Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júní 2016 10:30 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi segir að í ljósi reynslunnar hljóti það að hafa verið mistök hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að skrifa undir fyrsta Icesave-samninginn. Forsetinn hefði hins vegar lært af reynslunni og leyft þjóðinni að eiga lokaorðið í tvígang. Sjálfur segist Guðni ekki hafa skrifað undir Icesave I ef hann hefði fengið tugþúsundir undirskrifta eins og Ólafur Ragnar fékk seinna meir. Guðni er fimmti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.„Stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum“ Í kosningabáráttu sinni hefur Guðni talað fyrir því að hann vilji ákvæði í stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að ákveðið hlutfall kosningabærra geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi, en eins og stjórnarskráin er í dag er það forsetanum í sjálfsvald sett hvort mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðni segir að sér lítist vel á tillögur stjórnarskrárnefndar. „Þar er einmitt minnst á þetta ákvæði um beint lýðræði. Hver getur verið á móti því? Hin ákvæðin, um þjóðareign á auðlindum og náttúruvernd, mér hugnast þau líka en stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum. Stjórnarskránni er breytt með því að fólkið í landinu velur fulltrúa á þing sem svo eiga síðasta orðið og aftur með atbeina fólksins því það þarf tvö þing ja nema við breytum þessu með einhverjum afbrigðum. Sannleikurinn er sá að forsetinn getur haft skoðanir á þessu en hans sjónarmið í þessu eins og öðru á að vera það að fólkið fái að ráða,“ segir Guðni. Nái hann kjöri ætlar hann að hvetja þingmenn til þess að ráðast í þær breytingar sem hann telur mikilvægar, það er ákvæði um beint lýðræði og svo breytingar á þjóðhöfðingjakaflanum en að mati Guðna þarf að skýra hlutverk forseta í stjórnarskrá. „En ég myndi ekki setja neinar þumalskrúfur á menn. Ég myndi hvetja en þingið á að ráða með tilstilli fólksins sem kýs fulltrúa á þingið.“Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00 Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47 Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi segir að í ljósi reynslunnar hljóti það að hafa verið mistök hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að skrifa undir fyrsta Icesave-samninginn. Forsetinn hefði hins vegar lært af reynslunni og leyft þjóðinni að eiga lokaorðið í tvígang. Sjálfur segist Guðni ekki hafa skrifað undir Icesave I ef hann hefði fengið tugþúsundir undirskrifta eins og Ólafur Ragnar fékk seinna meir. Guðni er fimmti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.„Stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum“ Í kosningabáráttu sinni hefur Guðni talað fyrir því að hann vilji ákvæði í stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að ákveðið hlutfall kosningabærra geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi, en eins og stjórnarskráin er í dag er það forsetanum í sjálfsvald sett hvort mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðni segir að sér lítist vel á tillögur stjórnarskrárnefndar. „Þar er einmitt minnst á þetta ákvæði um beint lýðræði. Hver getur verið á móti því? Hin ákvæðin, um þjóðareign á auðlindum og náttúruvernd, mér hugnast þau líka en stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum. Stjórnarskránni er breytt með því að fólkið í landinu velur fulltrúa á þing sem svo eiga síðasta orðið og aftur með atbeina fólksins því það þarf tvö þing ja nema við breytum þessu með einhverjum afbrigðum. Sannleikurinn er sá að forsetinn getur haft skoðanir á þessu en hans sjónarmið í þessu eins og öðru á að vera það að fólkið fái að ráða,“ segir Guðni. Nái hann kjöri ætlar hann að hvetja þingmenn til þess að ráðast í þær breytingar sem hann telur mikilvægar, það er ákvæði um beint lýðræði og svo breytingar á þjóðhöfðingjakaflanum en að mati Guðna þarf að skýra hlutverk forseta í stjórnarskrá. „En ég myndi ekki setja neinar þumalskrúfur á menn. Ég myndi hvetja en þingið á að ráða með tilstilli fólksins sem kýs fulltrúa á þingið.“Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00 Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47 Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00
Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47
Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00