Ráðist var á dóttur Söru: „Óþolandi samfélag“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 10:58 Móðir stúlkunnar segir það óþolandi að stúlkur þurfi að hræðast árásir á götum úti. Ráðist var á fjórtán ára gamla stúlku á gatnamótum Flókagötu og Rauðarárstígs á sunnudagskvöld. Móðir stúlkunnar segir þetta vera óþolandi samfélagslegan raunveruleika, að stelpur virðist enn þurfa að hræðast að stokkið geti verið á þær með valdi. Sara Stef. Hildardóttir greindi frá reynslu dóttur sinnar á Facebook á mánudagskvöld. Þar segir Sara að dóttir hennar hafi verið á heimleið eftir að hafa verið að hitta vinkonur sínar. Á leiðinni, þar sem stúlkan er nýbúin að ganga inn Rauðarárstíg við Klambratún, stökk maður aftan að hanni, reif fast í upphandlegginn á henni og greip fyrir vit hennar. Hann dró stúlkuna svo aftur á bak inn í runna svo hún missti fótana og sleppti henni snögglega. Stúlkan datt við það og maðurinn hljóp á brott. „Allt þetta gerist svo hratt og hefur svo lamandi áhrif á hana að það eina sem hún gat gert var að sjá fyrir sér hvað þessi maður gæti hugsanlega ætlað að gera henni; hvernig henni yrði nauðgað þarna eða hreinlega drepin. Hún lamaðist svo af ótta að hún sagðist ekki hafa geta stunið upp orði, hvað þá öskrað,” segir í stöðuuppfærslu Söru. Þegar stúlkan kom heim hringdi Sara í lögregluna. Ekki er vitað hver maðurinn er, en stúlkan sá aðeins vangasvip hans. “Ásetningurinn er klár. Hann er með eitthvað fyrir andltinu og hann er með hanska. Og hann er enn þarna úti,“ segir Sara í samtali við Vísi.Óþolandi veruleiki Sara segir áfall dóttur sinnar töluvert. „Margir hafa spurt mig í kjölfarið hvort eitthvað hafi verið gert við hana, og ég segi já, þetta var gert við hana. Það er spurt hvort hún sé með áverka og það er svolítið skrítið hvernig maður hugsar um svona. Hún verður fyrir þessu áfalli sem er miklu stærra andlegt áfall heldur en líkamlegt, en það er samt greinilega enn tilhneiging í samfélaginu til þess að leita eftir sjáanlegum ummerkjum.“ Sara segir ekki boðlegt að stúlkur geti ekki gengið frjásar um götur borgarinnar sinnar. „Þannig að það er kannski það sem að mér gengur til með að birta þessa stöðuuppfærslu. Þetta er óþolandi samfélag þar sem stelpur virðast enn þurfa að hræðast það að karlkynið geti stokkið á þær með valdi, á meðan að strákar alast ekki upp við að þeir þurfi að óttast það að stelpur ráðist á þá í skjóli myrkurs með valdi.“ „En mér er samt mjög illa við að ala á einhverjum ótta. Ég vil ekki búa í óttasamfélagi,“ segir Sara. „Þetta er bara óþolandi veruleiki. Það er náttúrulega bara algjör tilviljun að dóttir mín lendir í þessu en ekki einhver önnur stelpa.“ Ekki hefur náðst í lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.Stöðufærslu Söru má sjá í heild hér fyrir neðan. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Ráðist var á fjórtán ára gamla stúlku á gatnamótum Flókagötu og Rauðarárstígs á sunnudagskvöld. Móðir stúlkunnar segir þetta vera óþolandi samfélagslegan raunveruleika, að stelpur virðist enn þurfa að hræðast að stokkið geti verið á þær með valdi. Sara Stef. Hildardóttir greindi frá reynslu dóttur sinnar á Facebook á mánudagskvöld. Þar segir Sara að dóttir hennar hafi verið á heimleið eftir að hafa verið að hitta vinkonur sínar. Á leiðinni, þar sem stúlkan er nýbúin að ganga inn Rauðarárstíg við Klambratún, stökk maður aftan að hanni, reif fast í upphandlegginn á henni og greip fyrir vit hennar. Hann dró stúlkuna svo aftur á bak inn í runna svo hún missti fótana og sleppti henni snögglega. Stúlkan datt við það og maðurinn hljóp á brott. „Allt þetta gerist svo hratt og hefur svo lamandi áhrif á hana að það eina sem hún gat gert var að sjá fyrir sér hvað þessi maður gæti hugsanlega ætlað að gera henni; hvernig henni yrði nauðgað þarna eða hreinlega drepin. Hún lamaðist svo af ótta að hún sagðist ekki hafa geta stunið upp orði, hvað þá öskrað,” segir í stöðuuppfærslu Söru. Þegar stúlkan kom heim hringdi Sara í lögregluna. Ekki er vitað hver maðurinn er, en stúlkan sá aðeins vangasvip hans. “Ásetningurinn er klár. Hann er með eitthvað fyrir andltinu og hann er með hanska. Og hann er enn þarna úti,“ segir Sara í samtali við Vísi.Óþolandi veruleiki Sara segir áfall dóttur sinnar töluvert. „Margir hafa spurt mig í kjölfarið hvort eitthvað hafi verið gert við hana, og ég segi já, þetta var gert við hana. Það er spurt hvort hún sé með áverka og það er svolítið skrítið hvernig maður hugsar um svona. Hún verður fyrir þessu áfalli sem er miklu stærra andlegt áfall heldur en líkamlegt, en það er samt greinilega enn tilhneiging í samfélaginu til þess að leita eftir sjáanlegum ummerkjum.“ Sara segir ekki boðlegt að stúlkur geti ekki gengið frjásar um götur borgarinnar sinnar. „Þannig að það er kannski það sem að mér gengur til með að birta þessa stöðuuppfærslu. Þetta er óþolandi samfélag þar sem stelpur virðast enn þurfa að hræðast það að karlkynið geti stokkið á þær með valdi, á meðan að strákar alast ekki upp við að þeir þurfi að óttast það að stelpur ráðist á þá í skjóli myrkurs með valdi.“ „En mér er samt mjög illa við að ala á einhverjum ótta. Ég vil ekki búa í óttasamfélagi,“ segir Sara. „Þetta er bara óþolandi veruleiki. Það er náttúrulega bara algjör tilviljun að dóttir mín lendir í þessu en ekki einhver önnur stelpa.“ Ekki hefur náðst í lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.Stöðufærslu Söru má sjá í heild hér fyrir neðan.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira