Innlent

Leita gulls dýpra í Þormóðsdal

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þormóðsdalur.
Þormóðsdalur. vísir/vilhelm
Framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar hefur verið falið að afla frekari gagna vegna umsóknar félagsins Iceland Resources ehf. vegna gullleitar í Þormóðsdal.

Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegssýnaboranir. Til stendur að bora tíu 795 metra djúpar rannsóknarholur sem sé 90 metrum lengra en áður hefur verið borað á svæðinu. Þannig náist til svæða sem ekki hafi verið skoðuð áður. Síðar verði boraðar aðrar tíu holur niður á um 1.505 metra dýpi.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×