Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Bjarki Ármannsson skrifar 3. júní 2016 15:53 Bænarhöldum var að mestu lokið þegar blaðamann og ljósmyndara Vísis bar að garði. Vísir/Stefán Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. Ímam menningarsetursins segir félagsmenn hafa mætt í þeirri trú að Ýmishúsið væri opið. Múslímar biðja sérstaka bæn föstudag hvern sem kallast djúma og fór sú athöfn að þessu sinni fram fyrir framan utandyra. „Við erum búin að leita að stóru rými þar sem við getum boðið upp á bænahald en við gátum ekki fundið neitt með svona skömmum fyrirvara,“ segir Ahmad Seddeeq, ímam Menningarseturs múslima. „Svo hefði líka þurft að láta alla vita af nýju staðsetningunni.“Múslímar biðja sérstaka bæn föstudag hvern sem kallast djúma og fór sú athöfn að þessu sinni fram fyrir framan utandyra.Vísir/StefánGreint hefur verið frá deilum menningarsetursins við Stofnun múslima, sem á Ýmishúsið, að undanförnu en nú á miðvikudaginn lét Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bera menningarsetrið þaðan út samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.Sjá einnig: Múslimar deila um Ýmishúsið Fjöldinn allur af lögreglumönnum mætti á svæðið og einn maður var handtekinn fyrir að hafa reynt að ráðast á Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima. Ahmad segir að þrátt fyrir þetta hafi menn mætt til bænahalds í Skógarhlíðina í dag og búist við því að þeir kæmust þar inn. Þeir hafi þó komið að tómu og læstu húsi og gert gott úr aðstæðum með því að biðja fyrir utan húsið.„Sumir vildu reyndar ekki biðja í sólinni, einn kom og fór vegna þess að hann treysti sér ekki í það. Og sumir voru of feimnir,“ sagði Ahmad í veðurblíðunni í dag.Vísir/Stefán„Það héldu margir að þeir kæmust inn, þetta er jú moska,“ segir hann. Þið voruð þó allavega heppnir að veðrið var svona gott í dag?„Já, það var blessun,“ segir Ahmad og hlær. „Sumir vildu reyndar ekki biðja í sólinni, einn kom og fór vegna þess að hann treysti sér ekki í það. Og sumir voru of feimnir.“Sjá einnig: Karim Askari er dapur þrátt fyrir sigur og telur ímynd múslima hafa skaðast Ahmad er bjartsýnn á að það takist að finna nýtt húsnæði fyrir næsta föstudag. Ekki sé annað í boði þar sem styttist í ramadan-hátíðina og menningarsetrið getur ekki nýtt sér Ýmishúsið. Hann býst þó fastlega við því að menningarsetrið geti snúið þangað aftur að lokum. „Hér eigum við að vera,“ segir hann. „Við vitum hvað gerðist, samningur var falsaður til að koma okkur út úr húsinu. Við bíðum eftir úrskurði Hæstaréttar, sem lögmaður okkar segir að sé væntanlegur eftir um tvær vikur.“ Tengdar fréttir Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15 Hatrammar deilur múslima um leigu á Ýmishúsi Langvarandi deilur milli Menningarseturs múslima og Stofnunar múslima leiddu til átaka við Ýmishúsið í gær. Héraðsdómur úrskurðaði um útburð Menningarsetursins í síðasta mánuði. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað og beðið er eft 2. júní 2016 07:00 Múslimar deila um Ýmishúsið: „Þessi félög eiga ekki samleið“ Menningarsetur múslima verður að óbreyttu borið út úr Ýmishúsinu. Saka Stofnun múslima á móti um skjalafals. 4. maí 2016 16:15 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. Ímam menningarsetursins segir félagsmenn hafa mætt í þeirri trú að Ýmishúsið væri opið. Múslímar biðja sérstaka bæn föstudag hvern sem kallast djúma og fór sú athöfn að þessu sinni fram fyrir framan utandyra. „Við erum búin að leita að stóru rými þar sem við getum boðið upp á bænahald en við gátum ekki fundið neitt með svona skömmum fyrirvara,“ segir Ahmad Seddeeq, ímam Menningarseturs múslima. „Svo hefði líka þurft að láta alla vita af nýju staðsetningunni.“Múslímar biðja sérstaka bæn föstudag hvern sem kallast djúma og fór sú athöfn að þessu sinni fram fyrir framan utandyra.Vísir/StefánGreint hefur verið frá deilum menningarsetursins við Stofnun múslima, sem á Ýmishúsið, að undanförnu en nú á miðvikudaginn lét Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bera menningarsetrið þaðan út samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.Sjá einnig: Múslimar deila um Ýmishúsið Fjöldinn allur af lögreglumönnum mætti á svæðið og einn maður var handtekinn fyrir að hafa reynt að ráðast á Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima. Ahmad segir að þrátt fyrir þetta hafi menn mætt til bænahalds í Skógarhlíðina í dag og búist við því að þeir kæmust þar inn. Þeir hafi þó komið að tómu og læstu húsi og gert gott úr aðstæðum með því að biðja fyrir utan húsið.„Sumir vildu reyndar ekki biðja í sólinni, einn kom og fór vegna þess að hann treysti sér ekki í það. Og sumir voru of feimnir,“ sagði Ahmad í veðurblíðunni í dag.Vísir/Stefán„Það héldu margir að þeir kæmust inn, þetta er jú moska,“ segir hann. Þið voruð þó allavega heppnir að veðrið var svona gott í dag?„Já, það var blessun,“ segir Ahmad og hlær. „Sumir vildu reyndar ekki biðja í sólinni, einn kom og fór vegna þess að hann treysti sér ekki í það. Og sumir voru of feimnir.“Sjá einnig: Karim Askari er dapur þrátt fyrir sigur og telur ímynd múslima hafa skaðast Ahmad er bjartsýnn á að það takist að finna nýtt húsnæði fyrir næsta föstudag. Ekki sé annað í boði þar sem styttist í ramadan-hátíðina og menningarsetrið getur ekki nýtt sér Ýmishúsið. Hann býst þó fastlega við því að menningarsetrið geti snúið þangað aftur að lokum. „Hér eigum við að vera,“ segir hann. „Við vitum hvað gerðist, samningur var falsaður til að koma okkur út úr húsinu. Við bíðum eftir úrskurði Hæstaréttar, sem lögmaður okkar segir að sé væntanlegur eftir um tvær vikur.“
Tengdar fréttir Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15 Hatrammar deilur múslima um leigu á Ýmishúsi Langvarandi deilur milli Menningarseturs múslima og Stofnunar múslima leiddu til átaka við Ýmishúsið í gær. Héraðsdómur úrskurðaði um útburð Menningarsetursins í síðasta mánuði. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað og beðið er eft 2. júní 2016 07:00 Múslimar deila um Ýmishúsið: „Þessi félög eiga ekki samleið“ Menningarsetur múslima verður að óbreyttu borið út úr Ýmishúsinu. Saka Stofnun múslima á móti um skjalafals. 4. maí 2016 16:15 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15
Hatrammar deilur múslima um leigu á Ýmishúsi Langvarandi deilur milli Menningarseturs múslima og Stofnunar múslima leiddu til átaka við Ýmishúsið í gær. Héraðsdómur úrskurðaði um útburð Menningarsetursins í síðasta mánuði. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað og beðið er eft 2. júní 2016 07:00
Múslimar deila um Ýmishúsið: „Þessi félög eiga ekki samleið“ Menningarsetur múslima verður að óbreyttu borið út úr Ýmishúsinu. Saka Stofnun múslima á móti um skjalafals. 4. maí 2016 16:15