Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins sakaður um að hóta þingmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2016 19:03 Meirihluti fjárlaganefndar sakar háttsettan embættismann um að hafa hótað nefndarmönnum æru- og eignamissi eftir kynningu á skýrslu um einkavæðingu bankanna í tíð fyrri ríkisstjórnar. Skýrslan er ekki lengur tengd við meirihluta nefnarinnar og hefur verið óskað eftir því að hún fari til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þegar skýrslan um einkavæðingu bankanna hinna síðari var lögð fram mánudaginn 12. September var hún bæði kennd við formann og varaformann fjárlagnefndar og meirihluta nefndarinnar. En eftir að fjárlaganefnd tók málið fyrir í morgun var skýrslan aðeins kennd við Vigdísi Hauksdóttur. Í bókun allra fulltrúa stjórnarflokkanna í fjárlaganefnd nema formannsins Vigdísar Hauksdóttur, beinir hún því til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hún taki til rannsóknar þau efnisatriði um bankana sem koma fram í skýrslunni. En þar segir einnig: „Þingmenn innan stjórnarmeirihluta fjárlaganefndar hafa fengið beinar hótanir um æru- og eignamissi frá háttsettum embættismanni eftir að skýrslan hafði verið kynnt.“ Nú undir kvöld sendi Haraldur Benediktsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd frá sér yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því að Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu hafi hringt heim til hans sl. föstudagskvöld. Vegna alvarleika símtalsins hafi hann leitað til umboðsmanns Alþingis eftir leiðbeiningum, upplýst forseta Alþingis um efni símtalsins og sent fjármálaráðherra, yfirmanni ráðuneytisstjórans, formlegt kvörtunarbréf. Haraldur segist ekki ætla að rekja símtalið frekar. En skilaboð ráðuneytisstjórans hafi verið skýr. „Ætlun hans um að draga til ábyrgðar þá þingmenn sem tækju þátt í afgreiðslu skýrslunnar hafi verið augljós með beinni hótun um að þeir skyldu þola æru- og eignamissi.“ Ummæli ráðuneytisstjórans hafi verið ósamboðin stöðu hans og virðingu sem æðsta embættismanns fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Haraldur fer fram á „að farið verði yfir mál ráðuneytisstjórans og brugðist við eftir atvikum í samræmi við réttindi hans og skyldur, samkvæmt viðeigandi lögum“ Guðmundur hefur gengist við að hafa rætt við Harald en túlkar símtalið með öðrum hætti. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar telur mikilvægt að efnisatriði skýrslunnar sem áður var kennd við meirihluta nefndarinnar verði rannsökuð til að mistök við einkavæðingu bankanna endurtaki sig ekki. En eins og áður segir er hann ekki lengur kenndur við skýrsluna.Nú var skýrslan bæði kennd við þig og meirihluta fjárlaganefndar í upphafi, er málið kannski að þú sjáir eftir því að hafa lagt nafn þitt við skýrsluna? „Ég hef alltaf verið sannfærður um að það sé afskaplega mikilvægt að skoða þessi mál. Ekki til að ná sér niðri á einhverjum eða refsa einhverjum. Alls ekki. Heldur er bara mjög mikilvægt til að eyða tortryggni í þjóðfélaginu að skoða þessi mál,“ segir Guðlagur Þór. Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingar sem aðilar málsins hafa sent frá sér í dag: Bókun meirihluta fjármálanefndar: Vigdís Hauksdóttir lagði fram skýrslu sína á fundi fjárlaganefndar í morgun og óskaði eftir að samþykkt yrði að hún yrði send stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til meðferðar. Af því tilefni lagði ég fram, ásamt neðangreindum þingmönnum, fram eftirfarandi bókun:Í ljósi skýrslu Vigdísar Hauksdóttur, sem hefur verið beint til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vilja undirritaðir fjárlaganefndarmenn leggja fram eftirfarandi bókun:Undirritaðir þingmenn ítreka mikilvægi þess að stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hrindi af stað rannsókn og að leynd á gögnunum er varða málið verði aflétt.Þingmenn innan stjórnarmeirihluta fjárlaganefndar hafa fengið beinar hótanir um æru- og eignamissi frá háttsettum embættismanni eftir að skýrslan hafði verið kynnt. Kvörtun vegna þess verður sett í viðeigandi farveg.Í ljósi þeirra viðbragða telja undirritaðir enn frekar mikilvægt að rannsókn fari fram.Guðlaugur Þór ÞórðarsonÁsmundur Einar DaðasonHaraldur BenediktssonPáll Jóhann PálssonValgerður GunnarsdóttirSkriflegt svar Guðmundar Árnasonar til fréttastofu vegna málsins:Að gefnu tilefni vil ég upplýsa að ég átti samtal við Harald Benediktsson nefndarmann í fjárlaganefnd sl. föstudag. Í því samtali tjáði honum þá skoðun mína og fleiri að ásakanir í skýrslu sem að sögn nýtur stuðnings meirihluta nefndarinnar, þar á meðal hans, feli í sér rætnar og alvarlegar ásakanir á hendur þeim sem komu að samningum milli gömlu og nýju bankanna að hálfu ríkisins. Ég vildi ganga úr skugga um að hann áttaði sig á alvarleika slíkra ásakana og að við áskildum okkur rétt til að láta reyna á persónulega ábyrgð þeirra sem slíku héldu fram fyrir dómstólum, enda æra okkar og starfsheiður að veði.Önnur samtöl hef ég ekki átt við þingmenn um þetta mál. Sé það upplifun Haraldar að samtalið hafi falið í sér hótun af minni hálfu er hann beðinn velvirðingar á því.Rétt er að horft sé til þess að varaformaður fjárlaganefndar hefur opinberlega beðist afsökunar á orðalagi í skýrslunni sem skilja mátti sem "árásir á embættismenn og sérfræðinga", svo notuð séu orð hans. Það liggur í eðli máls að slíkt lætur enginn sér í léttu rúmi liggja og í því samhengi átti tilvitnað samtal sér stað.Yfirlýsing frá Haraldi BenediktssyniSíðastliðið föstudagskvöld um kl. 20.00 hringdi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, í heimasíma minn. Vegna alvarleika símtalsins hef ég leitað til umboðsmanns Alþingis eftir leiðbeiningum, upplýst forseta Alþingis um efni símtalsins og sent fjármálaráðherra, yfirmanni ráðuneytisstjórans, formlegt kvörtunarbréf. Í áðurnefndu símtali krafðist ráðuneytisstjórinn að ég upplýsti um afstöðu mína til skýrslu, sem kennd er við Vígdísi Hauksdóttur um einkavæðingu bankanna hina síðari, og var til umfjöllunar í fjárlaganefnd. Ég benti ráðuneytisstjóranum á að nefndin ætti eftir að afgreiða málið og ég hefði ekki skrifað undir neinar ásakanir, sem ráðuneytisstjórinn taldi að fælust í áðurnefndri skýrslu.Símtalið mun ég ekki rekja frekar. En skilaboð ráðuneytisstjórans voru skýr. Ætlun hans um að draga til ábyrgðar þá þingmenn sem tækju þátt í afgreiðslu skýrslunnar var augljós með beinni hótun um að þeir skyldu þola æru- og eignamissi.Símtal ráðuneytisstjórans og samskipti hans við mig sem alþingismann og fulltrúa í fjárlaganefnd, er óviðeigandi og hótun hans í minn garð og annarra grafalvarleg.Í samræmi við ráðleggingar umboðsmanns skrifaði ég yfirmanni ráðuneytisstjórans, fjármálaráðherra, formlegt kvörtunarbréf dags. 21. september 2016. Þar segir meðal annars:„Ummæli ráðuneytisstjórans voru ósamboðin stöðu hans og virðingu sem æðsta embættismanns fjármála- og efnahagsráðuneytisins.Ég sé mig tilneyddan með bréfi þessu að leggja fram formlega kvörtun yfir framkomu ráðuneytisstjórans og jafnframt að fara fram á að farið verði yfir mál hans og brugðist við eftir atvikum í samræmi við réttindi hans og skyldur, samkvæmt viðeigandi lögum“Á meðan ráðherra er með málið til efnislegra meðferðar tel ég ekki rétt, að óbreyttu, að ég ræði opinberlega um efnisatriði frekar. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar sakar háttsettan embættismann um að hafa hótað nefndarmönnum æru- og eignamissi eftir kynningu á skýrslu um einkavæðingu bankanna í tíð fyrri ríkisstjórnar. Skýrslan er ekki lengur tengd við meirihluta nefnarinnar og hefur verið óskað eftir því að hún fari til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þegar skýrslan um einkavæðingu bankanna hinna síðari var lögð fram mánudaginn 12. September var hún bæði kennd við formann og varaformann fjárlagnefndar og meirihluta nefndarinnar. En eftir að fjárlaganefnd tók málið fyrir í morgun var skýrslan aðeins kennd við Vigdísi Hauksdóttur. Í bókun allra fulltrúa stjórnarflokkanna í fjárlaganefnd nema formannsins Vigdísar Hauksdóttur, beinir hún því til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hún taki til rannsóknar þau efnisatriði um bankana sem koma fram í skýrslunni. En þar segir einnig: „Þingmenn innan stjórnarmeirihluta fjárlaganefndar hafa fengið beinar hótanir um æru- og eignamissi frá háttsettum embættismanni eftir að skýrslan hafði verið kynnt.“ Nú undir kvöld sendi Haraldur Benediktsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd frá sér yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því að Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu hafi hringt heim til hans sl. föstudagskvöld. Vegna alvarleika símtalsins hafi hann leitað til umboðsmanns Alþingis eftir leiðbeiningum, upplýst forseta Alþingis um efni símtalsins og sent fjármálaráðherra, yfirmanni ráðuneytisstjórans, formlegt kvörtunarbréf. Haraldur segist ekki ætla að rekja símtalið frekar. En skilaboð ráðuneytisstjórans hafi verið skýr. „Ætlun hans um að draga til ábyrgðar þá þingmenn sem tækju þátt í afgreiðslu skýrslunnar hafi verið augljós með beinni hótun um að þeir skyldu þola æru- og eignamissi.“ Ummæli ráðuneytisstjórans hafi verið ósamboðin stöðu hans og virðingu sem æðsta embættismanns fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Haraldur fer fram á „að farið verði yfir mál ráðuneytisstjórans og brugðist við eftir atvikum í samræmi við réttindi hans og skyldur, samkvæmt viðeigandi lögum“ Guðmundur hefur gengist við að hafa rætt við Harald en túlkar símtalið með öðrum hætti. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar telur mikilvægt að efnisatriði skýrslunnar sem áður var kennd við meirihluta nefndarinnar verði rannsökuð til að mistök við einkavæðingu bankanna endurtaki sig ekki. En eins og áður segir er hann ekki lengur kenndur við skýrsluna.Nú var skýrslan bæði kennd við þig og meirihluta fjárlaganefndar í upphafi, er málið kannski að þú sjáir eftir því að hafa lagt nafn þitt við skýrsluna? „Ég hef alltaf verið sannfærður um að það sé afskaplega mikilvægt að skoða þessi mál. Ekki til að ná sér niðri á einhverjum eða refsa einhverjum. Alls ekki. Heldur er bara mjög mikilvægt til að eyða tortryggni í þjóðfélaginu að skoða þessi mál,“ segir Guðlagur Þór. Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingar sem aðilar málsins hafa sent frá sér í dag: Bókun meirihluta fjármálanefndar: Vigdís Hauksdóttir lagði fram skýrslu sína á fundi fjárlaganefndar í morgun og óskaði eftir að samþykkt yrði að hún yrði send stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til meðferðar. Af því tilefni lagði ég fram, ásamt neðangreindum þingmönnum, fram eftirfarandi bókun:Í ljósi skýrslu Vigdísar Hauksdóttur, sem hefur verið beint til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vilja undirritaðir fjárlaganefndarmenn leggja fram eftirfarandi bókun:Undirritaðir þingmenn ítreka mikilvægi þess að stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hrindi af stað rannsókn og að leynd á gögnunum er varða málið verði aflétt.Þingmenn innan stjórnarmeirihluta fjárlaganefndar hafa fengið beinar hótanir um æru- og eignamissi frá háttsettum embættismanni eftir að skýrslan hafði verið kynnt. Kvörtun vegna þess verður sett í viðeigandi farveg.Í ljósi þeirra viðbragða telja undirritaðir enn frekar mikilvægt að rannsókn fari fram.Guðlaugur Þór ÞórðarsonÁsmundur Einar DaðasonHaraldur BenediktssonPáll Jóhann PálssonValgerður GunnarsdóttirSkriflegt svar Guðmundar Árnasonar til fréttastofu vegna málsins:Að gefnu tilefni vil ég upplýsa að ég átti samtal við Harald Benediktsson nefndarmann í fjárlaganefnd sl. föstudag. Í því samtali tjáði honum þá skoðun mína og fleiri að ásakanir í skýrslu sem að sögn nýtur stuðnings meirihluta nefndarinnar, þar á meðal hans, feli í sér rætnar og alvarlegar ásakanir á hendur þeim sem komu að samningum milli gömlu og nýju bankanna að hálfu ríkisins. Ég vildi ganga úr skugga um að hann áttaði sig á alvarleika slíkra ásakana og að við áskildum okkur rétt til að láta reyna á persónulega ábyrgð þeirra sem slíku héldu fram fyrir dómstólum, enda æra okkar og starfsheiður að veði.Önnur samtöl hef ég ekki átt við þingmenn um þetta mál. Sé það upplifun Haraldar að samtalið hafi falið í sér hótun af minni hálfu er hann beðinn velvirðingar á því.Rétt er að horft sé til þess að varaformaður fjárlaganefndar hefur opinberlega beðist afsökunar á orðalagi í skýrslunni sem skilja mátti sem "árásir á embættismenn og sérfræðinga", svo notuð séu orð hans. Það liggur í eðli máls að slíkt lætur enginn sér í léttu rúmi liggja og í því samhengi átti tilvitnað samtal sér stað.Yfirlýsing frá Haraldi BenediktssyniSíðastliðið föstudagskvöld um kl. 20.00 hringdi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, í heimasíma minn. Vegna alvarleika símtalsins hef ég leitað til umboðsmanns Alþingis eftir leiðbeiningum, upplýst forseta Alþingis um efni símtalsins og sent fjármálaráðherra, yfirmanni ráðuneytisstjórans, formlegt kvörtunarbréf. Í áðurnefndu símtali krafðist ráðuneytisstjórinn að ég upplýsti um afstöðu mína til skýrslu, sem kennd er við Vígdísi Hauksdóttur um einkavæðingu bankanna hina síðari, og var til umfjöllunar í fjárlaganefnd. Ég benti ráðuneytisstjóranum á að nefndin ætti eftir að afgreiða málið og ég hefði ekki skrifað undir neinar ásakanir, sem ráðuneytisstjórinn taldi að fælust í áðurnefndri skýrslu.Símtalið mun ég ekki rekja frekar. En skilaboð ráðuneytisstjórans voru skýr. Ætlun hans um að draga til ábyrgðar þá þingmenn sem tækju þátt í afgreiðslu skýrslunnar var augljós með beinni hótun um að þeir skyldu þola æru- og eignamissi.Símtal ráðuneytisstjórans og samskipti hans við mig sem alþingismann og fulltrúa í fjárlaganefnd, er óviðeigandi og hótun hans í minn garð og annarra grafalvarleg.Í samræmi við ráðleggingar umboðsmanns skrifaði ég yfirmanni ráðuneytisstjórans, fjármálaráðherra, formlegt kvörtunarbréf dags. 21. september 2016. Þar segir meðal annars:„Ummæli ráðuneytisstjórans voru ósamboðin stöðu hans og virðingu sem æðsta embættismanns fjármála- og efnahagsráðuneytisins.Ég sé mig tilneyddan með bréfi þessu að leggja fram formlega kvörtun yfir framkomu ráðuneytisstjórans og jafnframt að fara fram á að farið verði yfir mál hans og brugðist við eftir atvikum í samræmi við réttindi hans og skyldur, samkvæmt viðeigandi lögum“Á meðan ráðherra er með málið til efnislegra meðferðar tel ég ekki rétt, að óbreyttu, að ég ræði opinberlega um efnisatriði frekar.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Sjá meira