Óþolandi að menn reyni að skapa sér samkeppnisforskot með skattabrotum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. apríl 2016 20:00 Embætti héraðssaksóknara var um langa hríð með aðgerðir í undirbúningi vegna stórfelldra skattalagabrota tveggja verktaka á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir óþolandi að óprúttnir aðilar reyni að skapa sér samkeppnisforskot með skattalaga -og kjarasamningsbrotum. Níu manns voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi á þriðjudag en fimm þeirra sitja nú í gæsluvarðhaldi. Mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók einnig þátt í aðgerðunum og rannsakar nú um hvort vinnumansal gæti verið að ræða auk skattaundanskota. Fréttatíminn fullyrti í gær að fyrirtækin í miðju rannsóknarinnar heiti Brotafl og Kraftbindingar, en bæði fyrirtækin hafa verið áberandi í framkvæmdum í borginni. Fjallað var um starfsmenn Kraftbindinga í Brestum á Stöð 2 fyrir tveimur árum en þeir höfðust við í hrörlegu iðnaðarhúsnæði á meðan þeir unnu fyrir fyrirtækið. Sagðist einn þeirra ekki hafa fengið greidd laun.„Ég held að það sé eimitt gott að fá svona mál upp því að þau eru þá auðvitað til aðvörunar ef að fleiri eru að sýna viðlíka starfshætti. Þetta verður að fyrirbyggja með öllum tiltækum ráðum. Það er óþolandi starfsumhverfi fyrir þorra þeirra fyrirtækja sem starfa með heiðarlegum hætti, og bera allan þann kostnað sem þeir þurfa að bera, að það séu einhverjir að reyna að skapa sér samkeppnisforskot með svarti atvinnustarfsemi eða með því að svína á starfsfólki,” segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn segir að taka verði mál þar sem grunur leikur á skattaundanskotum eða brotum á kjarasamnngum föstum tökum strax, þar sem ljóst sé að atvinnulífið þurfi að reiða sig á erlent vinnuafl á næstu árum. „Við byggjum ekki upp velferð hér á undirboði á vinnumarkaði eða skattaundanskotum atvinnulífsins og þess vegna fordæmum við alltaf slíka starfsemi. Það er í rauninni mjög mikið ánægjuefni að sjá að skattrannsóknarstjóri sé að taka mjög hart á þessum málum og sýna þá í verki að fyrirtæki komast ekki upp með slíka starfshætti ef að þeir eru reyndir.” Tengdar fréttir Fleiri reyna skipulagt að svíkja undan skatti Rannsókn á verktakafyrirtækjum í byggingariðnaði eitt mál af tuttugu hjá skattrannsóknarstjóra. 15. apríl 2016 12:38 Undirbúið í langan tíma Embætti héraðssaksóknara var um langa hríð með aðgerðir í undirbúningi vegna stórfelldra brota tveggja verktaka á höfuðborgarsvæðinu. 16. apríl 2016 07:00 Rannsaka hvort að verktakar sem handteknir voru hafi gerst sekir um mansal Fimm starfsmenn verktakafyrirtækja sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um stórfelld skattalaga- og bókhaldsbrotum. 14. apríl 2016 21:17 Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Grunur um peningaþvætti, stórfelld skattalagabrot og brot á bókhaldslögum. Fimm eru í gæsluvarðhaldi. 14. apríl 2016 11:47 „Við erum ekki farin að sjá botninn“ Vísbendingar eru um aukna skipulagða brotastarfsemi á sviði skattalaga. Umfangsmiklar handtökur lögregu á ellefu stöðum á þriðjudag eru aðeins eitt mál af um tuttugu sem ríkisskattstjóri hefur til rannsóknar í byggingariðnaðinum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna alvarlega. 15. apríl 2016 19:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara var um langa hríð með aðgerðir í undirbúningi vegna stórfelldra skattalagabrota tveggja verktaka á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir óþolandi að óprúttnir aðilar reyni að skapa sér samkeppnisforskot með skattalaga -og kjarasamningsbrotum. Níu manns voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi á þriðjudag en fimm þeirra sitja nú í gæsluvarðhaldi. Mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók einnig þátt í aðgerðunum og rannsakar nú um hvort vinnumansal gæti verið að ræða auk skattaundanskota. Fréttatíminn fullyrti í gær að fyrirtækin í miðju rannsóknarinnar heiti Brotafl og Kraftbindingar, en bæði fyrirtækin hafa verið áberandi í framkvæmdum í borginni. Fjallað var um starfsmenn Kraftbindinga í Brestum á Stöð 2 fyrir tveimur árum en þeir höfðust við í hrörlegu iðnaðarhúsnæði á meðan þeir unnu fyrir fyrirtækið. Sagðist einn þeirra ekki hafa fengið greidd laun.„Ég held að það sé eimitt gott að fá svona mál upp því að þau eru þá auðvitað til aðvörunar ef að fleiri eru að sýna viðlíka starfshætti. Þetta verður að fyrirbyggja með öllum tiltækum ráðum. Það er óþolandi starfsumhverfi fyrir þorra þeirra fyrirtækja sem starfa með heiðarlegum hætti, og bera allan þann kostnað sem þeir þurfa að bera, að það séu einhverjir að reyna að skapa sér samkeppnisforskot með svarti atvinnustarfsemi eða með því að svína á starfsfólki,” segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn segir að taka verði mál þar sem grunur leikur á skattaundanskotum eða brotum á kjarasamnngum föstum tökum strax, þar sem ljóst sé að atvinnulífið þurfi að reiða sig á erlent vinnuafl á næstu árum. „Við byggjum ekki upp velferð hér á undirboði á vinnumarkaði eða skattaundanskotum atvinnulífsins og þess vegna fordæmum við alltaf slíka starfsemi. Það er í rauninni mjög mikið ánægjuefni að sjá að skattrannsóknarstjóri sé að taka mjög hart á þessum málum og sýna þá í verki að fyrirtæki komast ekki upp með slíka starfshætti ef að þeir eru reyndir.”
Tengdar fréttir Fleiri reyna skipulagt að svíkja undan skatti Rannsókn á verktakafyrirtækjum í byggingariðnaði eitt mál af tuttugu hjá skattrannsóknarstjóra. 15. apríl 2016 12:38 Undirbúið í langan tíma Embætti héraðssaksóknara var um langa hríð með aðgerðir í undirbúningi vegna stórfelldra brota tveggja verktaka á höfuðborgarsvæðinu. 16. apríl 2016 07:00 Rannsaka hvort að verktakar sem handteknir voru hafi gerst sekir um mansal Fimm starfsmenn verktakafyrirtækja sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um stórfelld skattalaga- og bókhaldsbrotum. 14. apríl 2016 21:17 Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Grunur um peningaþvætti, stórfelld skattalagabrot og brot á bókhaldslögum. Fimm eru í gæsluvarðhaldi. 14. apríl 2016 11:47 „Við erum ekki farin að sjá botninn“ Vísbendingar eru um aukna skipulagða brotastarfsemi á sviði skattalaga. Umfangsmiklar handtökur lögregu á ellefu stöðum á þriðjudag eru aðeins eitt mál af um tuttugu sem ríkisskattstjóri hefur til rannsóknar í byggingariðnaðinum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna alvarlega. 15. apríl 2016 19:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Fleiri reyna skipulagt að svíkja undan skatti Rannsókn á verktakafyrirtækjum í byggingariðnaði eitt mál af tuttugu hjá skattrannsóknarstjóra. 15. apríl 2016 12:38
Undirbúið í langan tíma Embætti héraðssaksóknara var um langa hríð með aðgerðir í undirbúningi vegna stórfelldra brota tveggja verktaka á höfuðborgarsvæðinu. 16. apríl 2016 07:00
Rannsaka hvort að verktakar sem handteknir voru hafi gerst sekir um mansal Fimm starfsmenn verktakafyrirtækja sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um stórfelld skattalaga- og bókhaldsbrotum. 14. apríl 2016 21:17
Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Grunur um peningaþvætti, stórfelld skattalagabrot og brot á bókhaldslögum. Fimm eru í gæsluvarðhaldi. 14. apríl 2016 11:47
„Við erum ekki farin að sjá botninn“ Vísbendingar eru um aukna skipulagða brotastarfsemi á sviði skattalaga. Umfangsmiklar handtökur lögregu á ellefu stöðum á þriðjudag eru aðeins eitt mál af um tuttugu sem ríkisskattstjóri hefur til rannsóknar í byggingariðnaðinum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna alvarlega. 15. apríl 2016 19:15