Alvarlegt slys í Þjóðleikhúsinu: „Þetta var mér að kenna“ Bjarki Ármannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 24. febrúar 2016 10:30 Vigdís Hrefna í hlutverki sínu í Hleyptu þeim rétta inn í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Friðrik Þór Vigdís Hrefna Pálsdóttir er ristarbrotin á vinstri fæti og með tvöfalt hælbrot á hægri fæti eftir hátt fall á stóra sviðinu fyrir framan fjölmennan sal á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Vigdís Hrefna var á bráðadeild Landspítalans að bíða eftir fundi með bæklunarlækni þegar Vísir náði af henni tali í morgun. „Ég er að bíða eftir lækninum til að fá að vita hvort ég sé að fara í aðgerð,“ segir Vigdís Hrefna sem átti að fara með aðalhlutverkið í sýningunni Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýna átti annað kvöld, fimmtudagskvöld. Ljóst er að ekkert verður af frumsýningunni. Um er að ræða vampírudrama þar sem Vigdís Hrefna fer með hlutverk tólf ára vampíru.Vigdís klifrar niður úr trénu í leikritinu og lætur sig falla til jarðar. Á sviðinu með Vigdísi er Sigurður Þór Óskarsson .Vísir/Friðrik ÞórÓhuggulegt að sjá þetta Vigdís Hrefna segist vel muna eftir slysinu í gær. Hún hafi haldið í efsta hluta leikmyndarinnar í nokkurra metra hæð og verið að færa til hendurnar, með myrru á höndunum til að auka gripið, þegar hún féll. Vigdís var ekki í línu en vill ekki meina að öryggisatriðum hafi verið ábótavant. „Þetta var mér að kenna,“ segir Vigdís Hrefna. Hún segir sem betur fer vera í lagi með höfuðið. „Eins langt og það nær,“ segir hún og grínast. Ljóst sé að þátttöku hennar í leikritinu sé lokið, í bili að minnsta kosti. „Ég er enn að reyna að átta mig á þessu,“ segir Vigdís. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri sagði í viðtali í Bítinu í morgun að fjölmenni hefði orðið vitni að slysinu. „Það var nánast fullt hús af fólki og það er óhuggulegt að sjá þetta,“ segir Ari. „Fólk í salnum veit ekkert hvað hefur gerst þegar dregið er fyrir og sér fyrir sér mikið alvarlegra slys en í raun varð, sem betur fer.“Sigurður Þór Óskarsson og Ari Marrhíasson þjóðleikhússtjóri gáfu blóð er bíll Blóðbankans stansaði fyrir utan þjóðleikhúsið í fyrradag.Vísir/Anton BrinkVelta fyrir sér að fresta fram á haust Tveir læknar voru meðal áhorfenda og önnuðust Vigdísi þar til að sjúkrabíll mætti á svæðið. „Hún hefur það eftir atvikum gott. Eins gott og maður getur haft það þegar maður er búinn að brjóta á sér lappirnar.“ Ljóst er að ekkert verður af frumsýningu leikritsins og óvíst hvert framhaldið verði. „Við erum að athuga hvað við gerum, hvort við frestum og setjum inn nýja leikkonu eða hvort við frestum þessu bara til haustsins. Því Vigdís Hrefna er alveg stórkostleg í þessu og er aðalleikonan og andlit sýningarinnar.“ Ari segir mikla vinnu hafa verið lagða í að tryggja öryggi leikaranna í sýningunni. Sérstakur þjálfari hafi til að mynda verið fenginn til að kenna leikurunum klifur og Vigdís hafi gert þetta margoft áður en slysið átti sér stað. Að neðan má sjá innslag Íslands í dag frá því á mánudagskvöld þegar tekið var hús á leikstjóranum Selmu Björnsdóttur og öðrum þátttakendum í Hleyptu þeim rétta inn. Tengdar fréttir Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01 Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Vigdís Hrefna Pálsdóttir er ristarbrotin á vinstri fæti og með tvöfalt hælbrot á hægri fæti eftir hátt fall á stóra sviðinu fyrir framan fjölmennan sal á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Vigdís Hrefna var á bráðadeild Landspítalans að bíða eftir fundi með bæklunarlækni þegar Vísir náði af henni tali í morgun. „Ég er að bíða eftir lækninum til að fá að vita hvort ég sé að fara í aðgerð,“ segir Vigdís Hrefna sem átti að fara með aðalhlutverkið í sýningunni Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýna átti annað kvöld, fimmtudagskvöld. Ljóst er að ekkert verður af frumsýningunni. Um er að ræða vampírudrama þar sem Vigdís Hrefna fer með hlutverk tólf ára vampíru.Vigdís klifrar niður úr trénu í leikritinu og lætur sig falla til jarðar. Á sviðinu með Vigdísi er Sigurður Þór Óskarsson .Vísir/Friðrik ÞórÓhuggulegt að sjá þetta Vigdís Hrefna segist vel muna eftir slysinu í gær. Hún hafi haldið í efsta hluta leikmyndarinnar í nokkurra metra hæð og verið að færa til hendurnar, með myrru á höndunum til að auka gripið, þegar hún féll. Vigdís var ekki í línu en vill ekki meina að öryggisatriðum hafi verið ábótavant. „Þetta var mér að kenna,“ segir Vigdís Hrefna. Hún segir sem betur fer vera í lagi með höfuðið. „Eins langt og það nær,“ segir hún og grínast. Ljóst sé að þátttöku hennar í leikritinu sé lokið, í bili að minnsta kosti. „Ég er enn að reyna að átta mig á þessu,“ segir Vigdís. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri sagði í viðtali í Bítinu í morgun að fjölmenni hefði orðið vitni að slysinu. „Það var nánast fullt hús af fólki og það er óhuggulegt að sjá þetta,“ segir Ari. „Fólk í salnum veit ekkert hvað hefur gerst þegar dregið er fyrir og sér fyrir sér mikið alvarlegra slys en í raun varð, sem betur fer.“Sigurður Þór Óskarsson og Ari Marrhíasson þjóðleikhússtjóri gáfu blóð er bíll Blóðbankans stansaði fyrir utan þjóðleikhúsið í fyrradag.Vísir/Anton BrinkVelta fyrir sér að fresta fram á haust Tveir læknar voru meðal áhorfenda og önnuðust Vigdísi þar til að sjúkrabíll mætti á svæðið. „Hún hefur það eftir atvikum gott. Eins gott og maður getur haft það þegar maður er búinn að brjóta á sér lappirnar.“ Ljóst er að ekkert verður af frumsýningu leikritsins og óvíst hvert framhaldið verði. „Við erum að athuga hvað við gerum, hvort við frestum og setjum inn nýja leikkonu eða hvort við frestum þessu bara til haustsins. Því Vigdís Hrefna er alveg stórkostleg í þessu og er aðalleikonan og andlit sýningarinnar.“ Ari segir mikla vinnu hafa verið lagða í að tryggja öryggi leikaranna í sýningunni. Sérstakur þjálfari hafi til að mynda verið fenginn til að kenna leikurunum klifur og Vigdís hafi gert þetta margoft áður en slysið átti sér stað. Að neðan má sjá innslag Íslands í dag frá því á mánudagskvöld þegar tekið var hús á leikstjóranum Selmu Björnsdóttur og öðrum þátttakendum í Hleyptu þeim rétta inn.
Tengdar fréttir Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01 Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01
Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00