Craig Sager hélt tilfinningaþrungna ræðu um krabbameinið: „Ég mun aldrei gefast upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júlí 2016 11:00 Craig Sager starfar með Reggie Miller Shaq, Charles Barkley og mörgum öðrum á sjónvarpstöðinni TNT. vísir/getty Craig Sager er einhver ástsælasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og hefur hann verið undanfarna áratugi á hliðarlínunni í NBA-deildinni og tekið mörg þúsund viðtöl við bestu körfuboltamenn sögunnar. Sager hefur ákveðinn stíl, hann er ávallt klæddur í mjög litskrúðugan fatnað og hefur því alltaf vakið mikla athygli. Sager berst nú við krabbamein og hefur gert síðustu tvö ár. Honum var tilkynnt fyrir nokkrum mánuðum að hann ætti aðeins þrjá til sex mánuði eftir ólifað. Í gærkvöldi var Sager heiðraður á ESPY verðlaunahátíðinni en á hverju ári fær einstaklingur svokölluð Jimmy V verðlaun og er gríðarlegur heiður að fá þá nafnbót. Þá er einstaklingur tengdur íþróttaheiminum heiðraður fyrir baráttu sínu og vinnu gegn krabbameini. Það er íþróttastöðin ESPN sem stendur fyrir verðlaunahátíðinni. Sager hélt magnþrungna ræðu þegar hann tók við verðlaununum í gær og féllu ófá tár í salnum.Ást er ekki hræðsla „Það er ekki hræðsla í ástinni, og ást þín er minn styrkur,“ sagði þessi magnaða 65 ára hetja í upphafi ræðu sinnar. Þá þakkaði hann eiginkonu sinni fyrir allan þann stuðning sem hún hefur gefið honum. Sager hefur gefið bandarísku þjóðinni mikið og þá sérstaklega þeim sem berjast fyrir lífi sínu. „Þegar læknir segir við mann að maður eigi bara þrjá vikur eftir ólifað, þá hefur þú tvo kosti. Annað hvort að reyna gera allt sem þér dettur í hug á þremur vikum eða sagt við sjálfan þig; ég ætla ekki að gefast upp, ég mun halda áfram að berjast. Það er ekki hægt að kaupa tíma og þú hefur ekki endalausa uppsprettu af tíma. Tíminn er einfaldlega bara hvernig þú lifir lífi þínu.“ Sager segist elska starfið sitt og hafi í raun aldrei litið á það sem vinnu. „Fyrir ykkur þarna úti sem eru að þjást í baráttunni gegn krabbameini og framundan er mikil og erfið vinna, ég vil að þið vitið að vilji ykkar til að lifa og barátta ykkar getur breytt öllu. Við eigum eftir að finna lækningu við krabbameini en við þurfum á ykkar hjálp að halda. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að dauðvona greining myndi hafa svona áhrif á mig. Í dag er ég svo ótrúlega þakklátur fyrir lífið og ég mun aldrei gefast upp. Ég mun halda áfram að lifa lífi mínu eins og áður, fullt af ást og skemmtun. Ég kann ekkert annað.“ Hér að neðan má sjá ræðuna sem hann hélt. Það var Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sem afhenti Sager verðlaunagripinn. Allar helstu íþróttastjörnur heims voru viðstaddar verðlaunaafhendinguna í gær og var ræða Sager hápunktur kvöldsins. Tengdar fréttir Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15 Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Craig Sager er einhver ástsælasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og hefur hann verið undanfarna áratugi á hliðarlínunni í NBA-deildinni og tekið mörg þúsund viðtöl við bestu körfuboltamenn sögunnar. Sager hefur ákveðinn stíl, hann er ávallt klæddur í mjög litskrúðugan fatnað og hefur því alltaf vakið mikla athygli. Sager berst nú við krabbamein og hefur gert síðustu tvö ár. Honum var tilkynnt fyrir nokkrum mánuðum að hann ætti aðeins þrjá til sex mánuði eftir ólifað. Í gærkvöldi var Sager heiðraður á ESPY verðlaunahátíðinni en á hverju ári fær einstaklingur svokölluð Jimmy V verðlaun og er gríðarlegur heiður að fá þá nafnbót. Þá er einstaklingur tengdur íþróttaheiminum heiðraður fyrir baráttu sínu og vinnu gegn krabbameini. Það er íþróttastöðin ESPN sem stendur fyrir verðlaunahátíðinni. Sager hélt magnþrungna ræðu þegar hann tók við verðlaununum í gær og féllu ófá tár í salnum.Ást er ekki hræðsla „Það er ekki hræðsla í ástinni, og ást þín er minn styrkur,“ sagði þessi magnaða 65 ára hetja í upphafi ræðu sinnar. Þá þakkaði hann eiginkonu sinni fyrir allan þann stuðning sem hún hefur gefið honum. Sager hefur gefið bandarísku þjóðinni mikið og þá sérstaklega þeim sem berjast fyrir lífi sínu. „Þegar læknir segir við mann að maður eigi bara þrjá vikur eftir ólifað, þá hefur þú tvo kosti. Annað hvort að reyna gera allt sem þér dettur í hug á þremur vikum eða sagt við sjálfan þig; ég ætla ekki að gefast upp, ég mun halda áfram að berjast. Það er ekki hægt að kaupa tíma og þú hefur ekki endalausa uppsprettu af tíma. Tíminn er einfaldlega bara hvernig þú lifir lífi þínu.“ Sager segist elska starfið sitt og hafi í raun aldrei litið á það sem vinnu. „Fyrir ykkur þarna úti sem eru að þjást í baráttunni gegn krabbameini og framundan er mikil og erfið vinna, ég vil að þið vitið að vilji ykkar til að lifa og barátta ykkar getur breytt öllu. Við eigum eftir að finna lækningu við krabbameini en við þurfum á ykkar hjálp að halda. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að dauðvona greining myndi hafa svona áhrif á mig. Í dag er ég svo ótrúlega þakklátur fyrir lífið og ég mun aldrei gefast upp. Ég mun halda áfram að lifa lífi mínu eins og áður, fullt af ást og skemmtun. Ég kann ekkert annað.“ Hér að neðan má sjá ræðuna sem hann hélt. Það var Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sem afhenti Sager verðlaunagripinn. Allar helstu íþróttastjörnur heims voru viðstaddar verðlaunaafhendinguna í gær og var ræða Sager hápunktur kvöldsins.
Tengdar fréttir Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15 Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15
Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15