Forsætisráðherra vill yfirtaka lóðina á Hafnartorgi fyrir stjórnarráðið Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 18:39 Forsætisráðuneytið er í viðræðum við Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum þannig að stjórnarráðið yfirtæki lóðina á Hafnartorgi. Forsætisráðherra segir að þá yrði byggt mun minna á lóðinni en nú standi til og í stíl sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af að sýna á póstkorti. Ríkið á risavaxna lóð við Skúlagötuna þar sem áratugum saman hefur staðið til að byggja á yfir stjórnarráðið. Nú segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að verið sé að ræða það við Landstólpa að félagið fái einfaldlega þessa lóð í skiptum fyrir lóðina á Hafnartorgi. „Við höfum viðrað hugmyndir um einhvers konar makaskipti sem hluta af samkomulagi sem vonandi verður varðandi Hafnartorgið svokallaða. Þannig að það er eitthvað sem kemur til greina. Aðalatriðið er að með þessu á að vera hægt að ná lausn sem hentar öllum,“ segir forsætisráðherra.Hönnun húsa sem Landstólpar ætla að byggja er nánast lokið og framkvæmdir að hefjast en þar stendur til að þriðjungur húsnæðisins verði íbúðir, þriðjungur skrifstofur og þriðjungur verslanir. Forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit húsanna og það byggingarmagn sem stendur til að reisa. Hann segir forsætisráðuneytið vera að missa húsnæði á Hverfisgötu bakvið stjórnarráðshúsið og hagkvæmt væri að flytja þá starfsemi og fleiri ráðuneyti í húsnæði á Hafnartorgi. „Það var gert samkomulag um að stefna aðþví að vera komin með einhver drög fyrir 12. febrúar. Auðvitað skilur maður að menn sem hafa fjárfest í lóð og undirbúningsvinnu vilji fara að komast af stað. Þannig að það er betra að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Sigmundur Davíð. Þannig að eftir þrjár vikur viti menn að minnsta kosti hvert stefni með framhaldið. „Byggingarmagnið sem gert er ráð fyrir núna er reyndar mjög mikið. Helst til mikið, reyndar allt of mikið að mínu mati og það setur svolítið strik í reikninginn. En það kann að vera að þetta geti hjálpað til við að leysa úr því,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir um hvers konar hús eigi að rísa á lóðinni; smekkleg hús sem ekki væru frek á umhverfið og styrktu sérkenni miðbæjarins. „Til þess að einfalda málið; arkitektúr sem gæti átt heima á póstkorti frá Reykjavík. Þannig að menn muni eftir því hvar þessi mynd var tekin en þetta séu ekki byggingar sem gætu staðið hvar sem er annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26 Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Forsætisráðuneytið er í viðræðum við Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum þannig að stjórnarráðið yfirtæki lóðina á Hafnartorgi. Forsætisráðherra segir að þá yrði byggt mun minna á lóðinni en nú standi til og í stíl sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af að sýna á póstkorti. Ríkið á risavaxna lóð við Skúlagötuna þar sem áratugum saman hefur staðið til að byggja á yfir stjórnarráðið. Nú segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að verið sé að ræða það við Landstólpa að félagið fái einfaldlega þessa lóð í skiptum fyrir lóðina á Hafnartorgi. „Við höfum viðrað hugmyndir um einhvers konar makaskipti sem hluta af samkomulagi sem vonandi verður varðandi Hafnartorgið svokallaða. Þannig að það er eitthvað sem kemur til greina. Aðalatriðið er að með þessu á að vera hægt að ná lausn sem hentar öllum,“ segir forsætisráðherra.Hönnun húsa sem Landstólpar ætla að byggja er nánast lokið og framkvæmdir að hefjast en þar stendur til að þriðjungur húsnæðisins verði íbúðir, þriðjungur skrifstofur og þriðjungur verslanir. Forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit húsanna og það byggingarmagn sem stendur til að reisa. Hann segir forsætisráðuneytið vera að missa húsnæði á Hverfisgötu bakvið stjórnarráðshúsið og hagkvæmt væri að flytja þá starfsemi og fleiri ráðuneyti í húsnæði á Hafnartorgi. „Það var gert samkomulag um að stefna aðþví að vera komin með einhver drög fyrir 12. febrúar. Auðvitað skilur maður að menn sem hafa fjárfest í lóð og undirbúningsvinnu vilji fara að komast af stað. Þannig að það er betra að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Sigmundur Davíð. Þannig að eftir þrjár vikur viti menn að minnsta kosti hvert stefni með framhaldið. „Byggingarmagnið sem gert er ráð fyrir núna er reyndar mjög mikið. Helst til mikið, reyndar allt of mikið að mínu mati og það setur svolítið strik í reikninginn. En það kann að vera að þetta geti hjálpað til við að leysa úr því,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir um hvers konar hús eigi að rísa á lóðinni; smekkleg hús sem ekki væru frek á umhverfið og styrktu sérkenni miðbæjarins. „Til þess að einfalda málið; arkitektúr sem gæti átt heima á póstkorti frá Reykjavík. Þannig að menn muni eftir því hvar þessi mynd var tekin en þetta séu ekki byggingar sem gætu staðið hvar sem er annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26 Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26
Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39