Nær að nefna hátíðina eftir norðurljósunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2016 10:15 Ögmundur Þór í yfirgefinni verksmiðju í Berlín, þar sem þessi rauði sófi hafði verið skilinn eftir. Mynd/Rut Sigurðardóttir „Helstu markmiðin með hátíðinni eru að kynna klassíska gítarinn hjá nýjum markhópi, efla kunnáttu hjá nemendum og koma Íslandi á kortið á alþjóðlega gítarmarkaðinum,“ segir Ögmundur Þór Jóhannesson, annar listrænna stjórnenda Midnight Sun Guitar Festival sem haldin er í fjórða sinn hér á landi á næstu dögum. Hátíðin er haldin í samstarfi við Listaháskóla Íslands og fer fram í salnum Sölvhóli að Sölvhólsgötu 13. Auk Ögmundar halda hin þýska Yvonne Zehner og Spánverjinn Tomás Campos Crespo þar tónleika og síðasta kvöldið verða galatónleikar þar sem nemendur og listamenn hátíðarinnar koma fram. Ögmundur grínast með að auðvitað hefði verið nær að nefna hátíðina eftir norðurljósunum að þessu sinni vegna árstímans en hitt nafnið hafi þegar fest í sessi. „Fyrri hátíðir hafa verið haldnar að sumri til en þá reyndist erfitt að ná saman nemendum, þeir voru komnir í garðvinnu og búnir að brjóta á sér neglurnar!“ útskýrir hann.Nemendur og kennarar í klassískum gítarleik eru mun færri en þeir sem eru kringum rafmagnsgítarinn, að sögn Ögmundar sem finnst að samheldni milli þeirra mætti vera meiri. „En það skapast mikil tengsl og félagslíf á svona gítarhátíðum,“ segir hann og talar af reynslu því hann hefur komið fram á mörgum slíkum, meðal annars í Malasíu, Víetnam, Indónesíu, Kína og Rússlandi og er boðinn á tvær í Þýskalandi á þessu ári og fræga Shengyang-hátíð í Kína. „Ég kem fram sem listamaður, spila fyrir fólkið og kenni gítarleik, sviðsframkomu, undirbúning og skipulagningu æfingartíma,“ lýsir hann. Ögmundur vinnur aðallega í Asíu, en kveðst hafa verið á flakki eins og sígauni í þrjú ár. Í Asíu rekur hann fyrirtækið Global Gitar Institute, ásamt samstarfsmanni í Þýskalandi. Starfið snýst um að efla áhuga á klassískum gítarleik og auðvelda hæfileikaríkum nemendum í Asíu að komast í nám til Evrópu og ná í innblástur þangað sem þessi listgrein á rætur sínar að rekja. Einnig að skipuleggja menningarferðir til Evrópu í bland við námskeiðahald. „Það má segja að markmiðið sé alls staðar svipað og með gítarhátíðunum hér, að stækka markhópinn og styðja við þá sem eru nú þegar í klassískum gítarleik, bæði nemendur og kennara.“ Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Helstu markmiðin með hátíðinni eru að kynna klassíska gítarinn hjá nýjum markhópi, efla kunnáttu hjá nemendum og koma Íslandi á kortið á alþjóðlega gítarmarkaðinum,“ segir Ögmundur Þór Jóhannesson, annar listrænna stjórnenda Midnight Sun Guitar Festival sem haldin er í fjórða sinn hér á landi á næstu dögum. Hátíðin er haldin í samstarfi við Listaháskóla Íslands og fer fram í salnum Sölvhóli að Sölvhólsgötu 13. Auk Ögmundar halda hin þýska Yvonne Zehner og Spánverjinn Tomás Campos Crespo þar tónleika og síðasta kvöldið verða galatónleikar þar sem nemendur og listamenn hátíðarinnar koma fram. Ögmundur grínast með að auðvitað hefði verið nær að nefna hátíðina eftir norðurljósunum að þessu sinni vegna árstímans en hitt nafnið hafi þegar fest í sessi. „Fyrri hátíðir hafa verið haldnar að sumri til en þá reyndist erfitt að ná saman nemendum, þeir voru komnir í garðvinnu og búnir að brjóta á sér neglurnar!“ útskýrir hann.Nemendur og kennarar í klassískum gítarleik eru mun færri en þeir sem eru kringum rafmagnsgítarinn, að sögn Ögmundar sem finnst að samheldni milli þeirra mætti vera meiri. „En það skapast mikil tengsl og félagslíf á svona gítarhátíðum,“ segir hann og talar af reynslu því hann hefur komið fram á mörgum slíkum, meðal annars í Malasíu, Víetnam, Indónesíu, Kína og Rússlandi og er boðinn á tvær í Þýskalandi á þessu ári og fræga Shengyang-hátíð í Kína. „Ég kem fram sem listamaður, spila fyrir fólkið og kenni gítarleik, sviðsframkomu, undirbúning og skipulagningu æfingartíma,“ lýsir hann. Ögmundur vinnur aðallega í Asíu, en kveðst hafa verið á flakki eins og sígauni í þrjú ár. Í Asíu rekur hann fyrirtækið Global Gitar Institute, ásamt samstarfsmanni í Þýskalandi. Starfið snýst um að efla áhuga á klassískum gítarleik og auðvelda hæfileikaríkum nemendum í Asíu að komast í nám til Evrópu og ná í innblástur þangað sem þessi listgrein á rætur sínar að rekja. Einnig að skipuleggja menningarferðir til Evrópu í bland við námskeiðahald. „Það má segja að markmiðið sé alls staðar svipað og með gítarhátíðunum hér, að stækka markhópinn og styðja við þá sem eru nú þegar í klassískum gítarleik, bæði nemendur og kennara.“
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira