þetta þýðir að óhjákvæmilega muni sveitarfélögin þurfa að ráða ómenntað fólk til starfa í grunnskólunum á næstu árum. Borgarstjóri tekur undir að staðan sé alvarleg og telur kröfur kennara vera eitt dæmi af mörgum um hvernig úrskurður kjararáðs hefur hleypt illu blóði í kjaradeilur. „Ég tek bara undir það. Það hlýtur að vera eitt fyrsta verkefni Alþingis að grípa inn í og tryggja að þetta verði ekki. Það getur ekki gengið að það gangi eitt yfir toppana í samfélaginu og annað um þá sem eru að semja um kaup og kjör,” segir Dagur.
Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira