Skellt í lás í næstu viku á Skólavörðustígnum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2016 07:00 Hegningarhúsið er sögulegt tákn aukinnar mannúðar í refsingum á Íslandi. Það var byggt í þeim tilgangi að hneppa mætti sakamenn í varðhald en á sama tíma voru aflagðar líkamlegar refsingar. „Síðustu fangarnir fara 1. júní og svo verður formleg lokun væntanlega 3. júní,“ segir Guðmundur Gíslason, forstöðumaður hjá Fangelsismálastofnun. Í Hegningarhúsinu hafa fjórtán starfsmenn verið starfandi. „Það verður hlé á fangavörslu. Næstu daga eftir lokun munum við ganga frá í húsinu, við göngum ekki bara út þótt það séu ekki fangar,“ segir Guðmundur og bendir á að ganga þurfi frá persónugreinanlegum gögnum í samráði við Þjóðskjalasafn. Eftir að gengið hefur verið frá húsinu munu starfsmennirnir flytjast yfir í fangelsið í Hólmsheiði og hljóta viðeigandi þjálfun til að starfa í nýja fangelsinu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir Fangelsismálastofnun taka við húsinu á Hólmsheiði 10. júní en fyrstu fangarnir komi ekki í hús fyrr en allur öryggisbúnaður sé klár og starfsmenn búnir að læra á hann. Það verði líklega ekki fyrr en í haust. „Fangar verða ekki fluttir í húsið fyrr en mitt starfsfólk gefur grænt ljós,“ segir hann. „Í sumar verður ákveðið millibilsástand en við höfum skipulagt okkur mjög vel. Það verður pláss fyrir fanga í öðrum fangelsum landsins og við höfum hagað boðunum þannig að það eru nær engir fangar boðaðir í fangelsi á þessu tímabili.“ Páll gerir ekki ráð fyrir að vandamál muni koma upp vegna lokunar Hegningarhússins. „Við þurfum bara að vera á tánum í sumar. Við erum vön því.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
„Síðustu fangarnir fara 1. júní og svo verður formleg lokun væntanlega 3. júní,“ segir Guðmundur Gíslason, forstöðumaður hjá Fangelsismálastofnun. Í Hegningarhúsinu hafa fjórtán starfsmenn verið starfandi. „Það verður hlé á fangavörslu. Næstu daga eftir lokun munum við ganga frá í húsinu, við göngum ekki bara út þótt það séu ekki fangar,“ segir Guðmundur og bendir á að ganga þurfi frá persónugreinanlegum gögnum í samráði við Þjóðskjalasafn. Eftir að gengið hefur verið frá húsinu munu starfsmennirnir flytjast yfir í fangelsið í Hólmsheiði og hljóta viðeigandi þjálfun til að starfa í nýja fangelsinu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir Fangelsismálastofnun taka við húsinu á Hólmsheiði 10. júní en fyrstu fangarnir komi ekki í hús fyrr en allur öryggisbúnaður sé klár og starfsmenn búnir að læra á hann. Það verði líklega ekki fyrr en í haust. „Fangar verða ekki fluttir í húsið fyrr en mitt starfsfólk gefur grænt ljós,“ segir hann. „Í sumar verður ákveðið millibilsástand en við höfum skipulagt okkur mjög vel. Það verður pláss fyrir fanga í öðrum fangelsum landsins og við höfum hagað boðunum þannig að það eru nær engir fangar boðaðir í fangelsi á þessu tímabili.“ Páll gerir ekki ráð fyrir að vandamál muni koma upp vegna lokunar Hegningarhússins. „Við þurfum bara að vera á tánum í sumar. Við erum vön því.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira