Ingó hjólar í Iceland Airwaves: „Jón væntanlega ekki nógu hip og kúl fyrir skipuleggjendur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 20:13 Jón segist í samtali við Vísi vera hinn rólegasti yfir þessu öllu saman. Vísir/Pjetur/Vilhelm Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni. „Fyrir hverja er hátíðin Iceland Airwaves eiginlega þegar Jón Jónsson vinsælasti tónlistarmaður landsins fær neitun þegar hann biður um að fá að spila á hátíðinni?“ skrifar Ingó og heldur áfram. „Nú liggur það fyrir að þessi hátíð er að fá fleiri milljónir í styrki frá Reykjavíkurborg og sjóðum ríkisins með þeim rökum væntanlega að þetta sé frábær kynning á okkar tónlistarfólki.“ Hann segir einnig að ef hátíðin eigi að vera fyrir alla væri frábært að jafn vinsæll tónlistarmaður og Jón kæmi fram og fengi að flytja tónlist sína fyrir erlenda gesti. „Það þykir greinilega vera mikilvægara þegar þú vilt kynna tónlist þína á Iceland Airwaves að þekkja rétta fólkið eða vera í klíkunni en að hafa átt fjölmörg vinsælustu lög landsins síðustu 4-5 árin.“Jón hinn rólegasti Jón staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi sótt um og að umsókn hans hafi ekki verið staðfest. Hann sé þó rólegur yfir þessu öllu saman og er í fríi í Flórída. „Nei ég var bara svo bitur yfir þessu að ég pantaði „one-way ticket“ til Flórída,“ segir Jón og slær á létta strengi. „Þetta eru allt saman réttar upplýsingar. En þó ekki þannig að ég sé í einhverju rugli bitur. Ingó fannst þetta bara svo merkilegt, ég var ekki mikið að kippa mér upp við þetta,“ segir Jón. „Ég sótti bara um núna því að vinkona mín vinnur hjá Airwaves og hún sagði mér að ég yrði að sækja um. Og ég gerði það og svo var hún bara ekki samþykkt.“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar Ingós. „Daginn eftir eina bestu IA hátíð frá upphafi hef ég enga löngun að rífast útaf einhverju sem Ingó segir og heldur. Hann má hafa sína skoðun á þessu. Ekkert að því. Jón Jónsson er hins vegar toppmaður sem spilaði á IA fyrir nokkrum árum og tók ein 3 off-venue gigg í ár. Geggjuð hátíð að baki,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Færslu Ingó má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Airwaves Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni. „Fyrir hverja er hátíðin Iceland Airwaves eiginlega þegar Jón Jónsson vinsælasti tónlistarmaður landsins fær neitun þegar hann biður um að fá að spila á hátíðinni?“ skrifar Ingó og heldur áfram. „Nú liggur það fyrir að þessi hátíð er að fá fleiri milljónir í styrki frá Reykjavíkurborg og sjóðum ríkisins með þeim rökum væntanlega að þetta sé frábær kynning á okkar tónlistarfólki.“ Hann segir einnig að ef hátíðin eigi að vera fyrir alla væri frábært að jafn vinsæll tónlistarmaður og Jón kæmi fram og fengi að flytja tónlist sína fyrir erlenda gesti. „Það þykir greinilega vera mikilvægara þegar þú vilt kynna tónlist þína á Iceland Airwaves að þekkja rétta fólkið eða vera í klíkunni en að hafa átt fjölmörg vinsælustu lög landsins síðustu 4-5 árin.“Jón hinn rólegasti Jón staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi sótt um og að umsókn hans hafi ekki verið staðfest. Hann sé þó rólegur yfir þessu öllu saman og er í fríi í Flórída. „Nei ég var bara svo bitur yfir þessu að ég pantaði „one-way ticket“ til Flórída,“ segir Jón og slær á létta strengi. „Þetta eru allt saman réttar upplýsingar. En þó ekki þannig að ég sé í einhverju rugli bitur. Ingó fannst þetta bara svo merkilegt, ég var ekki mikið að kippa mér upp við þetta,“ segir Jón. „Ég sótti bara um núna því að vinkona mín vinnur hjá Airwaves og hún sagði mér að ég yrði að sækja um. Og ég gerði það og svo var hún bara ekki samþykkt.“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar Ingós. „Daginn eftir eina bestu IA hátíð frá upphafi hef ég enga löngun að rífast útaf einhverju sem Ingó segir og heldur. Hann má hafa sína skoðun á þessu. Ekkert að því. Jón Jónsson er hins vegar toppmaður sem spilaði á IA fyrir nokkrum árum og tók ein 3 off-venue gigg í ár. Geggjuð hátíð að baki,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Færslu Ingó má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Airwaves Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“