Ráðist var á dóttur Söru: „Óþolandi samfélag“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 10:58 Móðir stúlkunnar segir það óþolandi að stúlkur þurfi að hræðast árásir á götum úti. Ráðist var á fjórtán ára gamla stúlku á gatnamótum Flókagötu og Rauðarárstígs á sunnudagskvöld. Móðir stúlkunnar segir þetta vera óþolandi samfélagslegan raunveruleika, að stelpur virðist enn þurfa að hræðast að stokkið geti verið á þær með valdi. Sara Stef. Hildardóttir greindi frá reynslu dóttur sinnar á Facebook á mánudagskvöld. Þar segir Sara að dóttir hennar hafi verið á heimleið eftir að hafa verið að hitta vinkonur sínar. Á leiðinni, þar sem stúlkan er nýbúin að ganga inn Rauðarárstíg við Klambratún, stökk maður aftan að hanni, reif fast í upphandlegginn á henni og greip fyrir vit hennar. Hann dró stúlkuna svo aftur á bak inn í runna svo hún missti fótana og sleppti henni snögglega. Stúlkan datt við það og maðurinn hljóp á brott. „Allt þetta gerist svo hratt og hefur svo lamandi áhrif á hana að það eina sem hún gat gert var að sjá fyrir sér hvað þessi maður gæti hugsanlega ætlað að gera henni; hvernig henni yrði nauðgað þarna eða hreinlega drepin. Hún lamaðist svo af ótta að hún sagðist ekki hafa geta stunið upp orði, hvað þá öskrað,” segir í stöðuuppfærslu Söru. Þegar stúlkan kom heim hringdi Sara í lögregluna. Ekki er vitað hver maðurinn er, en stúlkan sá aðeins vangasvip hans. “Ásetningurinn er klár. Hann er með eitthvað fyrir andltinu og hann er með hanska. Og hann er enn þarna úti,“ segir Sara í samtali við Vísi.Óþolandi veruleiki Sara segir áfall dóttur sinnar töluvert. „Margir hafa spurt mig í kjölfarið hvort eitthvað hafi verið gert við hana, og ég segi já, þetta var gert við hana. Það er spurt hvort hún sé með áverka og það er svolítið skrítið hvernig maður hugsar um svona. Hún verður fyrir þessu áfalli sem er miklu stærra andlegt áfall heldur en líkamlegt, en það er samt greinilega enn tilhneiging í samfélaginu til þess að leita eftir sjáanlegum ummerkjum.“ Sara segir ekki boðlegt að stúlkur geti ekki gengið frjásar um götur borgarinnar sinnar. „Þannig að það er kannski það sem að mér gengur til með að birta þessa stöðuuppfærslu. Þetta er óþolandi samfélag þar sem stelpur virðast enn þurfa að hræðast það að karlkynið geti stokkið á þær með valdi, á meðan að strákar alast ekki upp við að þeir þurfi að óttast það að stelpur ráðist á þá í skjóli myrkurs með valdi.“ „En mér er samt mjög illa við að ala á einhverjum ótta. Ég vil ekki búa í óttasamfélagi,“ segir Sara. „Þetta er bara óþolandi veruleiki. Það er náttúrulega bara algjör tilviljun að dóttir mín lendir í þessu en ekki einhver önnur stelpa.“ Ekki hefur náðst í lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.Stöðufærslu Söru má sjá í heild hér fyrir neðan. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Ráðist var á fjórtán ára gamla stúlku á gatnamótum Flókagötu og Rauðarárstígs á sunnudagskvöld. Móðir stúlkunnar segir þetta vera óþolandi samfélagslegan raunveruleika, að stelpur virðist enn þurfa að hræðast að stokkið geti verið á þær með valdi. Sara Stef. Hildardóttir greindi frá reynslu dóttur sinnar á Facebook á mánudagskvöld. Þar segir Sara að dóttir hennar hafi verið á heimleið eftir að hafa verið að hitta vinkonur sínar. Á leiðinni, þar sem stúlkan er nýbúin að ganga inn Rauðarárstíg við Klambratún, stökk maður aftan að hanni, reif fast í upphandlegginn á henni og greip fyrir vit hennar. Hann dró stúlkuna svo aftur á bak inn í runna svo hún missti fótana og sleppti henni snögglega. Stúlkan datt við það og maðurinn hljóp á brott. „Allt þetta gerist svo hratt og hefur svo lamandi áhrif á hana að það eina sem hún gat gert var að sjá fyrir sér hvað þessi maður gæti hugsanlega ætlað að gera henni; hvernig henni yrði nauðgað þarna eða hreinlega drepin. Hún lamaðist svo af ótta að hún sagðist ekki hafa geta stunið upp orði, hvað þá öskrað,” segir í stöðuuppfærslu Söru. Þegar stúlkan kom heim hringdi Sara í lögregluna. Ekki er vitað hver maðurinn er, en stúlkan sá aðeins vangasvip hans. “Ásetningurinn er klár. Hann er með eitthvað fyrir andltinu og hann er með hanska. Og hann er enn þarna úti,“ segir Sara í samtali við Vísi.Óþolandi veruleiki Sara segir áfall dóttur sinnar töluvert. „Margir hafa spurt mig í kjölfarið hvort eitthvað hafi verið gert við hana, og ég segi já, þetta var gert við hana. Það er spurt hvort hún sé með áverka og það er svolítið skrítið hvernig maður hugsar um svona. Hún verður fyrir þessu áfalli sem er miklu stærra andlegt áfall heldur en líkamlegt, en það er samt greinilega enn tilhneiging í samfélaginu til þess að leita eftir sjáanlegum ummerkjum.“ Sara segir ekki boðlegt að stúlkur geti ekki gengið frjásar um götur borgarinnar sinnar. „Þannig að það er kannski það sem að mér gengur til með að birta þessa stöðuuppfærslu. Þetta er óþolandi samfélag þar sem stelpur virðast enn þurfa að hræðast það að karlkynið geti stokkið á þær með valdi, á meðan að strákar alast ekki upp við að þeir þurfi að óttast það að stelpur ráðist á þá í skjóli myrkurs með valdi.“ „En mér er samt mjög illa við að ala á einhverjum ótta. Ég vil ekki búa í óttasamfélagi,“ segir Sara. „Þetta er bara óþolandi veruleiki. Það er náttúrulega bara algjör tilviljun að dóttir mín lendir í þessu en ekki einhver önnur stelpa.“ Ekki hefur náðst í lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.Stöðufærslu Söru má sjá í heild hér fyrir neðan.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira