Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. desember 2016 07:00 Stór svæði í Aleppo eru rústir einar eftir langvarandi átök og loftárásir. Nordicphotos/AFP Uppreisnarmenn í Aleppo sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir vopnahléi. Stjórnarherinn hefur, með aðstoð Rússa, náð stærstum hluta borgarinnar úr höndum þeirra. Fjögurra ára umsátur stjórnarhersins um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar virðist vera að ljúka með afgerandi sigri Bashars al Assad forseta. Í fyrrinótt yfirgáfu uppreisnarmenn gamla bæjarhlutann og ráða nú aðeins yfir svæði í suðurhluta borgarinnar, sem er um þriðjungur þess sem þeir réðu yfir þangað til stjórnarherinn hóf fyrir nokkrum vikum stórsókn sína með aðstoð Rússa. Uppreisnarmenn hafa hins vegar varist hart á þessu svæði í gær og gert árásir á stjórnarherinn sem nálgast. Átökin hafa breiðst út um alla borgina og nágrenni hennar, með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk sem enn býr þar.Þrengt að uppreisnarmönnum í AleppoRússar eru harðlega gagnrýndir fyrir loftárásir sínar á almenna borgara í sameiginlegri yfirlýsingu sex vestrænna leiðtoga: „Sjúkrahúsum og skólum hefur ekki verið hlíft. Svo virðist sem þau séu frekar skotmörk í tilraun til að þreyta fólk. Myndir af deyjandi börnum eru átakanlegar,“ segir í yfirlýsingunni, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Angela Merkel Þýskalandskanslari, François Hollande Frakklandsforseti, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sendu frá sér. Uppreisnarmenn sendu einnig í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir fimm daga vopnahléi, svo hægt verði að koma almenningi burt frá átakasvæðunum. Uppreisnarmenn náðu stórum hluta Aleppoborgar á sitt vald sumarið 2012, fljótlega eftir að átökin þar hófust. Stjórnarhernum tókst ekki að veita viðnám að marki fyrr en Rússar tóku að aðstoða með loftárásum haustið 2015. Síðan þá hefur stjórnarherinn smám saman saxað á umráðasvæði uppreisnarmanna í borginni, og með stórsókn sinni undanfarnar vikur stefnir allt í að uppreisnarmennirnir missi alveg tök sín í borginni.Íbúar flýja svæði uppreisnarmanna í strætisvögnum á vegum Sýrlandsstjórnar.Nordicphotos/AFPFyrir stríðið bjuggu um 2,5 milljónir manna í Aleppo, sem þá var fjörmikil borg, miðstöð viðskiptalífsins í Sýrlandi og fjölmenningarlegur suðupottur. Hundruð þúsunda manna hafa flúið borgina. Mikil óvissa ríkir um það sem við tekur eftir að uppreisnarmenn hafa verið hraktir frá Aleppo. Þetta er síðasta borgin sem þeir hafa haft á sínu valdi, þótt enn séu þeir ráðandi afl á nokkuð stórum svæðum, einkum vestan og sunnan við Aleppo. Fáir virðast hafa mikla trú á því að þeir leggi niður vopnin. Eftir að þeir missa Aleppo frá sér þurfa þeir ekki að beina kröftum sínum að því að verja borgarhverfi, en geta þess í stað tekið að stunda skæruhernað sem erfitt verður að stöðva.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Uppreisnarmenn í Aleppo sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir vopnahléi. Stjórnarherinn hefur, með aðstoð Rússa, náð stærstum hluta borgarinnar úr höndum þeirra. Fjögurra ára umsátur stjórnarhersins um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar virðist vera að ljúka með afgerandi sigri Bashars al Assad forseta. Í fyrrinótt yfirgáfu uppreisnarmenn gamla bæjarhlutann og ráða nú aðeins yfir svæði í suðurhluta borgarinnar, sem er um þriðjungur þess sem þeir réðu yfir þangað til stjórnarherinn hóf fyrir nokkrum vikum stórsókn sína með aðstoð Rússa. Uppreisnarmenn hafa hins vegar varist hart á þessu svæði í gær og gert árásir á stjórnarherinn sem nálgast. Átökin hafa breiðst út um alla borgina og nágrenni hennar, með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk sem enn býr þar.Þrengt að uppreisnarmönnum í AleppoRússar eru harðlega gagnrýndir fyrir loftárásir sínar á almenna borgara í sameiginlegri yfirlýsingu sex vestrænna leiðtoga: „Sjúkrahúsum og skólum hefur ekki verið hlíft. Svo virðist sem þau séu frekar skotmörk í tilraun til að þreyta fólk. Myndir af deyjandi börnum eru átakanlegar,“ segir í yfirlýsingunni, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Angela Merkel Þýskalandskanslari, François Hollande Frakklandsforseti, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sendu frá sér. Uppreisnarmenn sendu einnig í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir fimm daga vopnahléi, svo hægt verði að koma almenningi burt frá átakasvæðunum. Uppreisnarmenn náðu stórum hluta Aleppoborgar á sitt vald sumarið 2012, fljótlega eftir að átökin þar hófust. Stjórnarhernum tókst ekki að veita viðnám að marki fyrr en Rússar tóku að aðstoða með loftárásum haustið 2015. Síðan þá hefur stjórnarherinn smám saman saxað á umráðasvæði uppreisnarmanna í borginni, og með stórsókn sinni undanfarnar vikur stefnir allt í að uppreisnarmennirnir missi alveg tök sín í borginni.Íbúar flýja svæði uppreisnarmanna í strætisvögnum á vegum Sýrlandsstjórnar.Nordicphotos/AFPFyrir stríðið bjuggu um 2,5 milljónir manna í Aleppo, sem þá var fjörmikil borg, miðstöð viðskiptalífsins í Sýrlandi og fjölmenningarlegur suðupottur. Hundruð þúsunda manna hafa flúið borgina. Mikil óvissa ríkir um það sem við tekur eftir að uppreisnarmenn hafa verið hraktir frá Aleppo. Þetta er síðasta borgin sem þeir hafa haft á sínu valdi, þótt enn séu þeir ráðandi afl á nokkuð stórum svæðum, einkum vestan og sunnan við Aleppo. Fáir virðast hafa mikla trú á því að þeir leggi niður vopnin. Eftir að þeir missa Aleppo frá sér þurfa þeir ekki að beina kröftum sínum að því að verja borgarhverfi, en geta þess í stað tekið að stunda skæruhernað sem erfitt verður að stöðva.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira