Starfshópur rektors HÍ vill kanna hvort prófa eigi íslenskukunnáttu stúdenta Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2016 22:11 Eiríkur Rögnvaldsson prófessor er formaður starfshópsins. Vísir/Valli „Maður hefur heyrt marga kennara tala um það að þeir eyði sífellt meiri tíma í það að leiðrétta málfar í ritgerðum og fleira. Þetta hefur hins vegar ekki verið rannsakað,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði og formaður starfshóps um endurskoðun málstefnu Háskóla Íslands. Starfshópurinn var skipaður í nóvember síðastliðnum og skilaði skýrslu sinni um miðjan janúar. Í skýrslunni er nefndur sá möguleiki að íslenskukunnátta nemenda sem hefja nám við skólann verði könnuð. „Þá er ekki þar með sagt að það yrði eitthvert inntökupróf, heldur frekar leiðbeinandi fyrir nemendur. Að þeir sem kæmu illa út úr því prófi fengju skilaboð um að þeir þyrftu að bæta sig.“Mikilvægt að gera úttekt á íslenskukunnáttu stúdentaStarfshópurinn telur mikilvægt að gera úttekt á íslenskukunnáttu stúdenta til að hægt sé að fá skýra mynd af stöðunni á þessu sviði og ekki þurfi að byggja á einstökum dæmum og tilfinningu kennara. Eiríkur segir það alltaf hafa verið þannig að eldra fólki finnist yngra fólkið ekki kunna málið almennilega og að það sé að fara með málið til fjandans. „Kannski er því þessi tilfinning sem margir kennarar hafa einfaldlega röng. Það skortir hins vegar rannsóknir á þessu.“Gera íslenskunni kleift að standast þrýsting enskunnarEiríkur segir svo aðra hlið vera á málinu þegar kemur að stöðu íslenskrar tungu innan skólans, en það er staða hennar gagnvart enskunni. „Eins og fram kemur í skýrslunni þá liggur fyrir að það er heilmikil kennsla á ensku í skólanum. Hún hefur aukist á síðustu árum vegna fjölgunar skiptinema og erlendra kennara, sem og aukinnar þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.“Vísir/AntonHann segir fulltrúa starfshópsins líta svo á að enskan sé mikilvæg og nauðsynleg í öllu háskólastarfi, vilji menn taka þátt í alþjóðlegu samstarfi á annað borð. „Við verðum að taka því að það er talsverð kennsla sem fram fer á ensku. Sú lína sem vildum taka var því að við viljum ekki berjast á móti enskunni heldur efla íslenskuna og gera henni kleift að standast þennan þrýsting. Við leggjum þetta því upp á jákvæðum nótum en ekki neikvæðum.“Skylda kennara sem fá ótímabundna ráðningu til að kenna á íslenskuÍ skýrslunni er einnig fjallað um fjölgun erlendra kennara og það að reiknað sé með að þeim komi til með að fjölga enn frekar á komandi árum. Eiríkur bendir á að fæstir þeirra kunni íslensku þegar þeir komi til landsins og að flestir noti ensku í kennslu sinni fyrstu árin. Hann segir suma ekki ætla sér að starfa við Háskólann nema í stuttan tíma og varla við því að búast að þeir vilji leggja á sig að læra tungumál sem ekki nýtist þeim að starfstíma hér loknum. „Yfirleitt eru nýir kennarar fyrst ráðnir tímabundið til fimm ára og ef þeir standa sig geta þeir fengið ótímabundna ráðningu eftir það. Hugmyndin okkar var sú að segja að ef menn sækjast eftir ótímabundinni ráðningu eftir þessi fimm ár þá hafa þeir sýnt fram á að þeir ætli sér að vera hér áfram. Því sé eðlilegt að gera þá kröfu að þeir kenni á íslensku.“ Skýrslan er nú til umsagnar meðal annars hjá fræðasviðum og fastanefndum háskólans og Stúdentaráðs. Henni var skilað um miðjan janúar og var gefinn mánuður til umsagnar. „Nefndin mun svo koma saman og fara yfir þessar umsagnir, meta þær og hugsanlega breyta tillögum sínum. Síðan er meiningin að taka þetta fyrir á Háskólaþingi í vor og á endanum er það svo háskólaráð sem samþykkir stefnuna,“ segir Eiríkur. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Maður hefur heyrt marga kennara tala um það að þeir eyði sífellt meiri tíma í það að leiðrétta málfar í ritgerðum og fleira. Þetta hefur hins vegar ekki verið rannsakað,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði og formaður starfshóps um endurskoðun málstefnu Háskóla Íslands. Starfshópurinn var skipaður í nóvember síðastliðnum og skilaði skýrslu sinni um miðjan janúar. Í skýrslunni er nefndur sá möguleiki að íslenskukunnátta nemenda sem hefja nám við skólann verði könnuð. „Þá er ekki þar með sagt að það yrði eitthvert inntökupróf, heldur frekar leiðbeinandi fyrir nemendur. Að þeir sem kæmu illa út úr því prófi fengju skilaboð um að þeir þyrftu að bæta sig.“Mikilvægt að gera úttekt á íslenskukunnáttu stúdentaStarfshópurinn telur mikilvægt að gera úttekt á íslenskukunnáttu stúdenta til að hægt sé að fá skýra mynd af stöðunni á þessu sviði og ekki þurfi að byggja á einstökum dæmum og tilfinningu kennara. Eiríkur segir það alltaf hafa verið þannig að eldra fólki finnist yngra fólkið ekki kunna málið almennilega og að það sé að fara með málið til fjandans. „Kannski er því þessi tilfinning sem margir kennarar hafa einfaldlega röng. Það skortir hins vegar rannsóknir á þessu.“Gera íslenskunni kleift að standast þrýsting enskunnarEiríkur segir svo aðra hlið vera á málinu þegar kemur að stöðu íslenskrar tungu innan skólans, en það er staða hennar gagnvart enskunni. „Eins og fram kemur í skýrslunni þá liggur fyrir að það er heilmikil kennsla á ensku í skólanum. Hún hefur aukist á síðustu árum vegna fjölgunar skiptinema og erlendra kennara, sem og aukinnar þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.“Vísir/AntonHann segir fulltrúa starfshópsins líta svo á að enskan sé mikilvæg og nauðsynleg í öllu háskólastarfi, vilji menn taka þátt í alþjóðlegu samstarfi á annað borð. „Við verðum að taka því að það er talsverð kennsla sem fram fer á ensku. Sú lína sem vildum taka var því að við viljum ekki berjast á móti enskunni heldur efla íslenskuna og gera henni kleift að standast þennan þrýsting. Við leggjum þetta því upp á jákvæðum nótum en ekki neikvæðum.“Skylda kennara sem fá ótímabundna ráðningu til að kenna á íslenskuÍ skýrslunni er einnig fjallað um fjölgun erlendra kennara og það að reiknað sé með að þeim komi til með að fjölga enn frekar á komandi árum. Eiríkur bendir á að fæstir þeirra kunni íslensku þegar þeir komi til landsins og að flestir noti ensku í kennslu sinni fyrstu árin. Hann segir suma ekki ætla sér að starfa við Háskólann nema í stuttan tíma og varla við því að búast að þeir vilji leggja á sig að læra tungumál sem ekki nýtist þeim að starfstíma hér loknum. „Yfirleitt eru nýir kennarar fyrst ráðnir tímabundið til fimm ára og ef þeir standa sig geta þeir fengið ótímabundna ráðningu eftir það. Hugmyndin okkar var sú að segja að ef menn sækjast eftir ótímabundinni ráðningu eftir þessi fimm ár þá hafa þeir sýnt fram á að þeir ætli sér að vera hér áfram. Því sé eðlilegt að gera þá kröfu að þeir kenni á íslensku.“ Skýrslan er nú til umsagnar meðal annars hjá fræðasviðum og fastanefndum háskólans og Stúdentaráðs. Henni var skilað um miðjan janúar og var gefinn mánuður til umsagnar. „Nefndin mun svo koma saman og fara yfir þessar umsagnir, meta þær og hugsanlega breyta tillögum sínum. Síðan er meiningin að taka þetta fyrir á Háskólaþingi í vor og á endanum er það svo háskólaráð sem samþykkir stefnuna,“ segir Eiríkur.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira