Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júní 2016 10:30 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi segir að í ljósi reynslunnar hljóti það að hafa verið mistök hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að skrifa undir fyrsta Icesave-samninginn. Forsetinn hefði hins vegar lært af reynslunni og leyft þjóðinni að eiga lokaorðið í tvígang. Sjálfur segist Guðni ekki hafa skrifað undir Icesave I ef hann hefði fengið tugþúsundir undirskrifta eins og Ólafur Ragnar fékk seinna meir. Guðni er fimmti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.„Stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum“ Í kosningabáráttu sinni hefur Guðni talað fyrir því að hann vilji ákvæði í stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að ákveðið hlutfall kosningabærra geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi, en eins og stjórnarskráin er í dag er það forsetanum í sjálfsvald sett hvort mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðni segir að sér lítist vel á tillögur stjórnarskrárnefndar. „Þar er einmitt minnst á þetta ákvæði um beint lýðræði. Hver getur verið á móti því? Hin ákvæðin, um þjóðareign á auðlindum og náttúruvernd, mér hugnast þau líka en stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum. Stjórnarskránni er breytt með því að fólkið í landinu velur fulltrúa á þing sem svo eiga síðasta orðið og aftur með atbeina fólksins því það þarf tvö þing ja nema við breytum þessu með einhverjum afbrigðum. Sannleikurinn er sá að forsetinn getur haft skoðanir á þessu en hans sjónarmið í þessu eins og öðru á að vera það að fólkið fái að ráða,“ segir Guðni. Nái hann kjöri ætlar hann að hvetja þingmenn til þess að ráðast í þær breytingar sem hann telur mikilvægar, það er ákvæði um beint lýðræði og svo breytingar á þjóðhöfðingjakaflanum en að mati Guðna þarf að skýra hlutverk forseta í stjórnarskrá. „En ég myndi ekki setja neinar þumalskrúfur á menn. Ég myndi hvetja en þingið á að ráða með tilstilli fólksins sem kýs fulltrúa á þingið.“Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00 Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47 Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi segir að í ljósi reynslunnar hljóti það að hafa verið mistök hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að skrifa undir fyrsta Icesave-samninginn. Forsetinn hefði hins vegar lært af reynslunni og leyft þjóðinni að eiga lokaorðið í tvígang. Sjálfur segist Guðni ekki hafa skrifað undir Icesave I ef hann hefði fengið tugþúsundir undirskrifta eins og Ólafur Ragnar fékk seinna meir. Guðni er fimmti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.„Stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum“ Í kosningabáráttu sinni hefur Guðni talað fyrir því að hann vilji ákvæði í stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að ákveðið hlutfall kosningabærra geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi, en eins og stjórnarskráin er í dag er það forsetanum í sjálfsvald sett hvort mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðni segir að sér lítist vel á tillögur stjórnarskrárnefndar. „Þar er einmitt minnst á þetta ákvæði um beint lýðræði. Hver getur verið á móti því? Hin ákvæðin, um þjóðareign á auðlindum og náttúruvernd, mér hugnast þau líka en stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum. Stjórnarskránni er breytt með því að fólkið í landinu velur fulltrúa á þing sem svo eiga síðasta orðið og aftur með atbeina fólksins því það þarf tvö þing ja nema við breytum þessu með einhverjum afbrigðum. Sannleikurinn er sá að forsetinn getur haft skoðanir á þessu en hans sjónarmið í þessu eins og öðru á að vera það að fólkið fái að ráða,“ segir Guðni. Nái hann kjöri ætlar hann að hvetja þingmenn til þess að ráðast í þær breytingar sem hann telur mikilvægar, það er ákvæði um beint lýðræði og svo breytingar á þjóðhöfðingjakaflanum en að mati Guðna þarf að skýra hlutverk forseta í stjórnarskrá. „En ég myndi ekki setja neinar þumalskrúfur á menn. Ég myndi hvetja en þingið á að ráða með tilstilli fólksins sem kýs fulltrúa á þingið.“Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00 Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47 Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00
Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47
Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00