Mikilvægur tími í sögu Íslands Magnús Guðmundsson skrifar 14. maí 2016 14:00 Fjörutíu ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna og af því tilefni var í gær opnuð sýning í Sjóminjasafni Íslands sem er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur. Sýningin kallast Þorskastríðin, For Cod’s Sake, og er unnin af meistaranemum í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands í samvinnu við Borgarsögusafnið undir leiðsögn Guðbrands Benediktssonar sagnfræðings. Guðbrandur segir að þetta hafi verið samstarfsverkefni Borgarsögusafns og hugvísindasviðs Háskóla Íslands með námskeiði sem heitir menningarminjar, söfn og sýningar og er kennt innan námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun. „Þetta er meistaranám innan sagnfræðinnar og með þessu samstarfi fengu nemendur tækifæri til þess að kynnast ýmsum þáttum starfseminnar hjá Borgarsögusafninu svo sem hjá Árbæjarsafni, Ljósmyndasafni, geymslum safnsins og svo Sjóminjasafni. Þessi sýning er afrakstur lokaverkefnisins þar sem sérfræðingur í þorskastríðunum kom og talaði við hópinn og síðan sökktu þau sér í heimildir, bæði innlendar og erlendar.“Ein myndanna á sýningunni í Sjóminjasafni Íslands.Guðbrandur segir að það sé margt fleira að sjá á sýningunni en eingöngu ljósmyndir. „Það eru vissulega þarna ljósmyndir og þeim fylgja textar um viðkomandi viðburði. Þarna er líka að finna viðtöl, fréttamyndaklippur, grafík, hönnunarelement, efni sem höfðar til krakka og þannig mætti lengi telja. Þannig að það er ýmislegt í þessari sýningu, þó að hún sé ekki stór, þá er þarna margt að sjá og skoða fyrir þá sem vilja kynna sér þessa merku sögu. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, suma lítt þekkta. Það er ágætt að hafa það í huga að af þeim sem koma á sýninguna eru kannski fæstir sem muna þennan tíma. Sjálfur var ég aðeins þriggja ára þegar þorskastríðunum lauk. Það er auðvitað staðreynd að þetta er að verða fjarlægt sífellt stærri hluta þjóðarinnar. Við reynum líka að varpa ljósi á ákveðna þætti eins og í hverju fólust átökin, hvernig var orðræðan og annað slíkt. Þetta var geysilega mikilvægur tími í sögu Íslands en þetta er flókin saga. Ef maður kafar ofan í hana sér maður að hún er full af goðsögum sem sumar hverjar hafa jafnvel dúkkað aftur upp síðar eins og t.d. í Icesave-deilunni. Þannig að það er þarna þekking sem við þurfum að viðhalda og sýning sem þessi hentar vel til þess.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Fjörutíu ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna og af því tilefni var í gær opnuð sýning í Sjóminjasafni Íslands sem er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur. Sýningin kallast Þorskastríðin, For Cod’s Sake, og er unnin af meistaranemum í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands í samvinnu við Borgarsögusafnið undir leiðsögn Guðbrands Benediktssonar sagnfræðings. Guðbrandur segir að þetta hafi verið samstarfsverkefni Borgarsögusafns og hugvísindasviðs Háskóla Íslands með námskeiði sem heitir menningarminjar, söfn og sýningar og er kennt innan námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun. „Þetta er meistaranám innan sagnfræðinnar og með þessu samstarfi fengu nemendur tækifæri til þess að kynnast ýmsum þáttum starfseminnar hjá Borgarsögusafninu svo sem hjá Árbæjarsafni, Ljósmyndasafni, geymslum safnsins og svo Sjóminjasafni. Þessi sýning er afrakstur lokaverkefnisins þar sem sérfræðingur í þorskastríðunum kom og talaði við hópinn og síðan sökktu þau sér í heimildir, bæði innlendar og erlendar.“Ein myndanna á sýningunni í Sjóminjasafni Íslands.Guðbrandur segir að það sé margt fleira að sjá á sýningunni en eingöngu ljósmyndir. „Það eru vissulega þarna ljósmyndir og þeim fylgja textar um viðkomandi viðburði. Þarna er líka að finna viðtöl, fréttamyndaklippur, grafík, hönnunarelement, efni sem höfðar til krakka og þannig mætti lengi telja. Þannig að það er ýmislegt í þessari sýningu, þó að hún sé ekki stór, þá er þarna margt að sjá og skoða fyrir þá sem vilja kynna sér þessa merku sögu. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, suma lítt þekkta. Það er ágætt að hafa það í huga að af þeim sem koma á sýninguna eru kannski fæstir sem muna þennan tíma. Sjálfur var ég aðeins þriggja ára þegar þorskastríðunum lauk. Það er auðvitað staðreynd að þetta er að verða fjarlægt sífellt stærri hluta þjóðarinnar. Við reynum líka að varpa ljósi á ákveðna þætti eins og í hverju fólust átökin, hvernig var orðræðan og annað slíkt. Þetta var geysilega mikilvægur tími í sögu Íslands en þetta er flókin saga. Ef maður kafar ofan í hana sér maður að hún er full af goðsögum sem sumar hverjar hafa jafnvel dúkkað aftur upp síðar eins og t.d. í Icesave-deilunni. Þannig að það er þarna þekking sem við þurfum að viðhalda og sýning sem þessi hentar vel til þess.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira