„Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 11:14 Aðstandendur áætla að um 15 þúsund manns hafi mætt í gönguna á síðasta ári. Vísir/Andri Marinó Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag og segir Hjalti Vigfússon, einn aðstandenda göngunnar, að gangan verði gengin þar til kynferðislegu ofbeldi hafi verið útrýmt úr íslensku samfélagi. Druslugangan hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14 og þaðan verður gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og svo er endað á Austurvelli þar sem haldnar verða ræður og tónlistarmenn koma fram. Gangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis, en gangan hefur stækkað ört með hverju ári, allt frá því að hún var fyrst haldin árið 2011. Þannig mættu 15 þúsund manns í gönguna í fyrra og eiga aðstandendur ekki von á færri í ár.Fræðsla og forvirkar aðgerðir Hjalti segir að í ár sé sérstök áhersla lögð á fræðslu og forvirkar aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Hann segir að innanríkisráðuneytið hafi unnið vel að því síðustu árin að bæta kerfið þegar kemur að þessum málum. „Við viljum að sjálfsögðu að sem fæstir þurfi að leita inn í þetta kerfi. Það er það sem við erum að kalla eftir núna, að samfélagið bregðist við og að stjórnvöld geri það líka með því að innleiða forvarnarfræðslu í alla grunnskóla og öll skólastig,“ segir Hjalti.Hjalti VigfússonVísir/GVAÁ Facebook-síðu göngunnar segir að meginmarkmið göngunnar sé að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. „Við berjumst gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið, eða sé nokkurn tímann, þolenda þess að kenna. Sú er nefnilega aldrei raunin“. Á Austurvelli munu Guðrún Ögmundsdóttir, Júlía Birgisdóttir og Hjálmar Sigmarsson flytja ræður en að ræðum loknum koma fram Hildur, Hemúllinn og Friðrik Dór og flytja lög.Nú hafa kynferðisbrot verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Gefur það göngunni og ykkar málstað aukinn kraft?„Ekki spurning og það sýnir nauðsyn göngunnar, fyrst og fremst. Þó að margt hafi breyst síðan við byrjuðum að ganga Druslugönguna árið 2011 þá er enn mjög langt í land. Ofbeldi á sér enn stað og við munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi. Við getum það ekki nema allt samfélagið sameinist um það,“ segir Hjalti. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag og segir Hjalti Vigfússon, einn aðstandenda göngunnar, að gangan verði gengin þar til kynferðislegu ofbeldi hafi verið útrýmt úr íslensku samfélagi. Druslugangan hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14 og þaðan verður gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og svo er endað á Austurvelli þar sem haldnar verða ræður og tónlistarmenn koma fram. Gangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis, en gangan hefur stækkað ört með hverju ári, allt frá því að hún var fyrst haldin árið 2011. Þannig mættu 15 þúsund manns í gönguna í fyrra og eiga aðstandendur ekki von á færri í ár.Fræðsla og forvirkar aðgerðir Hjalti segir að í ár sé sérstök áhersla lögð á fræðslu og forvirkar aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Hann segir að innanríkisráðuneytið hafi unnið vel að því síðustu árin að bæta kerfið þegar kemur að þessum málum. „Við viljum að sjálfsögðu að sem fæstir þurfi að leita inn í þetta kerfi. Það er það sem við erum að kalla eftir núna, að samfélagið bregðist við og að stjórnvöld geri það líka með því að innleiða forvarnarfræðslu í alla grunnskóla og öll skólastig,“ segir Hjalti.Hjalti VigfússonVísir/GVAÁ Facebook-síðu göngunnar segir að meginmarkmið göngunnar sé að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. „Við berjumst gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið, eða sé nokkurn tímann, þolenda þess að kenna. Sú er nefnilega aldrei raunin“. Á Austurvelli munu Guðrún Ögmundsdóttir, Júlía Birgisdóttir og Hjálmar Sigmarsson flytja ræður en að ræðum loknum koma fram Hildur, Hemúllinn og Friðrik Dór og flytja lög.Nú hafa kynferðisbrot verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Gefur það göngunni og ykkar málstað aukinn kraft?„Ekki spurning og það sýnir nauðsyn göngunnar, fyrst og fremst. Þó að margt hafi breyst síðan við byrjuðum að ganga Druslugönguna árið 2011 þá er enn mjög langt í land. Ofbeldi á sér enn stað og við munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi. Við getum það ekki nema allt samfélagið sameinist um það,“ segir Hjalti.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira