Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. febrúar 2016 12:38 Frá Straumsvík í morgun. Vísir/Vilhelm „Það var búið að lesta einhverjum fimm hundruð tonnum af áli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem fór í Straumsvík í morgun til að styðja við verkfallsvörslu félagsmanna í Hlíf. Verkfall félagsmanna Hlífar sem starfa við að lesta áli í skip við verksmiðju Rio Tinto Alcan hófst á miðnætti. Telja sig hafa fulla heimild Verkfallsverðir stöðvuð lestunina nú um hádegisbil. Gylfi segir að Hlíf hafi verið í fullum rétti til þess. „Við teljum að þetta sé brot á því sem er heimilt er, að það megi ekki ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Við töldum okkar hafa fulla heimild til þess að koma í veg fyrir þessa lestun,“ segir hann. Formaður Hlífar, Kolbeinn Gunnarsson, sagði við Vísi í morgun að verkefni dagsins væri að hindra það að gengið verði í störf starfsmanna álversins.vísir/anton brinkGylfi segir að ef menn telja vera einhver lögfræðileg þrætuepli um málið eigi það að fara sína leið í réttarkerfinu en ekki að taka slag við starfsmenn á bryggjunni. „Það er alveg ljóst að deilan er komin á mjög alvarlegt stig,“ segir Gylfi sem segir starfsmenn hafa verið beittir þvingunum í 14 mánuði. „Þær þvinganir felast í því að starfsmennirnir hafa ekki fengið launahækkanir eins og allir aðrir landsmenn. Það eitt og sér er þvingunaraðferð, að vera að þvinga starfsmenn til að samþykkja eitthvað sem þeir vilja ekki samþykkja,“ segir hann. „Þeir bara neita að semja.“Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík.Vísir/VilhelmLöglega boðað verkfall Gylfi segir að félagsdómur hafi úrskurðað um lögmæti verkfallsaðgerðanna í gærkvöldi. Skiljanlega þurfi hún að vera skýr og öllum ljóst hverjir það eru sem leggja niður störf. Hann segir engan vafa vera um það í þessu tilviki. „Þetta er tiltölulega einfalt. Það er þarna deild í fyrirtækinu sem heitir flutningadeild sem að skipar út áli sem er tiltölulega auðkennanlegt,“ segir hann. „Og okkur er þetta heimilt og okkur er þá líka heimilt að fylgja þessu eftir.“ Gylfi segist óttast það að deilur sem þessar verði harðari ákveði fyrirtæki að hverfa aftur til þess tíma þar sem reynt var að fá aðila utan stéttarfélaganna til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. „Þá verða starfsmenn að verja sinn rétt með beinum hætti,“ segir hann. „Ég held að það sé ekki mjög klókt hjá atvinnulífinu að gera,“ segir Gylfi. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Það var búið að lesta einhverjum fimm hundruð tonnum af áli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem fór í Straumsvík í morgun til að styðja við verkfallsvörslu félagsmanna í Hlíf. Verkfall félagsmanna Hlífar sem starfa við að lesta áli í skip við verksmiðju Rio Tinto Alcan hófst á miðnætti. Telja sig hafa fulla heimild Verkfallsverðir stöðvuð lestunina nú um hádegisbil. Gylfi segir að Hlíf hafi verið í fullum rétti til þess. „Við teljum að þetta sé brot á því sem er heimilt er, að það megi ekki ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Við töldum okkar hafa fulla heimild til þess að koma í veg fyrir þessa lestun,“ segir hann. Formaður Hlífar, Kolbeinn Gunnarsson, sagði við Vísi í morgun að verkefni dagsins væri að hindra það að gengið verði í störf starfsmanna álversins.vísir/anton brinkGylfi segir að ef menn telja vera einhver lögfræðileg þrætuepli um málið eigi það að fara sína leið í réttarkerfinu en ekki að taka slag við starfsmenn á bryggjunni. „Það er alveg ljóst að deilan er komin á mjög alvarlegt stig,“ segir Gylfi sem segir starfsmenn hafa verið beittir þvingunum í 14 mánuði. „Þær þvinganir felast í því að starfsmennirnir hafa ekki fengið launahækkanir eins og allir aðrir landsmenn. Það eitt og sér er þvingunaraðferð, að vera að þvinga starfsmenn til að samþykkja eitthvað sem þeir vilja ekki samþykkja,“ segir hann. „Þeir bara neita að semja.“Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík.Vísir/VilhelmLöglega boðað verkfall Gylfi segir að félagsdómur hafi úrskurðað um lögmæti verkfallsaðgerðanna í gærkvöldi. Skiljanlega þurfi hún að vera skýr og öllum ljóst hverjir það eru sem leggja niður störf. Hann segir engan vafa vera um það í þessu tilviki. „Þetta er tiltölulega einfalt. Það er þarna deild í fyrirtækinu sem heitir flutningadeild sem að skipar út áli sem er tiltölulega auðkennanlegt,“ segir hann. „Og okkur er þetta heimilt og okkur er þá líka heimilt að fylgja þessu eftir.“ Gylfi segist óttast það að deilur sem þessar verði harðari ákveði fyrirtæki að hverfa aftur til þess tíma þar sem reynt var að fá aðila utan stéttarfélaganna til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. „Þá verða starfsmenn að verja sinn rétt með beinum hætti,“ segir hann. „Ég held að það sé ekki mjög klókt hjá atvinnulífinu að gera,“ segir Gylfi.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37